Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 ✝ Finnbogi Jóns-son fæddist á Skálmarnesmúla, Múlasveit, (nú Reykhólahreppur) Austur-Barða- strandarsýslu, 21. júní 1950, hann lést 27. apríl á Vífilsstöðum. For- eldrar hans voru hjónin Þórdís Magnúsdóttir, f. 11.10. 1927, d. 21.6. 2011, og Jón Finnbogason, f. 10.8. 1917, d. 7.7. 2012, bænd- ur á Skálmarnesmúla. Systkini Skúli Birgir Kristjánsson, f. 1946, d. 1998, Kolbrún Jóns- dóttir, f. 1955, og Nanna Áslaug Jónsdóttir, f. 1960. Eftirlifandi eiginkona hans er Þuríður Kristjánsdóttir, f. 22. september 1950 í Borgum í Þistilfirði, Norður-Þingeyj- arsýslu, prófarkalesari. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Gunnarsdóttir, f. 26.7. 1906, d. 10.3. 1984, og Kristján Eiríks- son, f. 6.2. 1906, d. 27.7. 1974, bændur í Borgum. Börn Finn- boga og Þuríðar: 1) Anna Freyja, f. 31.5. 1977, læknir, maki Óskar Halldórsson, f. 10.8. 1976, fjarskiptaverkfræðingur, frá Iðnskólanum í Reykjavík 1979, síðar fékk hann meist- araréttindi. Starfaði Finnbogi við það fag síðan meðan heilsan leyfði. Kirkjan á Skálm- arnesmúla er bændakirkja og sá hann alfarið um að halda henni við í fríum sínum, sá einn- ig um viðhald á kirkjugarðinum þar. Frá árinu 1998 sinntu Finnbogi og Þuríður ásamt börnum sínum dúntekju á vorin á Skálmarnesmúla og þar komu þau sér upp sumarhúsi. Allan sinn búskap bjuggu þau í Reykjavík, lengst af í Hraunbæ 174 en fluttu á síðasta ári í Katrínarlind 5. Áhugamaður var Finnbogi um að safna saman sögulegum fróðleik um sínar heimaslóðir og skrifaði frá 2004 fjölda greina í Árbók Barðastrandar- sýslu og tók mikið af myndum sem birtust víða. Heilmikið safn mynda hans er varðveitt á Þjóð- minjasafni Íslands. Stærsta verk hans er bókin Hjalla með- ur græna, Austur-Barða- strandarsýsla 1900-2012, 624 bls., sem Útgáfufélag Bún- aðarsambands Vestfjarða gaf út 2014 í ritröðinni Vest- fjarðarit. Útför Finnboga fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 4. maí 2016, kl. 13. Jarðsett verður síð- ar á Skálmarnesmúla. börn þeirra Atli Dagur, f. 31.10. 2007, Brynhildur, f. 21.8. 2010, og El- ín, f. 21.5. 2014. 2) Jón, f. 26.10. 1980, vörustjóri, maki Bryndís Jónatans- dóttir, f. 8.2. 1984, viðskiptafræðing- ur, skilin, börn Lí- ney Edda, f. 24.10. 2009, og Finnbogi, f. 16.8. 2011. 3) Auður Elín, f. 27.7. 1988, lyfjafræðingur, maki Guðjón Þorsteinsson, f. 27.8. 1988, for- ritari, barn þeirra Þuríður, f. 27.4. 2014. Finnbogi ólst upp á Skálmar- nesmúla, gekk í farskóla í sveit- inni og var tvo vetur á Héraðs- skólanum á Núpi í Dýrafirði. Þegar hann var 20 ára fór hann til Reykjavíkur og stundaði ým- is verkamannastörf; við hita- veitulagnir, í Hampiðjunni, við fiskverkun og í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi en vann við búskapinn á Skálmar- nesmúla á milli. Árið 1973 byrj- aði hann að vinna hjá Valgeiri Hannessyni málarameistara, fór síðar á samning hjá honum og lauk sveinsprófi í málaraiðn Það er með miklum söknuði sem ég kveð pabba í dag og gott er að eiga góðar minningar sem lifa áfram. Fyrstu minningar mínar um pabba tengjast ferðalögum um Ísland, en hann og mamma ferð- uðust alla tíð mikið og gáfu okkur systkinunum tækifæri til að kynn- ast náttúru landsins og sögu. Hann þekkti hvern bæ og hverja kirkju og sérhverja náttúrumynd- un enda sérstaklega fróður maður og minnugur. Hann dvaldist öll sumur á æskuslóðunum, þar sem hann og mamma byggðu sér sum- arhús. Hann var mikið náttúrubarn og naut þess að ganga í íslenskri náttúru og þá var þrekið óþrjót- andi og þegar litlir fætur höfðu ekki undan fékk maður að sitja á háhesti. Við hlustuðum mikið á tónlist á ferðalögunum og pabbi var mikill áhugamaður um popptónlist og