Morgunblaðið - 04.05.2016, Side 17

Morgunblaðið - 04.05.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 9 -18, laugardaga 11- 16 – www.rafkaup.is Úrval af ljósum frá BELID Vængir tveggja indónesískra far- þegaþotna rák- ust saman skömmu áður en þær áttu að hefja sig til flugs frá alþjóðaflugvell- inum í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Að sögn fréttaveitu AFP slasaðist enginn í óhappinu. Flugvélarnar tilheyrðu báðar indónesíska flugfélaginu Lion Air og voru þær á leiðinni út á flug- braut þegar vængir þeirra snert- ust, en óhappið átti sér stað á flug- vellinum Soekarno-Hatta. Vegna þessa þurftu vélarnar að fara í skoðun og voru farþegar þeirra því sendir með öðrum flugvélum. Á þessari stundu er ekki vitað af hverju vélarnar rákust á með þess- um hætti en að sögn talsmanns flugfélagsins er málið nú í skoðun. Tveir mánuðir eru liðnir frá því að önnur flugvél Lion Air lenti í svipuðu óhappi. khj@mbl.is DJAKARTA Í INDÓNESÍU Tvær vélar Lion Air ráku vængina saman fyrir flugtak Þýskur ríkis- borgari hefur nú verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Sýrlandi, en hann er sagður hafa látið taka af sér ljósmyndir þar sem hann sést með nokkur afskorin mannshöfuð sér við hlið. Myndunum var síðan dreift á sam- félagsmiðlinum Facebook. Maðurinn sem um ræðir, Aria Ladjedvardi, er 21 árs gamall og af írönskum uppruna. Árið 2014 fór hann á vígaslóðir í Sýrlandi þar sem hann hlaut vopnaþjálfun og framdi ódæðisverk í nafni Ríkis íslams. Í október í fyrra var hann handtekinn í Frankfurt í Þýska- landi og leit gerð í íbúð hans. Hefur hann verið í haldi lögreglu síðan. ÞÝSKALAND Lét mynda sig með líkamsleifum fólks Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Atlants- hafsbandalagið (NATO) muni verja bandamenn sína gegn „árásar- hneigð“ Rússa. Lét hann ummælin falla í ávarpi í þýsku borginni Stutt- gart er verið var að skipta um yfir- mann Evrópuherstjórnar NATO. Að sögn Carters mun NATO áfram „halda dyrunum opnum fyrir Rússlandi“ þegar kemur að sam- vinnu á sviði öryggismála. „En það er undir Kreml komið að ákveða það. Við höfum ekki áhuga á köldu, hvað þá heitu, stríði við Rússland. Við leitumst ekki eftir því að gera Rússa að óvinum okkar,“ sagði hann og hélt áfram: „En höfum það alveg á hreinu; við munum verja banda- menn okkar, alþjóðaskipulagið og þá farsælu framtíð sem það veitir.“ Scaparrotti tekinn við Nýr yfirmaður Evrópuher- stjórnar Atlantshafsbandalagsins er bandaríski hershöfðinginn Curtis Scaparrotti, sem áður gegndi stöðu yfirmanns herafla Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Tekur hann við af Philip M. Breedlove hershöfðingja, sem hefur gegnt stöðunni frá því í maí árið 2013. Spenna milli Rússlands og NATO hefur vaxið jafnt og þétt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga í austurhluta Úkraínu. Hefur banda- lagið m.a. komið upp aðstöðu fyrir hraðsveitir í Austur-Evrópulöndum, með vopnum og tækjabúnaði sem þær þurfa til hernaðar. Til skoðunar er nú að senda þýskar hersveitir til Litháens til að styrkja enn frekar varnir NATO í austri. khj@mbl.is NATO mun verja sína gegn Rússum  Breedlove hers- höfðingi hættur í Evrópustjórninni AFP Herveldi Ashton Carter (t.v.) ásamt yfirmanni herráðs Bandaríkjanna. