Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 24

Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 ✝ Ragnar ÖrnPétursson fæddist í Reykjavík 8. maí 1954. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 29. apríl 2016. Foreldrar hans eru Pétur Þ. Krist- jánsson sýningar- maður, f. 22.9. 1934, d. 8.10. 2007, og Dúna Bjarnadóttir sjúkraliði, f. 11.6. 1936. Seinni eiginkona Péturs er Gunnur Samúelsdóttir, f. 23.11. 1939. Bræður Ragnars eru: Pétur, f. 12.11. 1953, Ólafur Bjarni, f. 22.4. 1959, Gunnar, f. 6.4. 1970, og Samúel Bjarki, f. 4.11. 1976. Ragnar Örn kvæntist Sigríði Sigurðardóttur 23.2. 1975. For- eldrar hennar voru Sigurður R. Sigurðsson, f. 6.6. 1929, d. 3.10. 2003, og Guðbjörg Óskarsdóttir, f. 29.5. 1930, d. 17.5. 1994. Börn Ragnars og Sigríðar eru 1) Guð- rún Björg verslunarmaður, f. 15.8. 1974, eiginmaður hennar er Elvar Sigurðsson, f. 14.12. 1972. Synir þeirra eru Elvar Þór og Jóhann Þór. Sonur Elv- ars er Davíð Þór. 2) Ragnar Már Ragnarsson flugmaður, f. 30.12. 1976, unnusta hans er átta ár sá hann um veitinga- rekstur í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Ragnar Örn starfaði fyr- ir Barþjónaklúbb Íslands með- fram störfum sínum í veitinga- geiranum og var formaður klúbbsins í nokkur ár. Árið 1995 hætti hann öllum veitinga- rekstri og snéri sér að sínu helsta áhugamáli sem voru íþróttir. Ragnar hafði starfað sem knattspyrnudómari í efstu deild auk þess að vera aðstoð- ardómari í Evrópukeppni félagsliða. Hann hóf störf á Íþrótta-og tómstundasviði hjá Reykjanesbæ. Hann sótti fjölda námskeiða og lauk diplómanámi frá Kennaraháskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræð- um. Ragnar Örn starfaði lengi vel sem formaður Félags íþrótta-, æskulýðs og tóm- stundafulltrúa á Íslandi. Hann var virkur meðlimur í Sjálf- stæðisflokknum og starfaði mikið hann í baklandi flokksins og var m.a formaður fulltrúa- ráðs. Ragnar Örn var formaður Starfsmannafélags Suðurnesja í 14 ár frá 1999-2013 og sat þau ár einnig í stjórn BSRB. Hann gekk í raðir Kiwanis-hreyfing- arinnar 1991 og gegndi þar fjöl- mörgum trúnaðarstörfum, þar á meðal var hann umdæmis- stjóri hreyfingarnar á Íslandi og í Færeyjum 2011-2012 og sat í Evrópustjórn þann tíma Útför Ragnars Arnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 4. maí 2016, kl. 13. Sigrún Helga Björgvinsdóttir, f. 11.10. 1984. Börn þeirra eru, Re- bekka Dagbjört og Helgi Már. 3) Lauf- ey skólaliði, f. 19.9. 1980, sambýlis- maður hennar er Guðjón S. Ingva- son, f. 5.2. 1971. Dóttir þeirra er El- ín Sigurlaug. Sonur Laufeyjar er Ragnar Örn. Fyrir á Guðjón fjögur börn en eitt var andvana fætt. barnabörnin eru tvö. 4) Bjarni verkstjóri, f. 19.9. 1980, unnusta hans er Ástrún Sigurbjörnsdóttir, f. 24.3. 1970. Börn Bjarna eru Stefán Ari, Emelía Bára, Birgitta Sól. Synir Ástrúnar eru Arnar Már og Elv- ar Þór. Ragnar Örn ólst upp í Laug- arneshverfinu. Árið 1971 hóf hann nám í framreiðslu á Hótel Borg og hlaut meistararéttindi árið 1977. Hann starfaði á Hótel Sögu og síðar í Snorrabæ. Ragnar hóf svo störf á Ríkis- útvarpinu, fyrst í hlutastarfi og svo síðar í fullu starfi. Hann starfaði hjá RÚV til 1984 er hann flutti til Keflavíkur og hóf veitingarekstur, fyrst í KK- salnum, síðar í Glaumbergi og í Elsku, hjartans, ástin mín. