Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 23
langt í burtu og hugsast getur frá mannvonsk-
unni í Úsbekistan,“ segir Irina. Ég spyr þau
lokaspurningar sem brennur á mér en ég veit
að það er ekkert svar við. Framtíðin! Hver er
hún? Hvar er hún? Þreytuleg horfast þau í
augu og dæsa. „Það er engin framtíð, það er
bara á morgun og á morgun förum við aftur
upp á þessa skrifstofu og vonandi fáum við þá
húsnæði,“ segir Irina. Vladimir bölvar kefinu
og lýðveldinu, þau eru þreytt og uppgefin eftir
síðastliðna daga. Tilfinningarnar eru ekki
langt undan og þau vita að baráttan er ekki bú-
in heldur rétt að byrja. Þau vita að franska
kerfið er erfitt en þau taka bara einn dag í
einu.
Ég kveð þau og held af stað út að strætó-
skýli. Vladimir fylgir mér eins og sönnum
herramanni sæmir, bíður með mér eftir strætó
í nær 10 mínútur. Vladimir og Irina eru ekki
svo frábrugðin sjálfri mér, við erum meira að
segja á sama aldri. Við kyssumst á hvora kinn
og kveðjumst með það í huga að heyrast í
gegnum Facebook. Ég vil vita hvað gerist á
morgun. Ég er þreytt og strætó tekur sér tíma
að komast upp á lestarstöð. Ég missi af lest-
inni sem kemur á 20 mínútna fresti svo ég
kaupi mér vatn og KitKat til að narta í á með-
an ég bíð. Ég næ hraðlestinni og er komin
heim til mín á innan við klukkutíma. Ég sofna
á leiðinni enda dauðþreytt eftir rosalegan dag.
Tilfinningar mínar eru heldur ekki langt und-
an, það er erfitt að fylgjast með samferðafólki í
þessu lífi þjást. Ég kem heim, opna tölvuna og
byrja að skrifa. Skrifa þeirra sögu með von um
að Irina og Vladimir fái draum sinn um að búa
á Íslandi uppfylltan.
Föstudagur 29.apríl Ég vakna heima hjá
mér í norðurhluta Parísar og hugsa til Irinu
og Vladimir. Klukkan er 9 og þau ættu að
vera komin upp a skrifstofuna aftur. Núna
fá þau húsnæði hugsa ég og fæ mer kaffi.
Síðar um daginn kemst eg að því í gegnum
Facebook skilaboð frá Irinu að þau voru
send aftur burt af skrifstofunni og sagt að
koma á mánudaginn. Enn hindra tækni-
vandamál umsóknarferli. Baráttan við kerf-
in, bæði íslenska og franska, heldur áfram.
„Af hverju sendum við börn á götuna í Frakklandi? spyr lögfræðingur fjölskyldunnar. Börnin vita
ekki hvenær eða hvar þau komast næst í skóla.
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
ég fengi að ráða því hvort ég hafi
gert eitthvað á þinn hlut og ég fengi
að ráða því hvort þú fáir að fara með
málið fyrir dóm eða ekki. Þetta er
auðvitað ekki boðlegt. Þetta er ekki
hægt.“
Börn send út í óvissuna
Helga Vala ætlar alla leið til dóm-
stóla með málið. „Ég veit ekki til þess
að það hafi áður reynt á þetta ákvæði
varðandi vegabréfsáritunina. Hvar er
réttur einstaklings til að vera á land-
inu á meðan að málið er rekið fyrir
dómstólum? Er þetta jafnræði aðila
fyrir dómi, að vera staddur einhvers
staðar úti í heimi og geta ekki fylgt
málinu eftir? Fyrir utan þær að-
stæður sem er verið að bjóða börn-
unum upp á, að vera á götunni í
Frakklandi,“ segir hún og telur að
verið sé að brjóta þar lög. „Það er í
sjálfu sér brot af því að við megum
ekki senda börn frá landinu út í
óvissu. Við megum það ekki. Það er í
lögum. Þá spyr ég, eru þetta við-
unandi aðstæður sem við setjum
þessi börn í – þrjá litla krakka?“ seg-
ir hún og er mikið niðri fyrir.
Ekkert til saka unnið
Hún telur kerfið meingallað varðandi
hver fær hér dvalarleyfi og hver
ekki. „Þetta fólk er fullfrískt og tilbú-
ið að vinna og láta hendur standa
fram úr ermum. Af hverju viljum við
bara fylla landið af einhverjum far-
andverkamönnum sem borga enga
skatta og skyldur á Íslandi? Af
hverju viljum við ekki frekar fólk
sem vill borga til þjóðfélagsins? Okk-
ur vantar fólk. Leyfum þessu fólki að
vera hérna. Þetta fólk hefur ekkert
til saka unnið. Það sótti sannarlega
um vegabréfsáritun til Íslands.“
Ábyrgð í alþjóðasamfélagi
Ég spyr um dómsmálið og mögu-
leika fólksins á að vinna það. „Mér
finnst þetta vera grundvallarmál.
