Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 10

Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 10
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Árið 2014 var kannabisfíkn ástæða um 37% innlagna á Sjúkrahúsið Vog sem rekið er af SÁÁ, en þá leituðu þangað 589 einstaklingar vegna þessarar fíknar. Um þriðjungur þeirra voru 30 ára og eldri. Sam- kvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar WHO er kannabisneysla Íslendinga meðal þess mesta sem þekkist. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að taka eigi slíkum alþjóðasam- anburði með fyrirvara. Í skýrslu WHO segir að kannabis sé það ólöglega fíkniefni sem flestir jarðarbúar noti. Áætlað er að um 182 milljónir manna neyti efnisins og að rúmlega 13 milljónir séu háðar því. Þeir sem nota efnið í læknisfræði- legum tilgangi eru þarna ekki taldir með. Í skýrslunni segir enn fremur að þeim sem þurfi meðhöndlun ým- issa heilsufarsvandamála sem rekja megi beint til kannabisnotkunar hafi fjölgað verulega, einkum í þeim löndum þar sem tekjur eru háar eða meðalháar. Þá hafi þeim sem leiti sér meðferðar við kannabisfíkn fjölgað mikið undanfarna tvo áratugi. Ein skýringin sem til er tekin er að styrkur tetrahýdrókannabinóls, THC, sem er eitt af virku efnunum í kannabis, svokallaður kannabínóíði sem veldur vímueinkennunum, hafi aukist verulega undanfarið ár. Árið 1980 var styrkur THC í bandarísk- um kannabisefnum að meðaltali und- ir 2%, nú er hann allt að 20%. Dökkbláa Ísland Arnar Jan Jónsson læknir er einn af forsvarsmönnum Fræðslufélags fagfólks um kannabisneyslu. Hann segir engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um styrkleika þeirra kannabisefna sem séu í um- ferð hverju sinni en fjölmargar er- lendar rannsóknir sýni það sama og skýrsla WHO. „Við höfum engin gögn um það en það er líklegt að sama þróun hafi orðið hér á landi,“ segir hann. Arnar segir að erfitt sé að stað- hæfa um fjölda kannabisneytenda hér á landi. „Einu opinberu gögnin sem við erum með eru tölur um þá sem leita sér aðstoðar, ýmist í með- ferð eða t.d. á bráðmóttöku geð- deildar. Þess vegna er erfitt að full- yrða um hversu margir nota kanna- bisefni og hvort Íslendingar gera meira af því en aðrar þjóðir.“ Í skýrslu WHO er birt kort sem sýnir tíðni kannabisneyslu íbúa á aldrinum 15-64 ára í einstökum lönd- um. Löndin fá mismunandi liti eftir því hvað neyslan er hlutfallslega mikil. Þau lönd þar sem hún er mest eru lituð dökkblá, sem þýðir að þar neyti meira en 8% landsmanna kannabisefna. Ísland er eitt af dökk- bláu löndunum, það eina af Norður- landaríkjunum sem hefur þann lit og reyndar eitt þriggja Vestur-Evrópu- landa í þessum hópi; hin tvö eru Tékkland og Spánn. Erum vel á pari við aðrar þjóðir „Gallinn við svona tölur er að þær eru ekki mjög nákvæmar,“ segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. „Þær byggja á spurninga- listum sem safnað er saman víða að og það er misjafnt hvernig þessum spurningum er svarað. Svo er svar- hlutfallið oft ekki nógu hátt.“ Þrátt fyrir þetta segir Þórarinn að þessar tölur WHO gefi ákveðnar vísbend- ingar um kannabisneysluna. „Það má vel hafa þær til hliðsjónar. Þetta segir okkur þó það að við erum vel á pari við aðrar þjóðir í kannabis- neyslu.“ Mikill og flókinn vandi Þegar tölur SÁÁ eru skoðaðar, en þær nýjustu er frá árinu 2014, sést að þeim sem þangað leita í meðferð við kannabisfíkn hefur fjölgað um- talsvert á rúmum tveimur áratugum. Árið 1991 voru þeir um 250 og árið 2014 voru þeir 600. Þegar hlutfall kannabisfíkla af sjúklingum á Vogi er skoðað sést sömuleiðis mikil aukning; árið 1991 voru þeir 16% sjúklinga og 2014 voru þeir 37%. Árið 2014 var kannabisfíkn ástæða meðferðar hjá 33% af þeim körlum sem leituðu sér meðferðar á Vogi í fyrsta sinn. Allir sem leita áfengis- eða fíkni- efnameðferðar á Vogi eða öðrum meðferðarstöðum SÁÁ fara í grein- ingu sem að sögn Þórarins byggir á alþjóðlega greiningartækinu DSM-5. Það byggir á 11 greining- arskilyrðum og er vanda fólks skipt í 1., 2. eða 3. stig. Um 95% þeirra sem eru með kannabisfíkn mælast með sex eða fleiri af þessum 11 einkenn- um og eru því á 3. stigi, sem er skil- greint sem vímuefnavandi á hástigi. „Þetta getur verið gríðarlega mikill og flókinn vandi,“ segir Þórarinn. Fjöldi þeirra sem greindist með kannabisfíkn á Vogi 2014 Eftir aldri og kyni >20 ára 20-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50 ára og eldri 250 200 150 100 50 0 Hlutfall kannabisfíknar á Vogi 1991-2014 19 9219 91 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Meðal mestu kannabisþjóða?  Kannabisneysla óvíða meiri en á Íslandi samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar  Erfitt að fullyrða um fjölda neytenda  37% sjúklinga á Vogi koma þangað vegna kannabisneyslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Kannabisræktun Kannabisfíkn hefur farið vaxandi, bæði hér og annars staðar. WHO telur eina ástæðuna fyrir því vera að efnin séu orðin sterkari. Arnar Jan Jónsson Þórarinn Tyrfingsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar. Arnar hefur m.a. starfað á fíkni- geðdeild Landspítalans og segir að margir sem þangað leiti eigi sér sögu um kannabisnotkun. Margir þeirra líti þó ekki á efnið sem fíkniefni, heldur sem tiltölulega hættulaust efni. Á dögunum opnaði Fræðslufélag fagfólks um kannabisneyslu, þar sem Arnar er einn forsvarsmanna, vefsíðuna kannabis.is. en henni er ætlað að skýra frá ýmsum rann- sóknum sem gerðar hafa verið á neyslu efnisins „á mannamáli“. „Efnið á síðunni er byggt á vís- indarannsóknum, ekki sögum sem Kalli vinur frænda þíns sagði þér um hvað kannabis væri skaðlaust, eða eitthvað álíka,“ segir Arnar. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fara í framhaldsskóla og ræða um áhrif kannabisefna við ungmenni og segir að gjarnan skapist áhugaverðar og skemmti- legar umræður. „Flestir krakkanna eru mjög vel meðvitaðir um að þetta getur ver- ið skaðlegt en í þessu, eins og í öllu öðru, eru háværar raddir hjá minnihlutahópum,“ segir Arnar, sem segist yfirleitt fá eftirfarandi spurningar: Af hverju er þetta ekki löglegt? Hver er munurinn á kannabis og áfengi? „Hvort tveggja er vímuefni en áhrifin eru ólík,“ segir Arnar. „Þetta er svolít- ið eins og að bera saman epli og appelsínur.“ Ekki það sem Kalli vinur frænda þíns sagði þér RANNSÓKNIR Á KANNABISNEYSLU „Á MANNAMÁLI“ AFP Kannabis Á kannabishátíð í Wash- ington nýverið var krafist lögleiðingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.