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. Hvernig á ég að halda áfram án þín? Við ætluðum að eldast saman. Það var mikið áfall þegar þú hættir í vinnunni, sem var þér allt. Við tókum á því saman þó erfitt væri. Svo kom enn stærra áfall þegar þú greinist með þennan óvæga og illgjarna sjúkdóm sem hafði sig- ur að lokum. Við verðum bara að fresta því sem við ætluðum að gera saman þar til við sam- einumst á ný. Ferðast, fara á íþróttaleiki, vera með börnum og barna- börnum var okkar yndi og ég mun halda áfram og heiðra þig þannig. Ég veit að þú verður með mér. Hvíl í friði, elsku ástin mín, þar til við hittumst á ný. Þín að eilífu, Sigríður (Sigga). Elsku pabbi minn. Mikið er erfitt að setjast nið- ur og skrifa til þín þessi orð. Að hugsa til þess að þú sért farinn er of erfitt. Þú varst mín stoð og stytta, minn klettur. Ég gat alltaf leitað til þín og þú varst alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín. Ég er svo þakklát fyrir kvöldstundina sem við átt- um saman um daginn, þegar við vorum að ræða hugmyndir að fermingarveislu Elvars, þó hún væri ekki fyrr en á næsta ári. Minningarnar eru óteljandi. Þú varst mín fyrirmynd í einu og öllu. Þú varst hugmyndarík- ur, skipulagður, traustur vinur og góður pabbi og afi og alltaf var stutt í húmorinn. Ég mun ávallt varðveita þig í hjarta mínu. Elsku pabbi, hvað ég sakna þín mikið. Við munum hlúa að hvor öðru og sérstaklega mömmu. Ég mun vera dugleg að tala við börnin mín og halda minningu þinni á lofti. Nú ertu kominn á annan stað og ég veit að þú gerir hann að þínum. Elsku pabbi, hvíl í friði. Þín dóttir, Guðrún Björg. Elsku besti pabbi minn. Það er ansi sárt að hugsa til þess að nú sértu farinn frá mér allt of snemma. Það er erfitt fyrir svona mikla pabbastelpu að geta ekki hringt í þig þegar eitthvað er að eða þegar mig vantaði að vita eitthvað. Alltaf gat ég leitað til þín með allt. Þú varst alltaf stoð mín og stytta, sérstaklega þegar litli drengur- inn minn fæddist og var skírður í höfuðið á þér. Ég er svo þakk- lát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, sérstaklega þann tíma sem við tvö áttum saman núna á síðustu mánuðum og vikum. Ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram án þín. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég ætla að varðveita vel í hjarta mínu. Elsku pabbi, við munum hugsa vel um mömmu og ég verð dugleg að tala um þig við börnin mín og við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Elsku pabbi, hvíl í friði, ég elska þig. Þín, Laufey. Elsku pabbi minn. Þetta eru skrýtnir tímar, að sitja hér og skrifa til þín. Hvernig gerir maður það? Mig langar að segja þér svo margt, mig langar að segja þér hversu mikið ég elska þig og sakna þín. Minningarnar streyma til mín og auðvitað stendur upp úr okkar sameig- inlega ástríða sem var fótbolti og þá einna helst áhugi okkar á Man. Utd. Alltaf hlakkaði ég til að koma og horfa á leiki með þér og það besta var að við vor- um í sama liði. Elsku pabbi, takk fyrir allt og takk fyrir að vera pabbi minn. Þú munt alltaf vera hjá mér og ég er svo þakklátur að börn- in mín fengu að eiga svona góð- an afa þó að það hafi verið allt of stutt. Megi Guð vernda þig. Þinn sonur, Bjarni. Elsku pabbi. Það er skrítin tilfinning að sitja hér við tölvuna og skrifa niður þessi orð. Sérstaklega í ljósi þess að þegar maður var að rita niður hina ýmsu texta var ég með þig á línunni til að veita ráðleggingar. Tilhugsunin um að geta ekki hringt í þig oft- ar til að ræða um daginn og veginn, sérstaklega fótbolta, er þyngri en orð fá lýst. Í byrjun desember var ég staddur í Þýskalandi og hringdi í þig því ég vildi bjóða þér og mömmu í 2ja daga jólaferð til Þýskalands. Þá sagðir þú mér að læknirinn vildi fá þig á fund vegna ein- kenna sem þú hafðir fundið fyr- ir og þú sagðir að þú værir skít- hræddur um að þetta væri krabbi. Þú hafðir því miður rétt