Morgunblaðið - 04.05.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.05.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Hlökkum til að heyra frá ykkur! Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki Frekari upplýsingar á nolta.is Nolta er á Facebook Leiðtoginn á réttum kúrs Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa þar sem leiðtoginn stillir af hvert hann stefnir og kemur skipulagi á sín helstu verkefni. Árni Sverrisson Sími: 898 5891 • arni.sverrisson@nolta.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýju ljósi var brugðið á aðdraganda þess að Spkef sparisjóður var stofn- aður á rústum Sparisjóðsins í Kefla- vík, þegar málið var rætt á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis í gær. Spkef tók yfir eignir og innlán Sparisjóðsins í Keflavík 22. apríl 2010. Við það þurfti ríkissjóður að leggja fram 900 milljónir í stofnfé og svo 20 milljarða þegar SpKef var sameinaður Landsbankanum 2011. Fundur nefndarinnar var þrískipt- ur. Fyrst komu fulltrúar frá Seðla- bankanum. Síðan komu fulltrúar Fjár- málaeftirlitsins, FME, og loks voru fyrrverandi ráðherrar fyrir svörum. Verður hér sagt frá síðustu lotunni, en fjallað er um sjónarmið fulltrúa Seðla- bankans og FME á mbl.is. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður VG, var fjármálaráðherra þegar Spkef var stofnaður. Hann sagði margt hefði mátt betur fara. „Og ég geri ráð fyrir að við getum flest orðið sammála um að litið í bak- sýnisspegilinn með þær upplýsingar í höndum sem við höfum í dag að þá hefði verið kannski betra að standa öðruvísi að ýmsu og … horfast í augu við vanda Sparisjóðs Keflavíkur, að hann væri í raun óviðráðanlegur … Það er mat manna strax um haustið 2008, og síðan á útmánuðum 2009, að staðan sé um það bil sú að það vanti eitthvað upp á að hann uppfylli kröfur um eiginfé,“ sagði Steingrímur. Ætti ekki fyrir skuldum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði þá upp að „strax í mars 2009“ hafi verið skipuð nefnd með fulltrúum Seðlabankans, fjármálaráðuneytis og FME, sem lagði til að sparisjóðnum yrði lokað. Hann væri enda ekki lífvænlegur. Áður en Spkef var stofnaður hafi nið- urstaðan verið sú að hann ætti ekki fyrir skuldum. „Staðan er verri en samt er tekin ákvörðun um að [stofna] nýjan sparisjóð og hann tikk- ar síðan í 11 mánuði, með nýjum inn- stæðum sem ljóst yrði að yrðu þá bara tjón ef illa færi.“ Svaraði Steingrímur því þá til að „ríkur vilji“ hefði staðið til þess að reyna að ljúka fjárhagslegri endur- skipulagningu fjármálakerfisins í heild. „Það var meira að segja ákvæði um það í samstarfsáætlun við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn að menn settu sér tímamörk í því að reyna að hraða því ferli,“ sagði Steingrímur. Yrði „móðurstöð“ sparisjóða Um áramótin 2008 hafi verið talið að eitthvað vantaði upp á að hlutfall eiginfjár sparisjóðsins væri 8%. „Þetta var jú gríðarlega stór spari- sjóður með víðtækt viðskiptanet, eina fjármálastofnunin á stórum svæðum í landinu, og bundnar vissar vonir við það að hann gæti í fyllingu tímans orðið einhvers konar móðurstöð fyrir það sem eftir yrði af sparisjóðunum. Undirliggjandi allan tímann er yfir- lýsing ríkisins um að allar innstæður í íslenskum bönkum og sparisjóðum verði tryggðar. Það kom aldrei neitt annað til álita en að vinna samkvæmt því.