Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 15
Á huginn á ævintýrum byrjaði þegar ég var lítill strákur,“ segir Heiðar Logi mér þegar við sitjum í ró og næði á Kex Hosteli í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn fer honum vel, í raun minnir hann á Kaliforníubúa með sitt síða ljósa hár, útitekna andlit og afslappaðan fatastíl. En hér er enginn San Diego brimbrettahipster á ferð. Heiðar Logi fæddist í Sandgerði þar sem hann eyddi sínum fyrstu æviárum og þaðan flutti hann til Danmerkur. „Í Danmörku var skógur nálægt heimilinu og ég var alltaf að fara þangað til að kanna nýja og spennandi staði. Ég var alltaf að búa mér til mín eigin ævintýri.“ Hljóp út um allt og var alveg stjórnlaus Hann var að eigin sögn afskaplega erfitt barn sem móðir hans átti erfitt með að hafa hemil á. Á tímabili var hann vistaður á barnageðdeild. „Ég var greindur með ADHD og ýmsar raskanir og var settur á rítalín sex ára. Ég hljóp út um allt, var alveg stjórnlaus og hafði enga einbeitingu. Ég gat aldrei leikið mér einn og var alltaf að koma mér í vandræði. Systir mín var mjög róleg og það var augljóst að ég átti við raskanir að stríða. Til að byrja með var gríðarlegur munur á mér á rítalíninu. Mér skilst á móður minni að ég hafi róast mikið fyrst. Ég kom til hennar og sagði henni að það væri allt orðið miklu hljóðara í kringum mig og ekki jafn mikil óreiða.“ En með tímanum myndaðist meira þol fyrir lyfinu og þá var skammt- urinn stækkaður. „Við fluttum frá Danmörku heim til Íslands, í Hafn- arfjörðinn þar sem rætur mínar eru og þar sem ég eignaðist mína bestu vini. Ég uppgötvaði snjóbretti ungur og fór daglega upp á fjöll með brettið. Þá breyttist í raun allt hjá mér. Ég varð alveg sinn hvor strák- urinn á sumrin og á veturna.“ Heiðar Logi segist hafa farið á hverjum degi eftir skóla á snjóbrettið og fann strax að svo lengi sem hann fengi útrás á brettinu þá liði honum betur. „Ég var í miklum vandræða-vinahóp. Þetta eru allt mjög góðir vinir mínir enn í dag en við byrjuðum ungir að drekka, um 13- 14 ára gamlir. Mikil drykkja fór af stað og mikið djamm.“ Ég spyr hann hvort hann hafi líka farið út í neyslu en hann neitar því. „Ég hef aldrei neytt eiturlyfja og aldrei prufað þau.“ Fékk brimbretti í verðlaun fyrir góðar einkunnir Á sumrin, þegar Heiðar Logi komst ekki á snjóbrettið, var hann sífellt að koma sér í vandræði. „Annaðhvort var ég í vandræðum við foreldra mína eða lögregluna. Okkur vinunum var bannað að umgangast hver annan en við hlustuðum á engan. Ég hugsa að þetta hafi verið spenn- andi fyrir mig á annan hátt, ég er augljóslega spennufíkill, sem vænt- anlega tengist ofvirkninni.“ Einn daginn, uppi á fjalli á snjóbretti, kynntist Heiðar Logi strák sem átti brimbretti og kynnti hann fyrir íþróttinni. „Hann var með ann- að bretti í láni, ég fann gamlan blautbúning og fékk að prufa. Þetta var á suðurströndinni, það var ískalt, ég fann ekki fyrir útlimunum á mér. Ég var gersamlega að deyja úr kulda en ég er svo þrjóskur að ég náði að hanga þarna úti í sjónum í tæpan klukkutíma. Þetta var alveg geð- veikt og það breyttist bara eitthvað inni í mér á þessari stundu. “ Til þess að hvetja Heiðar Loga til að ná góðum einkunnum í 10. bekk lofaði móðir hans að kaupa handa honum brimbretti í útskriftargjöf. „Ég lagði mig fram, fékk fínar einkunnir og fékk brimbrettið. Þannig byrjaði þetta nú allt saman.“ En við tók erfitt tímabil. „Ég tók þá ákvörðun að hætta að taka rítal- íntöflurnar sextán ára gamall, á annarri önn í framhaldsskóla. Skammt- urinn var alltaf að stækka eftir því sem ég varð eldri, svo það þurfti bara meira til. Undir lokin var mér farið að líða eins og mig skorti allan persónuleika og að ég væri ekki ég sjálfur. Ég var byrjaður að vera félagsfælinn, kveið samskiptum við annað fólk. Lyfin höfðu slökkt al- gerlega á mínum eigin kjarna, mínum persónuleika. Mig hefur alltaf langað að vera hressa týpan, en þarna var ég allt annað en það. Þá kom að því að mamma bað mig um að fara að sinna skólanum betur en í al- gjöru mótþróakasti, um 16-17 ára aldurinn, ákvað ég að hætta í fram- haldsskóla." Mikill alkóhólismi í fjölskyldunni „Þetta var í raun þannig að fyrstu önnina var ég á lyfjum og leið ekki vel en fékk fínar einkunnir, og á annarri önn hætti ég á lyfjunum og þá var allt gersamlega niður á við. Ég klúðraði skólanum algjörlega. Þá var ég hættur að nenna að mæta, ég hafði engan áhuga á náminu. Þar fyrir ut- an þurfti ég að kynnast sjálfum mér upp á nýtt eftir að hafa hætt á lyfj- unum.“ Hann segir að ný persóna hafi komið í ljós og það hafi tekið dá- góða stund að finna jafnvægi á ný. „Þegar ég hætti í skólanum var ég bara að sörfa eða gera það sem mér fannst skemmtilegt á þeim tíma. Ég var að drekka og gera mömmu mína alveg geðveika,“ útskýrir hann en verður svo alvarlegri í bragði. „Það er mikill alkóhólismi í minni fjölskyldu. Pabbi minn og systir eru bæði óvirkir alkar. Ég fann að áfengi hafði sterk áhrif á mig og ég hefði getað farið sömu leið. Ég var orðinn háður áfengi og átti erfitt með að hætta. Það snerist allt um að skemmta sér í mínum vinahóp, að fara í partí og drekka. Ég hafði oft gælt við það að hætta að drekka en svo stóðst ég aldrei freistinguna.“ Hann útskýrir að það hafi verið slæm blanda að stunda íþróttir og drekka. „Stundum var ég of þunnur til að fara á brettið. Þetta skaraðist allt of mikið. Eftir því sem ég stundaði brimbretti meira fann ég fyrir því að ég yrði að taka ákvörðun, annað hvort að einbeita mér að ná árangri á brettinu og hætta að drekka eða halda áfram að leyfa drykkjunni að skemma fyrir mér." Eftir slæmt drykkjutímabil gerði Heiðar Logi samkomulag við þá- verandi kærustu sína um að hætta að drekka. „Ég var búinn að taka ákvörðunina, sat við matarborðið með rauðvínsglas fyrir framan mig. Ég hugsaði, af hverju á ég að byrja á morgun ef ég get byrjað núna og ég bara hætti að drekka þarna. Ég fór sumsé aldrei í meðferð, en það var í raun algjör viðbjóður að hætta. Það var mér gríðarlega erfitt. Ég Morgunblaðið/Golli 24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.