fyrir þér og voru næstu fimm mánuðir okkur erfiðir. Ávallt varst þú þó ákveðinn í að vinna slaginn og alveg fram undir síð- asta þá ætlaðir þú að rísa upp. En áþessari baráttu var þér ekki ætlað að sigrast. En í stað þess að dvelja við það sem mér þykir vera svo ósanngjarnt og finna fyrir reiði þá ætla ég frekar að dvelja við allar góðu minningarnar sem ég á með þér; allar utanlandsferð- irnar okkar, útilegurnar í Galta- læk sem við fórum í með staff- inu í Glaumbergi og allir fótboltaleikirnir sem við horfð- um á saman. Góðu minningarn- ar sem ég á með þér eru svo margar að ég þyrfti að gefa út sérblað með þeim og þér þætti nú ekki leiðinlegt að ritstýra því. En fyrst og síðast mun ég muna eftir hversu gott það var að leita til þín með hvað sem var og það sem þú hefur kennt mér er að það eru til lausnir á öllum vandamálum; verkefni eru til að leysa þau. Þetta hug- arfar mun ég hafa að leiðarljósi um ókomna tíð. Ávallt hvattir þú mig áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og alveg sama hversu mikið gekk á og brekkan var brött þá var aldrei að finna ann- að en hvatningu frá þér og það er það sem ég mun tileinka mér gagnvart mínum börnum. En elsku pabbi, kallið þitt kom miklu fyrr en við vildum og trúi ég og treysti að krafta þinna, útsjónarsemi, röggsemi og skipulagni sé meiri þörf á ann- ars staðar. Ég lofa að við syst- kinin munum hlúa að mömmu og hvert að öðru og sjá til þess að barnabörnin þín muni heyra allar skemmtilegu sögurnar um þig og hversu orðheppinn og mikill húmoristi þú varst. Elsku pabbi, farðu vel með þig hvar sem þú ert. Sjáumst síðar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. ( Bubbi Mothens) Þinn sonur Ragnar Már. Elsku bróðir, ekki átti ég von á því að 14. nóvember síðastlið- inn yrði síðasti bræðrahitting- urinn með þér. Við áttum ynd- islega stund þessa helgi, jólahlaðborð í Grímsborgum og notalega næturstund í heita pottinum uppi í bústað. Minningarnar hlaðast upp og mig langar að segja þér svo margt, en ég kem því ekki frá mér. Hjartað slær svo hratt og augun fyllast af tárum er ég hugsa til þín. Minningarnar geymi ég í hjarta mínu þar til við hittumst á ný. Takk fyrir allt, elsku bróðir, og minn besti vinur. Þinn bróðir, hálfbróðir, Pétur. Lát minninganna mildu blóm mýkja og græða sárin, en ljúfra tóna enduróm ylja og þerra tárin. Við skulum horfa á vorsins hönd vetrar bræða drómann, knýta lífsins kærleiksbönd og kveikja jarðarblómann. Við skulum hlusta á ástaróð, allra vorsins gesta, er þeir syngja lífsins ljóð og ljúfar ástir festa. Við skulum láta vorsins yl vekja hjartans gleði og gera öllum gæðum skil, sem gæfan okkur léði. Guð gefi ykkur góða nótt Guð í himnaríki, svo þið getið sofið rótt sorgir burtu víki. (Höf. Ágúst Böðvarsson) Elsku Sigga og fjölskylda, við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og þökkum yndis- lega samfylgd með elsku Ragga frænda. Það er dýrmætt að hafa ræktað tengslin frá barnæsku og munum við hjónin varðveita góðar stundir og rækta frænd- garðinn áfram í hans anda. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur og minningu Ragga okk- ar. Kærleikskveðjur, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi og fjölskyldan öll. Kæri frændi. Það voru ógnvænleg tíðindi sem við fengum í vetur um að þú hefðir greinst með alvarleg- an sjúkdóm. Þú, minn yndislegi frændi og jafnaldri sem ég þekkti svo vel og hafði fylgst með allt mitt líf skyldir vera orðinn svona veikur var gríð- arlegt áfall. Við frændurnir vorum ekki háir í loftinu þegar þú varst að kenna mér að tefla á fína tafl- borðinu heima hjá