Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 49
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 sívaxandi vonbrigðum og þegar hann snýr aftur, orðin sextugur, er myndin sem hann dregur upp af ástandinu í Afríku orðin enn svartari. Í Dark Star Safari segir vissulega af góðu og vinsamlegu fólki en líka af hræðilegum og sið- spilltum einræðisherrum sem arð- ræna þjóðirnar og myndin sem dregin er upp af vestrænum hjálparsam- tökum er ekki falleg – Afr- íkumenn væri mun betur komnir án þeirra, segir Theroux sem er mikið niðri fyrir og lýkur ferðini vonlítill um að ástandið kunni að batna. Í kolsvartri eymd Angóla Það kom því á óvart að sjá að ferðahöfundurinn hafi ákveðið að leggjast aftur í flakk um Afríku, kominn á virðulegan aldur ellilíf- eyrisþega. Í The Last Train to Zona Verde leggur hann upp frá Höfðaborg, þar sem fyrri Afríku- bókinni lauk áratug fyrr, segir af fólki þar og breytingum sem hafa átt sér stað, ýmist til hins verra eða betra, áður en hann leggur upp í ferð norður eftir vestur- strönd álfunnar. Leiðin liggur til hinnar strjálbýlu Namibíu, með verulegum þýskum áhrifum, og ferðin verður sífellt vonlausari eft- ir því sem norðar dregur. Namibía er þó hátíð miðað við Angóla, hið fyrrverandi stríðshrjáða en þó auðuga olíuríki sem hefur í áratugi verið lokað fjölmiðlamönnum og í raun öðrum ferðalöngum en þeim sem starfa í ol- íuiðnaðinum. En Theroux kemst inn, und- ir því yfirskyni að hann heldur fyrirlestra í skólum, og hann nær því að fræða okkur um fólkið og ástandið í þessu landi sem hagnast gríðarlega á auðlindum sínum en nær ekkert af því fé virðist ná til alþýðunnar sem er upp til hópa ómenntuð og atvinnulaus og ástandið svart. Og þar lýkur ferð- inni; hryðjuverkamenn og allra- handa níðingar halda til í lönd- unum norðan Angóla, þangað liggja heldur engir vegir eða lest- arteinar, Theroux kemst ekki lengra og gefst upp – en við les- endur erum miklum mun fróðari um ástand mála á suðvesturhorni Afríku en áður en við lögðum af stað heima í sófa í heillandi en erf- itt ferðalagið með honum. Nóbelshöfundur, hundur og húsbíll John Steinbeck: Travels With Charley – In Search of America Rúmum tveimur áratugum eftir að hafa sent frá sér meistaraverkin Þrúgur reiðinnar og Mýs og menn – og tveimur árum áður en hann hlaut Nóbelsverðlaunin, lagði bandaríski rithöfundurinn John Steinbeck (1902-1968) árið 1960 upp í ferðalag þvert yfir Banda- ríkin. Hann ók hús- bíl sem hann nefndi Rósinante, eftir hrossi Dons Kíkóta, og ferðafélaginn var púðlu- hundurinn Charlie. Steinbeck hugð- ist enduruppgötva Bandaríkin og kynnast íbúum landins upp á nýtt. Þetta er hlý, persónuleg og heillandi frásögn eins af merkustu höfundum liðinnar aldar, þar sem hann tekst á við líf sitt, ellina sem sækir á og sam- félagið sem hann er hluti af. Ljóðrænt meistaraverk Hannes Pétursson: Eyjarnar átján – Dagbók úr Færeyjaferð 1965. Þessi bók skáldsins Hannesar Péturssonar er klassík – hefur lengi verið af mínum eftirlætisbókum. Og síðan ég las hana, sem var áður en ég kom í fyrsta skipti til Færeyja, hafa eyjarnar verið annað af mínum eftirlætis löndum (ef hægt er að tala um þær sem eitt land – hitt er Ind- land). Bókin er skrifuð af svo fínni tilfinningu, tilfinningu sem er studd af mikilli næmi af vinjettum teikn- arans Svens