reyndar alla tónlist. Ég fékk stundum að fylgja með pabba þegar hann var að mála og þá fékk ég alltaf að aðstoða hann. Það var gaman að fylgjast með pabba vinna, hann var vandvirkur og nákvæmur og afskaplega hand- laginn. Mér þótti gaman þegar hann treysti mér fyrir mikilvæg- um verkefnum og af honum lærði ég margt sem ég hef getað nýtt mér eftir að ég fór að búa mér heimili. Pabbi var mikill áhugamaður um mat og góður matur og mál- tíðir skipuðu og skipa mikinn sess í fjölskyldunni. Pabbi hafði mikinn áhuga á að bragða nýja rétti og var vel að sér um matarmenningu annarra þjóða. Þrátt fyrir hans mikla áhuga á mat hafði hann aldrei sérstakan áhuga á að elda mat og mamma sá að mestu leyti um matseld á heimilinu. Það er hins vegar eina dæmið sem ég get munað eftir þar sem foreldrar mínir voru ekki algerir jafningjar þegar kom að heimilis- störfum því pabbi sá alla tíð um heimilið til jafns við mömmu enda var hann mikill femínisti og vildi veg kvenna sem mestan. Síðustu árin sem hann lifði bjó ég erlendis en við töluðum mikið saman í síma og oft voru símtölin löng og er ég þakklát fyrir þau og þann tíma sem ég fékk með hon- um undir lokin. Það var gaman að spjalla við hann um alla heima og geima og hann hafði alltaf sitt- hvað til málanna að leggja. Hann var góður og áhugasamur hlust- andi og setti sig inn í allt það sem ég og aðrir í fjölskyldunni tókum okkur fyrir hendur. Hann fylgdist vel með okkur og var sérstaklega áhugasamur um barnabörnin sín sem voru mjög hænd að honum. Síðustu ár voru mörkuð af veikindum hans. Það dró smám saman úr þrekinu og það skiptust á skin og skúrir. Hann lét það þó ekki hindra sig í að sinna hugð- arefnum sínum og sýndi ótrúleg- an styrk í baráttu sinni. Hann vann einbeittur að skrifum sínum þegar heilsan leyfði og lauk við bókina sína með hjálp mömmu og margra annarra. Hann ferðaðist mikið innanlands og hann og mamma fóru í styttri ferðalög eins lengi og hægt var. Þau voru alltaf einstaklega góðir og nánir félagar og áttu mörg sameiginleg áhugamál sem þau sinntu fram á síðasta dag. Það gaf þeim mikinn styrk að eiga hvort annað og þau eru mér ómetanlegar fyrirmynd- ir í lífinu fyrir styrk sinn, já- kvæðni og kærleika. Minning þín lifir, elsku pabbi. Anna Freyja Finnbogadóttir. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði. Það var alltaf gott að spjalla við þig um alla heima og geima, pólitík og sagnfræði sér- staklega. Málefnin voru þér hug- leikin, enda mikill prins- ippmaður alla tíð. Einu sinni þegar ég var lítill gafstu mér dúkku að gjöf, sú var með liðað hár sem hægt var að greiða og mögulega klæða í hin fínustu föt. Hugsunin var að strákar og stelpur áttu auðvitað að geta leikið með sama dót. Ég hafði víst engan veginn sætt mig við gjöfina og taldi þetta greinilega ekki fyrir mig. Eftir á að hyggja hugsa ég að þetta hafi verið ómetanlegt hjá þér, sérstaklega ef ég hefði yfir höfuð viljað leika mér með svona dúkku. Jafnrétt- is- og réttlætiskenndin almennt var nefnilega firnasterk í þér og allir áttu að fá tækifæri til að gera upp hug sinn milli allra mála á sínum eigin forsendum. Þú hlustaðir mikið á tónlist, mestar mætur hafðir þú á bresku innrásarrokki þó að smekkurinn næði víða. Sérstaklega voru það þó lögin sem þú hafðir í bílnum sem maður kynntist best. Ein- hver nostalgía grípur mig þegar ég er á löngum keyrslum. Þá hlusta ég á mjög ákveðna en þó óútskýranlega tegund af pabba tónlist, þannig er eins og ég sé í Hvalfirðinum rétt ókominn í bæ- inn eftir ferð vestur eins og forð- um. Við fórum mikið út á land fjölskyldan og kynntist maður landinu vel, sérstaklega Múla- sveitinni þar sem þú vildir helst af öllu vera. Það var gaman að fara með þér að tína