ykkur á Rauðalæknum. Strax þá tengd- ust við vinaböndum sem héldu alla tíð. Á unglingsárunum varst þú oft hjá okkur á Nesinu og kynntist þar hressum krökkum. Eitt sumarið tókum við að okk- ur að þjálfa saman 5. flokk í Gróttu í fótbolta. Við vorum nú engir Alex Ferguson eða Jur- gen Klopp en við höfðum af- skaplega gaman af þessu og nutum þess innilega. Þú varst reyndar alltaf mikill áhugamað- ur um íþróttir og áttir eftir að vinna að alls kyns málum sem tengdust þeim. Það var líka alltaf gott að geta hringt í þig, fengið góð ráð eða bara spjallað um það sem við vorum að fást við þá stund- ina. Það var vinnan, fjölskyldan, pólitíkin eða áhugamálin sem við ræddum um á okkar vina- legu nótum. Við höfðum báðir afskaplega gaman af því að renna fyrir lax og gátum talað um laxveiði tímunum saman. Opnunarferðin hjá ykkur félög- unum í Miðfjarðará var alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá þér. Við töluðum oft um að skella okkur saman í góða veiðiferð en af því varð reyndar ekki, því miður, enda fórstu þú allt of fljótt og óvænt. Það var mikil gæfa hjá þér að kynnast henni Siggu þinni og eignast með henni ykkar glæsi- legu fjölskyldu. Þú varst líka mikill hvatamaður í því að styrkja ættartengslin og leiða vinnuna í því að koma okkur í „stórfjölskyldunni“ saman. Mjög eftirminnileg eru ættar- mótin sem við héldum á Borg í Grímsnesi þar sem ættingjar og fjölskyldur pabba míns og mömmu þinnar komu saman og skemmtu sér. Þar náðum við að kynnast afar vel og njóta þess að vera saman. Þá var líka frá- bær hugmyndin hjá okkur frændsystkinunum, mér, þér, Kiddý systur og Óla, bróður þínum, ásamt mökum okkar að fara að hittast reglulega til skiptis hvert hjá öðru og borða saman. Þar gátum við sannar- lega skemmt okkur saman og hlegið mikið yfir ýmsu sem upp hafði komið í gegnum tíðina og tengdist okkur. Þessi kvöld urðu síðan kveikjan að því að við ákváðum að fara saman í ut- anlandsferð í tengslum við sex- tíu ára afmæli okkar frænd- anna. Þetta var ógleymanleg ferð til Flórída þar sem farið var til Key West, Fort Lauder- dale og Orlando, skroppið í sjó- stangaveiði og fleira, en topp- urinn var þó vikusigling um karabísku eyjarnar á einu stærsta skemmtiferðaskipi í heimi. Kæri Raggi frændi, það eru góðar minningar um ljúfan og góðan dreng sem lifa. En elsku Sigga, Dúna, Óli og fjölskyldur, við Ragna og okkar börn send- um ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Ómar Ragnarsson. Við andlát Ragnars Arnar Péturssonar hefur orðið mikill missir hjá fjölskyldu, ættingj- um, vinum, bæjarbúum Reykja- nesbæjar, ásamt fjölmörgu fólki um land allt sem hann þekktu af leik eða starfi. Maður á erfitt með að trúa að þessi sterki per- sónuleiki sé fallinn frá sem sýn- ir að það er ljóst að enginn veit hver er næstur í röðinni til himna. Sendi mína innstu sam- úðarkveðju til allra aðstand- enda. Við Ragnar kynntumst fyrir rúmum þrjátíu árum og mynd- uðust strax sterk vinabönd á milli okkar þrátt fyrir að vera frekar ólíkir að mörgu leyti en eitthvað sérstakt varð til þess að aldrei kom brot í vinskapinn. Að spjalla við Ragnar var auð- velt þar sem hann fylgist ávallt vel með öllu í þjóðfélaginu og hafði yfir að búa sérstakri hæfni til að segja frá og ekki sakaði að hann hafði nöfn allra sem komu við sögu á hreinu,enda var fólk mikilvægt í hans augum, enda vinamargur. Þegar Ragnar sagði frá þá var það gert með nákvæmni og engu sleppt. Ef hann hafði farið á mannamót, þar sem boðið var upp á mat og drykk og margt var um manninn, þá byrjaði hann á að segja að tekið hefði verið á móti þeim hjónunum með