Havsteen-Mikkelsen, að lesandinn getur ekki annað en hrifist með – og langað beint til Fær- eyja. Sögu eyjanna og upplifunum sögumanns er fléttað saman á ein- staklega ljóðrænan og fallegan hátt – þetta er einfaldlega meistaraverk. Frægasta Ástralíusagan Bruce Chatwin: The Songlines Áður en ég hélt á sínum tíma til Ástralíu las ég þessa rómuðu bók Bruce Chatwin (1940-1989), um stöðu frumbyggja landsins í samtím- anum og um sönglínurnar sem þeir lærðu og þuldu til að geta ratað um þetta firnastóra land. Chatwin og Theroux er eignað að hafa á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar end- urvakið áhuga les- enda á ferðafrásögnum og Chatwin er frábær stílisti og heillandi sögu- maður – þótt í ljós hafi komið síðar, eftir að hann var látinn úr dul- arfullum sjúkdómi sem reynist vera eyðni – að hann hafi iðulega skáldað þær upplifanir sem hann fullyrti að væru sannar. En skiptir það máli þegar listaverkið er vandað? Flestir Ástralir virðast hafa skoðun á The Songlines, og eru ekki allir sáttir við þá mynd sem dregin er upp, en þetta er einstök og heillandi bók. Greinar um fólk, staði og ferðir Bruce Chatwin: What Am I Doing Here Þetta greinasafn er síðasta bókin sem Chatwin sendi frá sér. Og hún er í uppáhaldi hjá þessum skrifara. Hér eru allrahanda greinar, mannlýs- ingar og ferðafrá- sagnir; hér er fjallað um myndlist (Chatwin starfaði um skeið sem sérfræðingur við upp- boðshús), úlfadreng í Indlandi, kvik- myndagerð með Werner Herzog, fylgst er með Indiru Ghandi í stjórn- málavafstri, siglt eftir Volgu í Rúss- landi og gengið í Nepal. Víða er komið við og alltaf auðnast Chatwin að koma á óvart með djúpu innsæi sínu, mannlýsingum og stílfimi. Vestur-Íslendingur í Kína Bill Holm: Coming Home Crazy – An Alphabet of China Essays Við Íslendingar misstum einn okkar mætustu og skarpskyggnustu sona þegar Vestur-Íslenski rithöf- undurin Bill Holm (1943-2009) var bráðkvaddur á bandarískum flug- velli; hann sem hafði ákveðið að eyða ellinni í Brim- nesi, húsinu sínu á Hofsósi. Bill skrifaði frábæra bók um það, Ísland og okkur Íslendinga, Windows of Brimnes: An American in Iceland (2007) og ekki er síður heilandi hið hjartnæma greinasafn hans The Heart Can Be Filled Anywhere on Earth (1996), um ís- lenska ættingja og vini í Minneota, Minnesota. En hér er líka óhætt að mæla með þessum frásögnum frá þeim misserum er mannvinurinn Bill réði sig sem enskukennara í Kína; þær eru hlýlegar, upplýsandi og umfram allt bráðskemmtilegar. Um heimshöfin með allskyns lýð Gavin Young: Slow Boats to China Sögur af siglingum eru ekki á áhugasviði þessa lesara en löng frá- sögn Young (1928-2001) af ekki síður langri siglingu með kaupskipi frá Miðjarðarhafinu yfir á Indlandshaf og um svæði sjó- ræningja inn á Kyrrahaf og alla leið til Kína, ríghélt þó athyglinni – enda bókin verð- skuldað í fallega útgefinni röð úr- valsverka Picador-útgáfunnar um samtímaklassík í ferðabókmenntum. Ferðin tók meira en sjö mánuði og Young sigldi með 23 fleytum – og ferðafélagarnir og þeir sem hann hitti á leiðinni og segir frá, mynda æði furðulegt og óvenjulegt per- sónugallerí. Indjáni á hliðarvegum William Least Heat-Moon: Blue Highways – A Journey into America Í einni af eftirlætis ferðafrásögn- um þess sem hér skrifar, segir Heat- Moon (f. 1939), sem er eins og sjá