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Vígamenn Ríkis íslams í Sýrlandi og stjórn Bashars al-Assad Sýrlands- forseta hafa undanfarin ár átt í leyni- legu samstarfi á vígvöllum Sýrlands. Frá þessu var greint á vefsíðu Sky News í gær og vísað til gagna sem fréttastofan hefur undir höndum. Sky News hefur undanfarna 18 mánuði verið í sambandi við hóp manna sem eitt sinn tilheyrði víga- sveitum Ríkis íslams, samtaka íslam- ista, og hafðist hann þá við í Raqqa, höfuðvígi samtakanna. Er hópurinn nú sagður starfa innan landamæra Tyrklands og aðstoðar þá sem flýja vilja samtökin. Skipanir til vígamanna Fram kemur í frétt Sky News að ómögulegt sé að sannreyna það sem stendur í gögnunum, sem sögð eru vera handskrifaðar skipanir frá höf- uðstöðvum Ríkis íslams. Þau eru að vísu sögð koma frá aðila sem áður hefur veitt sannar upplýsingar. Í einu þessara bréfa er farið fram á örugga ferð vöruflutningabíls í gegnum varðstöðvar vígamanna og að landsvæðum Sýrlandshers. Þegar þangað var komið átti ökumaðurinn, samkvæmt áðurnefndum gögnum, að skipta á olíu og áburði áður en snúið var til baka. Eru vöruskipti sem þessi sögð hafa átt sér stað um árabil á milli stríðandi fylkinga. Önnur skipun kveður á um brott- flutning vopna og birgða frá ákveðnu svæði því búist var við loftárásum á það. Skipun þessi var að líkindum gefin út í nóvember 2013 og sögð dæmi um þá samvinnu sem uppi er á milli stjórnarhersins í Sýrlandi og Ríkis íslams. Einnig er talað um hina fornu borg Palmyra í gögnunum, en sam- kvæmt þeim var liðsmönnum Ríkis íslams gefin skipun um að hörfa það- an með öll sín þungavopn áður en Sýrlandsher tók aftur yfir stjórn borgarinnar fornu. Með ríki Evrópu í sigtinu Að sögn heimildarmanns Sky News eru vígamenn Ríkis íslams og hergögn þeirra flutt á milli land- svæða í samvinnu við hersveitir Assads forseta og flugher Rússa. Skjölin eru einnig sögð sýna að þjálfun vígamanna til árása utan Sýrlands hafi staðið yfir mun lengur en talið var, en finna má í gögnunum skipanir frá því í nóvember 2014 um að hópar verði sendir utan til árása. Liðhlaupi samtakanna segir Evrópu skotmark aðgerðarinnar. Assad bendlaður við íslamista  Sýrlandsforseti er sagður hafa unnið með vígasveitum Ríkis íslams um árabil AFP Afhjúpaður Sky News hefur undir höndum gögn sem sögð eru sýna fram á samvinnu á milli hersveita Assads Sýrlandsforseta og Ríkis íslams. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þýska lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga, karl og konu, sem grunaðir eru um mannrán, pyntingar og morð. Þarlendir fjölmiðlar greina frá þessu og er karlinn sagður heita Wilfried W., 46 ára gamall, og konan Angelika B., 47 ára, en þau búa í bænum Höxter í norðvesturhluta Þýska- lands. Fólkið var gift í um 14 ár en skildi 2013. Er parið sagt hafa lokkað til sín konur með einkamálaauglýsingum, læst þær inni á heimili sínu, pyntað þær og myrt. Talið er að fórnarlömb- in séu minnst tvö talsins en þýska lögreglan úti- lokar ekki að fleiri morð og ofbeldisverk hafi verið framin á heimili þeirra í Höxter. Upp komst um fólkið þegar bifreið þess bilaði óvænt á götu úti og var þá eitt fórnarlambanna, 41 árs gömul kona, meðferðis. Samkvæmt fréttaveitu AFP var konan með alvarlega áverka og lést hún á sjúkrahúsi skömmu eftir komuna þangað. Talið er að konan hafi þurft að þola pyntingar og önnur of- beldisverk af hendi hjónanna í um tvo mánuði á meðan henni var haldið fanginni. Hitt fórnarlamb þeirra var 33 ára gömul kona og geymdu hjónin lík hennar í frysti áður en það var bútað niður og brennt í arni hússins. Leitað að fleiri fórnarlömbum AFP hefur eftir saksóknara í málinu að yngra fórnarlambið hafi látist 1. ágúst 2014 og er bana- mein þess „veruleg líkamleg misþyrming“. Hin látna er sögð hafa gifst manninum sem nú er í haldi lögreglu eftir að sá skildi við konu sína 2013. „Við erum nú að leita að fleiri fórnarlömbum,“ segir Ralf Östermann, yfirmaður morðdeildar lög- reglunnar. Karlmaðurinn neitar sök í málinu. Óhugnaður skekur þýskan bæ AFP Hryllingur Lögreglan hefur nú girt húsið af.  Tvennt handtekið vegna hrottafenginna morða  Bútuðu niður og brenndu lík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.