æðardún- inn, veiða og fylgjast með þér í fjarlægð labba með myndavélina upp alla hjalla til að fá rétta sjón- arhornið af tóftum. Það eru mikl- ar og góðar minningar sem þú skapaðir og ég er þakklátur þér fyrir þær allar. Fyrir fjórum árum veiktist þú og því miður var ljóst strax í upp- hafi í hvað stefndi. Þú tókst of- urraunsæið þitt á þetta og horfð- ir beint áfram óhræddur. Settir allt í gang sem þig langaði að gera og upplifa. Ferðaðist til út- landa og meira um landið. Skrif- aðir bókina góðu sem þið mamma eydduð löngum stund- um saman við. Inn á milli komu erfiðari veikindadagar en það var samt eins og þú jafnharðan spryttir upp aftur og tókstu þá til við verkin eins og ekkert hefði í skorist. Það ber að þakka nú- tímalæknavísindum hversu oft það heppnaðist, læknarnir þínir voru með þetta allt á hreinu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið mikinn tíma með þér, þín verður saknað, takk fyrir allt. Jón. Leiðir okkar Finnboga lágu fyrst saman á haustmánuðum fyrir rúmum tuttugu árum. Ég hafði átt stefnumót við elstu dótt- ur hans, Önnu Freyju, sem bauð mér svo í heimsókn í kjölfarið á heimili þeirra í Árbænum. Hann heilsaði mér kurteislega en ég man sérstaklega eftir athugulu augnaráði hans. Á þessum tímapunkti vissi ég ekki að þessi maður væri sá hinn sami og hávaxni og myndarlegi málarinn sem amma mín hafði svo miklar mætur á. Hann hafði þá tekið að sér að mála gluggana heima hjá henni og gerði það óað- finnanlega. Hann gaf sér líka tíma til þess að þiggja kaffisopa og ræða mál- in, sem ömmu gömlu þótti mjög vænt um. En honum leist ekkert á stóru geitungana sem voru á sveimi í garðinum hjá henni. Stefnumótin og heimsóknirnar urðu talsvert fleiri þessa haust- mánuði og innan skamms barst mér til eyrna að Finnboga litist bara nokkuð vel á kærastann. Það leið svo ekki á löngu áður en ég var fluttur inn á heimili þeirra og varð hluti af fjölskyldunni. Í kjölfarið fylgdu margar góðar samverustundir í hópi sem hefur farið stækkandi í gegnum árin með fleiri tengdabörnum og síðar sex barnabörnum. Ég er mjög þakklátur Finnboga og Þuríði fyrir að hafa opnað heimili sitt fyrir mér eftir stutt kynni og þá gestrisni og góðvild sem þau hafa ávallt sýnt mér. Finnbogi var heiðarlegur, réttsýnn og rausnarlegur. Hann var mikill grúskari, fræðimaður, ljósmyndari og gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Þessir eiginleikar áttu eftir að koma sér einstaklega vel þegar hann lagði málarapensilinn á hilluna. Hann var fróður um stjórnmál, innan lands og utan, og hafði sterkar skoðanir á þeim sviðum án þess að vilja viðurkenna það að vera pólitískur. Hann var einnig lúmskur húmoristi. Finnboga var umhugað um heilsuna og passaði vel upp á sig og sína. Hann hafði mikinn áhuga á því sem börnin hans, tengdabörn og barnabörn voru að fást við hverju sinni og var afar umhugað um þau. Ósjaldan vildi Finnbogi kalla til fjölskyldufundar til þess að ræða málefni hennar og áætlanir eða bara dægurmál í rólegheitum yfir kaffibolla. Finnbogi var stoltur af upp- runa sínum og hafði unun að því að eyða sumarfríinu við sveita- störf á æskuslóðum sínum vestur á Skálmarnesi með Þuríði. Þar hafa þau reist notalegt sumarhús sem fjölskyldan nýtur góðs af. Það var honum einstaklega mikilvægt að deila upplifun sveitasælunnar með afkomend- um sínum og munum við halda áfram að njóta góðs af því í fram- tíðinni. Hann hafði einnig gaman af því að ferðast um landið með fjölskyldunni og ósjaldan þurfti Finnbogi að stökkva út úr bílnum og hlaupa upp um holt og hæðir til þess að taka myndir af lands- lagi og gömlum bæjarstæðum. Það var þungbært þegar Finn- bogi veiktist fyrir tæpum fjórum árum. En góð heilbrigðisþjón- usta ásamt heilsusamlegum lífs- stíl sem hann hafði ávallt tileink- að sér gaf okkur dýrmætan tíma með honum áður en sjúkdómur- inn náði yfirhöndinni. Hann lét þetta áfall ekki hindra sig og hélt ótrauður áfram ritstörfum ásamt því að verja miklum tíma með fjölskyldunni og ferðast innan lands sem utan með Þuríði þétt sér við hlið. Hans verður sárt saknað. Óskar Halldórsson. Finnbogi, tengdafaðir minn, var einstakur maður. Hann var mjög fróður á mörgum sviðum, sérstaklega vandvirkur og mikill áhugamaður um mat. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að læra á ýmis verk fyrir vestan eins og það að stýra bátn- um í skerjafullum Breiðafirði þegar við vorum að fara út í eyjar til að tína æðardún. Hann þekkti hvert sker og grjót í siglingar- leiðum út í eyjar sem þurfti að forðast og skein þá í gegn hversu umhugað Finnboga var um ör- yggismál, sem ávallt voru höfð í fyrirrúmi. Mér er sérstaklega minnisstætt að þegar við Auður fluttum inn í okkar fyrstu íbúð hafði Finnbogi komið fyrir tveim- ur reykskynjurum þar án þess að við tækjum eftir því fyrstu dag- ana. Finnbogi vandaði alltaf til verka og þótti mér sérstakt að sjá hann mála. Þá byrjaði hann að gera við misjöfnur í veggjum sem ég gat hvergi séð. Enda var allt óaðfinnanlegt eftir að hann hafði lokið við það sem hann tók að sér. Matar- og bakkelsisáhuginn fannst mér líka mjög merkilegur og það var alltaf vel tekið í uppá- stungur um nammikvöld eða ís- ferðir. Upp úr standa þó fjöl- skyldufundirnir sem hann vildi halda þegar við Auður bjuggum hjá þeim þar sem farið var yfir matardagskrá vikunnar. Þessir fundir voru fyrir honum, og um leið okkur öllum, meiri skemmt- un en nauðsyn. Þú kenndir mér margt, hvíl í friði. Guðjón Þorsteinsson. Þuríður systir mín sýndi mér mynd af hávöxnum og alvarleg- um manni með mikið skegg og spurði hvernig mér litist á mannsefnið. Mér leist strax vel á þann ráðahag. Finnbogi mágur minn var ákaflega prúður maður og aldrei sá ég hann skipta skapi. Ákaflega vandvirkur við það sem hann tók sér fyrir hendur, að vera málari hentaði honum vel. Fjölskyldan kom í heimsókn á svo til hverju ári, þá var yfirleitt farið í ána að veiða silung, farið í gönguferðir um nágrennið og Finnbogi tók mikið af myndum. Hann var höfðingi heim að sækja, heimilið laust við allt prjál en nóg af öllu sem þurfti. Það var gaman að hann hafði heilsu til að koma á fjölskyldumót sem var haldið fyrir norðan í sumar. Ég sendi fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Eiríkur Kristjánsson. Við andlát Finnboga hrannast upp margar minningar. Ég hef þekkt hann frá fæðingu enda vor- um við náfrændur og vinir alla tíð og áttum heima í sömu sveitinni lengst af, Múlasveitinni sem löngu er komin í eyði en samt er þar sumardvöl á flestum bæjum. Finnbogi hóf sitt nám í sveitinni í farskóla. Á hans heimabæ Skálmarnesmúla er kirkja sem var vígð árið 1960 og hefur hann ásamt konu sinni séð um viðhald kirkjunnar, allavega síðan 1975. Eftir unglingsárin fór hann á framhaldsskóla að Núpi í Dýra- firði en kom alltaf heim að Múla í öllum fríum og við skólalok, eins og skemmtilegt var að ferðast þar á milli á þeim tíma að vetri til, allt lokað vegna snjóa og ekkert hægt að ferðast nema á sjó. Síðan fer Finnbogi til Reykjavíkur og lærir þar húsamálun og starfar við þá iðn talsvert lengi, þar kynnist hann konu sinni og þar setjast þau að og eignast sín þrjú börn sem löngu eru orðin fullorð- in og farin að eiga börn. Finnbogi hafði óskaplega mikla ánægju af ljósmyndun og mun hann skilja eftir sig ógrynni af heimildum um sveitina og víðar um Vestfirði eins og sést hefur í Árbók Barða- strandarsýslu og ekki má gleyma allri sagnfræðinni sem hann stundaði nú síðustu árin. Það