freyðivíni í fordrykk og þeim síðan vísað til borðs og þar sátu … og síðan var boðið upp á hvítt og rautt með gljáðri nautasteik sem fylgdi … og síð- an var boðið upp á kaffi og koníak … og … dansað og hleg- ið … og hitti þennan og annan … síðan einhverjar tuttugu mínútur í viðbót um viðburði kvöldsins. Ég hefði sagt að mikið hefði verið af fólki og það var naut í matinn og látið þar við sitja. Ragnar var rökfastur maður með eindæmum, sem kom hon- um oftar en ekki til góða þrátt fyrir að ekki hafi allir verið hon- um sammála á ákveðnum stund- um. En þegar fram liðu tímar sáu margir, sem ekki höfðu keypt hans rök í fyrstu, að hann hafði haft rétt fyrir sér eða í versta falli að betra hefði verið að fara þá leið sem hann hafði mælt fyrir. Einn af kostum hans var hversu góður stjórn- andi hann var í smáum sem stærri verkefnum og einstak- lega fljótur að fá fólk til að gefa allt sem það átti til í verkin og vinna þau sem þau væru þeirra eigin. Þetta gerði hann með framkomu sinni og þeim per- sónutöfrum sem hann bjó yfir sem fyllti fólk af eldmóði í kringum hann. Ragnar var aðfluttur Reykjanesbæingur en það tók hann stuttan tíma að líta á sig sem góðan Suðurnesjamann og fór hann fljótlega að sýna það í verki. Hann byrjaði á sínum fyrstu árum að hafa afskipti af bæjarmálum þar sem honum var ávallt hugfast að vinna í þágu íþróttamála. Fáir einstak- lingar hafa komið að eins mörg- um þáttaskilum í íþróttamálum í Reykjanesbæ og lagt eins mik- inn metnað og hugsjón í að gera umgjörð íþróttamála eins góða og kostur var hverju sinni. Um mann eins og Ragnar eru til ótal skemmtilegar sögur og viðburðir sem hann tengdist um sína ævi, en þær verða að bíða betri tíma en verða örugglega rifjaðar upp hjá fjölskyldu og vinum um ókomin ár. Ragnar var sannur vinur í raun og þeirra stunda sem við áttum saman mun ég sakna mikið. Guð blessi þig, kæri vinur, Elvar Gottskálksson. Hann Raggi okkar kvaddi snögglega í þetta sinn. Það eru sérstök forréttindi að fá að hafa kynnst svona góðum dreng og hafa haft hann í fjölskyldunni. Heimsóknir þeirra Siggu og Ragga til okkar í Hollandi voru margar og alltaf jafn notalegar og skemmtilegar. Þar sem fótbolti var eitt af mörgum áhugamálum Ragga mætti hann fyrir nokkrum árum með synina tvo og tengdason til að fara á fótboltaleik íslenska landsliðsins í Hollandi með okk- ur. Þá var kátt í höllinni og mun sú ferð seint líða úr minni. Í sumar átti að endurtaka svona ferð til Frakklands en hún mun ekki verða söm án Ragga. Alltaf var Raggi mættur fyrstur upp á flugvöll til að taka a móti okkur, þegar við komum til landsins og keyrt var beint í veislukaffi til Siggu. Seint verður þökkuð hjálp- semi Ragga og notalegheit við okkur og strákana okkar. Þín verður sárt saknað, elsku Raggi, og erfitt verður að fylla í það skarð sem þú skilur eftir. Mörgu og góðu minningarnar um þig tekur enginn frá okkur. Missir og söknuður fjölskyld- unnar er mikill og óskum við þeim öllum styrks á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Edda, Óskar, Sigurður, Óli og Ásgeir, Hollandi. Ragnar Örn varð landsþekkt- ur sem íþróttafréttaritari, en sterk og hljómmikil röddin var kunnugleg þjóðinni sem fylgdist spennt með íþróttalýsingum í útvarpi. Hann talaði kjark í hlustendur í lýsingum sínum og þegar hann lýsti landsleikjum landsliðsins í fótbolta hafði mað- ur það á tilfinningunni að þessi kraftmikla rödd gæti breytt gangi leiksins. Tvö núll undir, en samt blés Ragnar Örn von í bjóst landsmanna á öldum ljós- vakans og maður trúði því að Ragnar Örn Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.