Þarna reynir mjög á þessar reglur
í Dyflinnarreglugerðinni. Við get-
um ekki falið okkur á bak við það
að við erum hvergi með sendiráð.
Við verðum að bera ábyrgð í al-
þjóðasamfélaginu. Það er verið að
breyta lögunum en það liggur
frumvarp fyrir Alþingi. En þetta er
auðvitað túlkun á lögunum – túlkun
stjórnvalda, Útlendingastofnunar.
Það er í Dyflinnarreglugerðinni
gert ráð fyrir að við berum ábyrgð
á þeim umsóknum þar sem fólk
hefur sótt um vegabréfsáritun til
Íslands,“ segir Helga Vala sem
vinnur að málinu án þess að þiggja
laun fyrir.
Almenningur á að hafa hátt
Þegar spurt er um hvenær megi
vænta dómsúrskurðar svarar Helga
Vala: „Eftir tólf mánuði.“ Það er
langur tími fyrir þrjú lítil börn og
foreldra þeirra sem búa nú við mikla
óvissu. „Það er svo mikið álag á kerf-
inu – á dómstólum,“ segir hún. Þau
eru semsagt að fara að dvelja í
Frakklandi næstu tólf mánuði? spyr
ég. „Já, nema að eitthvað annað ger-
ist,“ segir hún.
Margir hafa haft samband við
Helgu Völu sem og aðra sem til
fjölskyldunnar þekkja og vilja
bjóða fram aðstoð. Er eitthvað sem
almenningur getur gert til að
hjálpa þeim? spyr blaðamaður.
„Já, bara hafa hátt. Mótmæla þess-
ari framkvæmd. Það sjá allir hvað
þetta er brútalt. Af hverju sendum
við börn á götuna í Frakklandi? Af
hverju?“
Kveðjustundir voru haldnar
í fyrsta og fjórða bekk í Ak-
urskóla á mánudag til að
kveðja tvíburana Samir og
Kemal og systur þeirra
Milinu. Skólastjórinn, Sig-
urbjörg Róbertsdóttir, segir
að börnin hafi verið búin að
aðlagast vel íslenska skólalíf-
inu og félagslífinu. „Þau
tóku þátt í atriði á árshátíð þar sem nem-
endur með annað móðurmál settu upp og
það var mjög flott hjá þeim. Annar tvíburinn
söng einsöng,“ segir hún. Sigurbjörg segir
krakkana hafa verið farin að skilja tölvuvert í
íslensku og áttu vini í skólanum. Það var því
erfitt að kveðja þau um daginn. „Ég held að
strákarnir hafi ekki alveg gert sér grein fyrir
að þeir væru að fara af landinu, þeir héldu að
þeir væru að fara í frí til Parísar. En ég veit að
þetta var erfið stund. Þau voru farin að
tengjast það mikið og þurfa svo að fara til
baka. Það er alltaf erfitt. Sérstaklega fyrir
börnin, maður finnur til með þeim.“
Börnin leið að kveðja
Sigurbjörg telur að Milina hafi gert sér betur
grein fyrir ástandinu. „Já, ég held hún hafi
gert sér grein fyrir því. Hún áttaði sig betur á
hvað var að gerast heldur en litlu strákarnir.
Það var kveðjustund í bekkjunum. Ég held að
krakkarnir hafi áttað sig á því að þetta var
öðruvísi en að þau væru bara að flytja til ann-
ars lands því það var sorg í hjarta barnanna.
Þau voru leið yfir þessu. Þau fylgjast auðvitað
með umræðunni og foreldrar barnanna eru
að deila þessu þannig að þau vita um hvað
þetta snýst. Þetta voru erfiðar stundir í skól-
anum,“ segir Sigurbjörg sem vonar að þau
fái að snúa til baka í skólann sinn.
Sorg í hjarta barnanna
Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal
Sigurbjörg
Róbertsdóttir
Krakkarnir tóku þátt í at-
riði á árshátíð skólans.
Annar tvíburinn er í hvítri
skyrtu fremst á mynd.
N
ýbýlavegur8.-200
Kópavogur-S:527
1717
-
dom
usnova@
dom
usnova.is
-w
w
w
.dom
usnova.is
Frítt verðmat
Viltu vita hvað þú færð fyrir
fasteignina þína ?
Fasteignasala venjulega fólksins...
Fagljósmyndun
Traust og góð þjónusta alla leið