Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 56
SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2016 Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur Glæsileg lína frá naver collection í Danmörku Þar sem hefðir og handverk fara saman Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Við erum stolt af hverju smáatriði Brotist var inn í útibú Lands- banka Íslands á Hellissandi á Snæfellsnesi í apríl 1981. „Þeir er þar voru að verki höfðu þó ekkert upp úr krafsinu og kom- ust ekki i neinar fjárhirslur, en annar þeirra tapaði á hinn bóg- inn öðrum skó sínum, er hann flýtti sér á brott við hávært undirspil þjófabjöllu i húsinu er ekki gast að mannaferðum á þessum tima sólarhrings, en at- burðurinn átti sér stað laust fyr- ir klukkan fimm að morgni sunnudagsins,“ sagði í Morgun- blaðinu. Yfirlögregluþjónn í Stykkis- hólmi sagði að innbrotið væri varla unnt að nefna bankarán. Dansleik var nýlega lokið í fé- lagsheimilinu á Hellissandi, og voru lögregluþjónar frá Ólafsvík enn í þorpinu. „Þá gerðist það að fólk heyrði til þjófabjallna í Landsbankahúsinu, og var lög- reglumönnum þegar gert við- vart. Er þeir komu á staðinn, var þar hins vegar engan mann að sjá, en greinilegt var að maður eða menn höfðu skriðið inn um glugga einn er þvingaður hafði verið upp. Skó komumanns fundu þeir á gólfinu við gluggann. Skömmu síðar óku lögreglumenn svo fram á tvo menn á gangi á þjóðveginum til Ólafsvíkur, var annar þeirra skó- laus á öðrum fæti...“ Reyndist þar vera á ferð „hinn óvenjulegi viðskiptavinur bankans“. Að sögn lögreglu var viðkom- andi miður sín „enda innbrotið framið í augnabliksvitleysu, í og með undir leiðsögn Bakkusar konungs“. Var þeim skólausa sleppt eftir yfirheyrslu. GAMLA FRÉTTIN Tapaði skó á flótta við undirspil þjófabjöllu Landsbankans ÞRÍFARAR VIKUNNAR Á þessu ári eru fimmtíu ár síðan Rík- isútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allsstaðar að af landinu. Af því tilefni ætlar RÚV að ráðast í gerð sjónvarpsþáttanna Í 50 ár. Þættirnir verða níu talsins og verða sendir út í sumar frá níu vel völdum stöðum af landinu þar sem rifjaðar verða upp sögur og svip- myndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn verða Gísli Einarsson og Guðrún Gunn- arsdóttir en dagskrárgerð verður í höndum Karls Sigtryggssonar. Á síðustu fimmtíu árum hefur sjón- varpið átt sinn þátt í að móta ímynd heilu byggðarlaganna. Sjónvarpið hefur meðal annars farið með áhorf- endur á staði sem margir hefðuann- ars ekki fengið að kynnast og sýnt þeim eitt og annað sem þeir hefðu að öðrum kosti farið á mis við. „Við ætlum að gera út frá níu þétt- býlisstöðum en leggjum net um land- ið allt, og miðin,“ segir Gísli. Guðrún og Gísli óska eftir aðstoð frá þjóðinni til að gera þættina sem skemmtilegasta. „Við viljum gjarnan fá sjónvarpsáhorfendur í lið með okk- ur við að rifja upp og velja sögur til að segja og eftirminnilegar svipmyndir til að sýna. Flestir muna eftir ein- hverju skemmtilegu, úr sjónvarpinu, frá sínum heimabæ, heimahéraði eða landshluta. Margir muna eftir því þegar einhver þeim nákominn kom fram í sjónvarpi fyrir árum eða ára- tugum og fór gjörsamlega á kostum! Eða kannski ekki alveg. Fólk man eftir einhverju sem það vill endilega sjá eða efni sem það vill alls ekki sjá oftar.“ Söfnun hugmynda fer fram á Face- book-síðu RÚV þar sem hægt verður að setja inn ábendingarnar um gam- alt og gott sjónvarpsefni frá hverjum stað fyrir sig. Fyrstu staðirnir, sem kallað verður eftir ábendingum um, verða Höfn í Hornafirði (Suðausturland) og Vest- mannaeyjar. Þátturinn verður á dag- skrá á sunnudögum og er fyrsti þátt- urinn á dagskrá 26. júní. HÉR OG ÞAR Í 50 ÁR Lumar þú á gullkorni? Guðrún Gunnarsdóttir verður á ferðinni um landið í sumar. Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir stjórna sjónvarpsþættinum Í 50 ár á RÚV í sumar. Áhorfendur eru hvattir til að taka þátt í að grafa upp skemmtilegar sögur og eftirminnilegar svipmyndir af landsbyggðinni. Gísli Einarsson er vanur að segja skemmtilegar sögur af landsbyggðinni. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum. Ben Kingsley, heimsþekktur breskur leikari. Roger East, kunnur breskur knattspyrnudómari.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.