er ómetanlegt fyrir litla sveit sem er búin að vera í eyði síðan 1975, all- ur sá fróðleikur sem hann hefur safnað saman um sveitina og gamlan tíma sem allt væri fallið í gleymsku hefði hann ekki tekið þetta upp á sína arma og látið prenta í Árbókinni, og á hann ómældar þakkir fyrir. Eins má ekki gleymast bókin sem hann ritstýrði, Hjalla meður græna, sem kom út árið 2014. Það er eft- irsjá að Finnboga, hann var ágætis maður, vel gefinn og ró- lyndur og skapgóður, allavega þekkti ég ekki annað, hann var áhugasamur um sín hugðarefni og stundaði þau af ómældri elju- semi. Þau hjónin byggðu sér sumar- hús á Múla sem þau dvöldu í yfir sumartímann og sinntu æðar- varpi í eyju þar fyrir landi meðan heilsa hans leyfði. Við Ása Sig- urlaug vottum eiginkonu hans, börnum og barnabörnum inni- lega samúð, megi Guð geyma minningu Finnboga Jónssonar. Einar Óskarsson. Við kveðjum í dag nágranna okkar á Múlanesinu. Þar sem við nokkur af gömlu íbúum Múlaness höfum dvalið á vorin síðan bú- skapur lagðist þar af. Á þremur bæjum á nesinu er sinnt æðar- varpi á vorin. Meðal þeirra sem það hafa gert voru þau Finnbogi og Þuríður. Við sjáum víst ekki oftar Finnboga keyra fyrir neðan túnið hjá okkur, stundum stopp- uðu þau hjá okkur, þau versluðu oft fyrir okkur eða tóku með sér dótturson okkar sem var þá að koma til að aðstoða okkur. Fyrir þetta og öll önnur samskipti vilj- um við þakka. Þau voru góðir ná- grannar og við Finnbogi áttum það sameiginlegt að þykja vænt um fallega nesið okkar, þar sem við vorum bæði fædd og uppalin. Okkur fannst hvergi fallegra en þarna og ekki síst á Múla þar sem útsýni er yfir allan Breiðafjörð. Finnbogi hefur á undanförn- um árum lagt mikla vinnu í að halda við sögu Austur-Barða- strandarsýslu, til dæmis kom út bók sem hann tók saman um alla búsetu í sýslunni, nú Reykhóla- hrepp, og nefnist bókin Hjalla meður græna. Bókin er ómetan- leg heimild fyrir liðna tíð. Finn- bogi tók líka mikið af myndum, bæði af Vestfjörðum og fleiri stöðum á landinu. Það eru líka margar góðar frásagnir eftir Finnboga í Árbókum Barða- strandarsýslu, má þar nefna um Múlakirkju, Ungmennafélagið Vísi í Múlasveit, verslun á Firði og margt fleira. Þetta eru frá- sagnir sem hafa útheimt mikla vinnu og hefðu sennilega glatast ef Finnbogi hefði ekki komið þeim á prent og á hann miklar þakkir skilið fyrir alla þessa vinnu. Finnbogi lagði mikla vinnu í að halda við kirkjunni á Múla og hefur hún borið verkum hans vitni undanfarin ár. Þau hjónin Þuríður og Finnbogi hafa séð um slátt á kirkjugarðinum á Múla undanfarin ár. Hann á líka heið- urinn af að messað hefur verið í kirkjunni í mörg ár nema tvö síð- ustu ár. Við þökkum Finnboga fyrir allt sem hann hefur gert til að halda á lofti minningu æsku- stöðvanna fyrir vestan. Það var ekki hægt annað en að sjá hvað hann, fársjúkur, lagði á sig síð- ustu ár til að koma sem mestu á blað. Við fjölskyldan á Deildará vottum Þuríði, börnum þeirra og fjölskyldum innilega samúð og biðjum Guð að styrkja og vernda þau öll. Guð blessi minningu Finnboga Jónssonar. Ásta Jónsdóttir. Finnbogi Jónsson Mikið er erfitt að horfa á eftir henni ömmu minni. Í huga mínum átti hún allt- af eftir að vera hjá okkur, en þannig er það nú ekki. Ég er svo þakklátur fyrir allan þann tíma sem við áttum saman, uppvaxtarárin mín, ferðalögin og þá ómældu gleði, minningar og stundir sem hún veitti mér. Ég kveð hana með sárum söknuði, elsku ömmu mína. Elskulega amma, njóttu Arndís Eyjólfsdóttir ✝ Arndís Eyjólfs-dóttir fæddist 16. apríl 1924. Hún lést 5. apríl 2016. Útför Arndísar fór fram 19. apríl 2016. eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Ólafur Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.