“ Síðar á fundinum vék Steingrímur að endalokum Sparisjóðs Keflavíkur og stofnun Spkef. Það hafi orðið end- anlega ljóst í apríl 2010 að tilraunir til fjárhagslegrar endurskipulagningar með þátttöku kröfuhafa myndu ekki ganga eftir. „Það gerist þannig að hluti erlendu kröfuhafanna hafnar samkomulaginu,“ sagði Steingrímur og rifjaði upp að talið var að eigið fé væri komið undir núll. „Þannig verður sú viðmiðun til að það gæti þurft eina 12-13 milljarða, kannski, til að endurfjármagna spari- sjóðinn. Það er að segja leggja honum til nægilega mikið nýtt eigið fé þannig að hann komist yfir viðmiðunarmörk- in. Ég held að það breyti síðan mjög litlu um endanlega útkomu ríkisins að sparisjóður Spkef varð til og rekinn í ellefu mánuði. Það eru óverulegar fjárhæðir sem það breytir,“ sagði Steingrímur. Hefði „sáralitlu breytt“ Hann sagði svo að það hefði „sára- litlu breytt“ ef Spkef hefði orðið hlutafélag en ekki sparisjóður. „Ég veit ekki hvernig ríkinu hefði reitt af með sína ábyrgð á innstæðum ef önnur leið hefði verið valin og reynt að fá þá strax einhverja starfandi fjármálastofnun til að taka við, það hefði mjög sennilega lent í svipuðum farvegi … [Í] þessari risavöxnu að- gerð, sem var að endurreisa allt fjár- málakerfið á Íslandi, verður ríkið þarna fyrir ákveðnu áfalli, sem losar 20 milljarða, ef við tökum 19,1 millj- arð sem gerðardómurinn úrskurðaði [um verðmæti útlánasafnsins, alls 20,1 ma. með vöxtum] plús 900 millj- ónirnar í stofnfé sem varð að afskrifa. En þetta er auðvitað fórnarkostnaður í risavaxinni heildaraðgerð sem ríkið kemur mjög vel út úr að lokum. Það er löngu orðið ljóst sem betur fer, að þegar upp verður staðið kemur ís- lenska ríkið mjög vel út úr sinni þátt- töku í að endurreisa banka- og fjár- málakerfið í landinu. Í miklum plús,“ sagði Steingrímur. „Ég held að allir hafi verið að reyna að gera sitt besta við erfiðar aðstæð- ur á þessum tíma. [V]ið verðum auð- vitað að dæma atburðina og ákvarð- anir út frá því við hvaða aðstæður þær áttu sér stað. Sem betur fer er langt um liðið og við erum í ólíkri stöðu í dag en á þessum dimmu mán- uðum sem þarna gengu yfir.“ Bjuggu ekki til tjón Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra 2009-10 og dósent í viðskiptafræði við HÍ, vék að þeim orðum Brynjars að þrátt fyrir dökkt útlit hafi Spkef lifað í 11 mánuði með nýjar innstæður með tilheyrandi tjóni. „Ég vil fyrst byrja á smá leið- réttingu. Ég veit nú reyndar ekki ná- kvæmlega hvernig innstæður í þess- um poka þróuðust þessi misseri. En ný innlán eftir haustið 2008, eða í Spkef, bjuggu ekki til neitt tjón vegna þess að í hvert skipti sem það kemur króna í banka sem innlán að þá kemur hún auðvitað bæði eigna- og skuldamegin. Þannig að eigið fé bankans rýrnar ekkert við það að fá ný innlán. Þannig að það varð ekki til neitt sérstakt tjón vegna þess að inn- lán kunnu að hafa streymt inn í eða jafnvel út úr bankanum,“ sagði Gylfi. Hann sagði sáralítil ný útlán hafa verið í Spkef. Munur á eignum og for- gangskröfum hafi fyrst og fremst stafað af því „hversu slæmar eignir Spkef fékk í arf frá forveranum“. Gylfi segir þá upphæð sem féll á ríkið vegna sjóðsins mega „væntan- lega rekja … fyrst og fremst til þess að það var einhver rekstrarkostnaður á þessum sparisjóði. Einhver útibú og eitthvert starfsfólk.“ Hefði hugsanlega getað lækkað Spurði Brynjar þá hvort fjármunir hefðu ekki tapast. „Jú, jú, það er örugglega eitthvað og sá kostnaður lækkar auðvitað þeg- ar Landsbankinn tekur yfir rekstur Spkef og fækkar útibúum og segir upp starfsfólki. Þannig að hugsan- lega hefði mátt lækka þá upphæð með því að loka bankanum. En það er sáralítill hluti af þessum milljörðum sem við erum að tala um. Við þurfum að hafa það á hreinu að tjónið er fyrst og fremst vegna útlána sem voru mjög vanhugsuð og reyndar einnig fjárfesting ýmiss konar í hlutabréfum hjá sparisjóðnum á bóluárunum,“ sagði Gylfi. Spkef yrði „móðurstöð“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sparisjóður Keflavíkur Endurreisn sjóðsins kostaði yfir 20 milljarða.  