Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 38
Tengsl eru á milli námsárangursog svefns að sögn ErluBjörnsdóttur sálfræðings. „Fjöldamargar rannsóknir erlendis hafa sýnt að unglingar sem eru van- svefta eiga erfitt með einbeitingu, upplifa minn- istruflanir, eyða minni tíma í heimanám og fá lægri einkunnir samanborið við unglinga sem sofa nóg,“segir Erla sem líka er doktor í líf- og læknavísindum. Hún vinnur við rannsóknir á Landspítalanum og er starfandi sálfræðingur hjá Sál- fræðiráðgjöfinni. Einnig starfrækir hún vefsíðuna betrisvefn.is. „Sífellt algengara er að ungt fólk leiti sér hjálpar vegna svefnvandamála, Við erum að fá til okkar unglinga og ungt fólk sem er jafnvel að flosna upp úr skóla vegna vandamála tengdum óreglulegum svefni. Það er algengt að sólarhringnum sé snúið við og svo skapist vítahringur sem erfitt er að losa sig úr,“ segir hún. Erla segist hlynnt því að unglingar og mennta- skólanemar fái að byrja daginn seinna að morgninum. Heilinn fram- leiði svefnhormónin ekki á sama tíma og hjá fullorðnum einstaklingum og því eru unglingar oft ekki tilbúnir í rúmið á sama tíma og þeir, segir Erla. Áreiti frá tækjum oft orsökin „En vandamálin liggja líka í ofnotkun á tækjum eins og snjallsímum, tölv- um, tölvuleikjum og sjónvarpi sem leiðir gjarnan til svefnvandamála hjá ungu fólki. Of seint er farið að sofa á kvöldin og því erfitt að vakna á morgnanna. Einnig hafa ljósáreitin frá tækjunum truflandi áhrif á svefn- hormónið melatonin sem heilinn framleiðir þegar dimma tekur á kvöldin. Þess vegna eru ljósáreiti ekki góð fyrir svefntíma,“ segir Erla. Skammdegið hefur líka áhrif og hef- ur Erla þá skoðun að við séum að nota rangan tíma hér á Íslandi miðað við líkamsklukkuna og segist hún vera talsmaður þess að klukkan verði færð yfir veturinn þannig að við fáum meiri birtu á morgnana. Svefn ein af grunn- stoðunum Við gætum ekki lifað án þess að sofa. Ef svefn er ekki nægur hefur það áhrif á andlega líðan, samskipti, mat- aræði og það hvernig líkamleg hreyf- ing er stunduð, að sögn Erlu. Vísar hún í nýja rannsókn sem Erlingur Jó- hannsson prófessor vann, þar sem kemur fram að börn í tíunda bekk grunnskóla sofa að meðaltali 6 klukkutíma á sólarhring sem er alls ekki nóg og eru 4 kílóum þyngri nú en fyrir 12 árum. „Ungt fólk og full- orðnir þurfa að sofa að meðaltali 7 og 1/2 klukkutíma. Það er heldur ekki gott að sofa of mikið. Óregla á svefni og að snúa sólarhringnum við um helgar er ávísun á svefnvandamál," segir Erla. Góðar svefnvenjur Ráðleggingar hennar til fólks varð- andi góðar svefnvenjur eru fyrst og fremst að hafa reglu á svefntímanum. Fara að sofa á svipuðum tíma á kvöldin og vakna á svipuðum tíma á morgnana. Mikilvægt sé að slökkva á öllum áreitum klukkutíma fyrir svefn og fara yfir skipulag og verk morg- undagsins áður en lagst er til hvílu. Slökkva öll ljós í herberginu og mælir hún með lestri bóka fyrir svefn sem hefur yfirleitt góð áhrif á fólk áður en það sofnar. Auðvelt að meðhöndla svefnvandamál Erla segir að tiltölulega einfalt sé að hjálpa fólki með svefnvandamál. Hugræn atferlismeðferð hafi reynst vel og 90% einstaklinga nái að bæta svefn sinn verulega eftir meðferð. Því fyrr sem fólk leiti sér aðstoðar því betra. Svefnleysi skerði lífsgæði okk- ar og hafi slæm áhrif á ónæmiskerfið. Ljósáreiti frá tækjum hafa truflandi áhrif á svefn- hormónið melatónin sem heilinn framleiðir þegar dimmir á kvöldin. Getty Images/iStockphoto Svefnleysi hefur víð- tæk áhrif á heilsuna Margir unglingar eru vansvefta. Hverjar eru ástæðurnar og hvað er hægt að gera til að bæta svefn og svefnvenjur? Bergþóra Jónsdóttir beggaj@gmail.com Erla Björnsdóttir 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 FJÖLSKYLDAN Fjölbreytt dagskrá er um land allt 1.maí.Víða er sérstök dagskrá, m.a. bíósýn- ingar, fyrir börn. Nánar á www.asi.is. Bíó fyrir börnin Askalind4,Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is w w w .h el iu m .is Sláuvél með dri B&S 450E mótor Hækkun í einu handfangi 55 lítra graskassi Frábær heimilisvél Lúxus sláuvél með dri B&S 625E mótor, auðveld gangsetning Tvískiptur sláuhnífur, slær 2svar 70 lítra kassi, "notendavænn" Frábær vél í estan slá Sga Collector 46 SB Sga TwinClip 50 SB Sjálfskiptur lúxus sláutraktór Kawazaki FS600V mótor, þrýssmurður Notendavænt sæ og stýri 320 lítra graskassi Frábær traktór í stærri svæði Sga Estate 7102 H Léttu þér lífið með Stiga sláttuvél
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.