Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Page 30
Það lá eftirvænting í loftinu á Bazaar þegar gestirnir settust til borðs áþessum glænýja veitingastað að smakka á gæðaréttunum hans Eyþórsyfirkokks. Það þótti gott tilefni að prufukeyra eldhúsið og borðsalinn á
afmælisdegi Margrétar, eiganda Oddsson. Gestirnir, sem voru á aldrinum 11 til
73, urðu ekki fyrir vonbrigðum. „Þetta var besti fiskur sem ég hef smakkað og
er ég ekki mikið fyrir fisk,“ segir Sindri Sigurðarson, yngsti gestur afmælisins.
Ítalskt í bland við Miðjarðarhafsmat
Boðið var upp á fjórréttaðan matseðil og var mikil ánægja meðal veislugesta.
Eyþór og félagar göldruðu fram ljúffenga rétti í anda hússins. „Við leggjum
áherslu á ítalskan mat í bland við Miðjarðarhafsmat. Þetta verður svona bistró-
fílingur, bæði kaffihús, bistró og
svo fínna á kvöldin,“ segir Eyþór.
„Við verðum með steinbakaðar
pítsur, ferskt pasta, fisk, steikur,
samlokur og salöt,“ segir hann, en
allur matur er eldaður frá grunni.
Lesendur fá að spreyta sig á nokkr-
um réttum sem verða á matseðli
Bazaars.
Eftirvænting fyrir opnun
Margrét var hæstánægð með af-
mælisveisluna. „Þetta heppnaðist gríðarlega vel og allir eru hæstánægðir þótt
það sé formlega ekki búið að opna og ekki allt tilbúið. Við höfum unnið að þessu
verkefni í rúmlega ár og það var virkilega gaman að geta gefið vinum og vinnu-
félögum smjörþefinn af því sem koma skal. Viðbrögð afmælisgesta lofa góðu
fyrir framhaldið,“ segir Margrét, en Oddsson og Bazaar verða opnuð í næstu
viku. „Við höfum heyrt að mikil eftirvænting sé fyrir opnuninni og gleður það
okkur að sjálfsögðu og erum við full eftirvæntingar að taka á móti gestum, er-
lendum jafnt sem innlendum. Við sjáum fyrir okkur góða stemningu á Oddsson
enda talsverð fjölbreytni í boði fyrir gesti, eins og jóga, karókíherbergi, kaffi-
hús, setustofa, bar og veitingastaður þar sem allir geta fengið eitthvað við sitt
hæfi. Ég býð ykkur bara öll hjartanlega velkomin til okkar á Oddsson,“ segir
Margrét með bros á vör.
Blásið var til afmælisveislu á Bazaar, nýjum veit-
ingastað sem opnaður verður innan skamms í
Oddsson hosteli í JL húsi. Afmælisbarnið, Mar-
grét Ásgeirsdóttir, annar eigenda Oddsson, bauð
vinum og vinnufélögum að prófa matseðilinn hjá
kokkinum Eyþóri Rúnarssyni.
Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Bazaar býður
til veislu
Eyþór Rúnarsson, yfir-
kokkurinn á Bazaar, útbýr
diskana fyrir veislugestina.
Fjölmennt var í veislunni sem samanstóð
af vinum og vinnufélögum afmælisbarnsins.
Mikil stemmning var við mat-
arborðið í afmælisveislunni.
Eigendur Oddsson, Arnar Gunn-
laugsson og Margrét Ásgeirsdóttir,
sjást hér með hótelstjórann Krist-
ínu Ólafsdóttur á milli sín.
’ Við sjáum fyrir okkurgóða stemningu á Odds-son enda talsverð fjölbreytnií boði fyrir gesti, eins og
jóga, karókíherbergi, kaffi-
hús, setustofa, bar og veit-
ingastaður þar sem allir geta
fengið eitthvað við sitt hæfi.
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016
MATUR
Uppskrift fyrir 8
SAFFRAN ARANCINI
45 g skalotlaukur (fínt skorinn)
½ hvítlauksrif
150 g risottógrjón
100 ml hvítvín
350 ml humarsoð (eða kjúk-
ingasoð)
50 g parmesanostur
25 stk. saffranþræðir
appelsínusafi úr 1 appelsínu
sjávarsalt
olía til steikingar
2 egg
100 g hveiti
100 g brauðraspur
Hitið pott með olíu í og steikið
laukinn og hvítlaukinn við vægan
hita þar til hann fer að mýkjast.
Bætið risottógrjónunum og saffr-
aninu út í og steikið með lauknum
í ca 2 mín. Setjið hvítvínið út í
pottinn og sjóðið í ca 5 mínútur