Steingrímur J. Sigfússon segir „óverulegar fjárhæðir“ hafa runnið til Spkef  Gylfi Magnússon dósent segir fyrst og fremst um rekstrarkostnað að ræða Kom ekki til umræðu » Árni M. Mathiesen, fjár- málaráðherra 2005-9, minnist þess ekki að málefni Spari- sjóðsins í Keflavík, eða annarra sparisjóða, hafi komið inn á hans borð fyrir neyðarlögin. ● Orkuveita Reykjavíkur gaf út ný skuldabréf í vikunni og mun það vera fyrsta útgáfa félagsins af því tagi frá efnahagshruni. Tilboð bárust fyrir 3.180 milljónir króna í verðtryggð jafn- greiðsluskuldabréf í tveimur flokkum. Ákveðið var að taka tilboðum fyrir 1.038 milljónir króna samtals. Gefin voru út skuldabréf til átta ára að and- virði 588 milljónir króna á ávöxt- unarkröfunni 3,30% og skuldabréf til 30 ára að andvirði 450 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,20%. Útboðið var í umsjón fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Orkuveitan sækir inn á skuldabréfamarkað á ný Gengisskráning 3. maí 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 120,69 121,27 120,98 STERLINGSPUND 177,12 177,98 177,55 KANADADOLLARI 95,95 96,51 96,23 DÖNSK KRÓNA 18,772 18,882 18,827 NORSK KRÓNA 15,008 15,096 15,052 SÆNSK KRÓNA 15,196 15,286 15,241 SVISSN. FRANKI 127,41 128,13 127,77 JAPANSKT JEN 1,1409 1,1475 1,1442 SDR 172,16 173,18 172,67 EVRA 139,73 140,51 140,12 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 173,1628 Heimild: Seðlabanki Íslands Hagnaður Vátryggingafélags Ís- lands (VÍS) nam 145 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi, en til samanburðar var 733 milljóna króna hagnaður á sama fjórðungi í fyrra. Munar þar mestu um að tekjur af fjárfestingarstarfsemi eru mun minni en í fyrra. Þær námu 435 milljónum, í samanburði við 1,113 milljónir á fyrsta ársfjórðungi 2015. Samsett hlutfall VÍS var 104,5%, sem er svipað og á sama ársfjórð- ungi í fyrra þegar það var 105,2%. Iðgjöld námu alls 4,3 milljörðum króna og jukust um tæplega 9% á milli ára. Tjón á tímabilinu námu 3,4 milljörðum og jukust um 10% miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Eignir VÍS námu 32,5 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins. Eigin- fjárhlutfall stóð í 30,2% en það var 39,1% í lok mars í fyrra. VÍS hefur greitt út arð og keypt eigin hluta- bréf á undanförnu ári, auk þess sem félagið gaf út víkjandi skuldabréf í lok febrúar sem lið í endur- skipulagningu á fjármagnsskipan þess. Stjórnendur vænta þess að ágæt- ur vöxtur verði í iðgjöldum á þessu ári og að samsett hlutfall verði lægra en það var í fyrra. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, for- stjóri VÍS, segir afkomuna á fyrsta ársfjórðungi hafa verið undir vænt- ingum þrátt fyrir ágætan vöxt í inn- lendum iðgjöldum. „Afkoman litast af slakri afkomu af skaðatrygginga- starfsemi en tap er af bæði frjálsum og lögboðnum ökutækjatryggingum á tímabilinu.“ Minni fjárfestingartekjur draga úr hagnaði VÍS  Forstjórinn segir félagið tapa á ökutækjatryggingum Morgunblaðið/Styrmir Kári Tryggingar Sigrún Ragna segir afkomuna undir væntingum. ● Öll fyrirtækin á aðallista Kauphall- arinnar, utan tveggja, hækkuðu í við- skiptum gærdagsins. Fól það í sér mik- inn viðsnúning frá viðskiptadögunum á undan þegar flest fyrirtækin lækkuðu nokkuð í verði. Heildarviðskipti með bréf á aðal- markaði námu tæpum 4,5 milljörðum króna og hækkaði úrvalsvísitalan um tæp 1,8%. Í kjölfar viðskipta gærdags- ins hefur úrvalsvísitalan gefið eftir sem nemur 1,3% frá áramótum. Í gær hækkuðu bréf N1 mest allra og fóru þau upp um 3,9% í tæplega 377 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf fasteignafélaganna Eikar og Regins um ríflega 2,5%. Mest viðskipti voru með bréf Icelandair eða ríflega 1,5 millj- arðar og hækkuðu þau um rúm 2% eftir að hafa lækkað mikið á föstudag og mánudag. Fjarskiptafélögin Síminn og Fjarskipti höfðu lækkað nokkuð í kjölfar þess að þau kynntu ársfjórðungstölur sínar í lið- inni viku. Þau hækkuðu í viðskiptum gærdagsins. Bréf í Símanum fóru upp um 2,4% og í Fjarskiptum um 2,1%. Kauphöllin tekur við sér eftir miklar lækkanir STUTTAR FRÉTTIR ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.