má af ættum frumbyggja Bandaríkjanna, af ferðalagi sínu um hliðarvegi þvert yf- ir þetta víð- áttumikla land. Hluti af samkennd- inni kann að vera að báðir erum við ljósmyndarar að upplagi en skrifum líka bækur og hann kann listavel að segja frá, á hógværan og yfirlæt- islausan hátt, af fólki, stöðum og öðr- um fyrirbærum sem hann rekst á á flakki sínu. Heat-Moon lagði upp í húsbíl, með myndavél og tvær bæk- ur, Leaves of Grass eftir Walt Whit- man og Black Elk Speaks eftir John Neihardt; ekki slæmir ferðafélagar það og útkoman, byggð á ítarlegri heimildarvinnu um viðkomustaðina, eftir því. Ævintýraflakk ungs manns Willian Dalrymple: In Xanadu - A Quest Skoski rithöfunduinn Dalrymple (f. 1965) var einungis 22 ára gamall þegar þessi magnaða og furðu þroskaða ferðasaga kom út árið 1990. Leiðin liggur frá Landinu helga, æði erfiðan landveg yfir Íran, Pakistan og Ind- land, og þá þvert yfir Kína norð- anvert að höll Kubla Khan. Og ferðinni er furðu vel lýst, með vís- unum í skrif fyrri ferðahöfunda, og undirbyggð af mik- illi næmni og skilningi á menningu hvers þess svæðis sem leiðin liggur um. Þesi bók markaði upphaf merki- legs höfundaferils en meðal annarra bóka höfundarins má nefna City of Djinns: A Year in Delhi og From the Holy Mountain: A Journey in the Shadow of Byzantium. En þetta er spennadi bók að byrja á; hinar hljóta að koma á eftir … Myrkur nútímans í Afríku Paul Theroux: Dark Star Safari – Overland from Cairo to Cape Town Eftir háskólanám starfaði Thero- ux um nokkurra ára skeið sem kenn- ari í Afríku, upptendraður af hug- sjónum, en veruleikinn í þessari víðáttumiklu álfu reyndist ekki alltaf fagur. Árið 2002 sendi þessi reynd- asti ferðahöfundur samtímans, orð- inn fullorðinn, síðan frá sér þessa umtöluðu bók, hvar lýst er ferða- lagi með allra- handa far- artækjum frá Egyptalandi suður alla Afríku – og það er ekki alltaf björt og upplífgandi mynd sem dreg- in er upp. Samanber þegar höfundur segir næsta víst að ef bíll stöðvar ekki fyrir puttaferðalöngum þá sé afar líklegt að í honum séu vestrænir hjálparstarfsmenn – útreiðin sem slíkir fá er hroðaleg. En það er líka vonsvikinn Theroux sem lýsir þesari heimsálfu sem hann dáir; sam- anburðurinn á því Zimbabwe sem hann kynntist ungur sem brauð- körfu Afríku og nútímanum undir Robert Mugabe er hrollvekjandi. En þetta er bók sem rígheldur – býður upp á sófaferðalag af allra bestu gerð. NOKKRAR KLASSÍSKAR FERÐAFRÁSAGNIR Erfitt flakk og allskyns undur ’… með öllum þessummótsagnakenndu upp-lýsingum er meiri ástæðanú en nokkru sinni fyrr til að ferðast: að fara nær, kafa dýpra, að skilja hið sanna frá blekkingunum. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA MOGGAKLÚBBURINN Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík Sími 595-1000, netfang: sala@heimsferdir.is Opnunartími skrifstofu: mán.-fös. 09.00-17.00 EINKAFERÐ MOGGAKLÚBBSINS MEÐ HEIMSFERÐUMTIL AGADIR UPPLIFÐU STÆRSTI SÓLARSTRANDARSTAÐUR Í MAROKKÓAGADIR Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábært tilboð til Agadir 7. maí í 12 nætur. Fjölbreytt gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. Frá kr. 89.900 m/hálfu fæði Allt að 43.000 kr. áskrifendaafsláttur á mann! Allir sem bóka Agad ir eiga mögu leika á að vinna fría ferð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.