Morgunblaðið - 04.05.2016, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.05.2016, Qupperneq 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Þórður fæddist á Kirkjubóli íHvítársíðu 4.5. 1897. Foreldrarhans voru Eyjólfur Andrésson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja. Eyjólfur var sonur Andrésar Magnússonar, hreppstjóra í Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi, af Reykjaætt, og Katrínar Eyjólfsdóttur, en Guðrún var dóttir Brynjólfs Stef- ánssonar, hreppstjóra í Eystri- og Vestri-Kirkjubæ og á Selalæk á Rang- árvöllum, og k.h., Vigdísar Árnadóttur húsfreyju. Andrés var sonur Magnúsar Andréssonar, hreppstjóra og alþm. í Syðra-Langholti. Andrés var bróðir Helga í Birtingaholti, föður Ágústs, alþm. í Birtingaholti. Eyjólfur var bróðir Katrínar, ömmu Guðmundar Í. Guðmundssonar ráðherra, og bróðir Magnúsar, prófasts og alþm. á Gils- bakka, föður Péturs ráðherra. Bróðir Þórðar Eyjólfssonar var Andrés, alþm. í Síðumúla. Eiginkona Þórðar var Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja og eignuðust þau þrjú börn. Magnús, framkvæmda- stjóra NATÓ á Íslandi, föður Kjartans borgarfulltrúa og Andrésar blaða- manns; Ragnheiður, lengi fulltrúi hjá RÚV, móðir Láru Magnúsdóttur dr. í sagnfræði, og Guðrúnu, kennara í Reykjavík, móður Þórðar Þórarins- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Þórður lauk stúdentsprófi frá MR 1920, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1924, stundaði framhaldsnám í lög- fræði í Berlín 1928-29 og í Kaup- mannahöfn 1929 og lauk doktorsprófi frá HÍ 1934. Þórður var fulltrúi hjá bæjarfóget- anum í Reykjavík 1924-28 og kenndi jafnframt við Verslunarskóla Íslands, sinnti ýmsum lögfræðistorfum í Reykjavík 1930-33, var skipaður lagaprófessor við HÍ 1934 og var hæstaréttardómari 1935-66. Þórður var formaður yfirskatta- nefndar Reykjavíkur 1932-35, formað- ur Sakfræðingafélags Íslands og sat í ýmsum opinberum nefndum auk þess sem hann var mikilsvirkur fræðimað- ur á sviði lögfræði. Þórður lést 27.7. 1975. Merkir Íslendingar Þórður Eyjólfsson í þróun sjávarorkutækni hérlendis. Sjávarorka er þó ein umfangsmesta orkuauðlind landsins, sú eina sem er fyllilega fyrirsjáanleg og unnt er að nýta án nokkurra þekktra umhverfis- áhrifa. Verkefnið hefur notið stuðnings Tækniþróunarsjóðs en stuðningur við nýsköpun er því miður mjög brota- kenndur. Á þeim sviðum erum við meðal vanþróuðustu ríkja. Stjórnvöld undirrita t.d. Parísarsáttmálann með annarri hendi en eyðileggja Orkusjóð með hinni. Ég held að nú sé enginn hverfill nær því marki að geta nýtt orku annesjarasta á hagkvæman hátt. Þar eigum við mikil sóknarfæri.“ Valorka hlaut m.a. gullverðlaun IFIA, Alþjóðasamtaka hugvits- manna, árið 2011. Margir hafa lagt verkefninu lið og nýlega var efnt til samstarfs við erlenda aðila. Fyrstu sjóprófanir sjávarvirkjana hófust í Hornafirði árið 2013 og er fyr- irhugað að halda áfram í sumar: „Hverflaþróun er tímafrek, en sá tími nálgast að umhverfisvæn orka sjávar verður einn af okkar mik- ilvægustu orkugjöfum.“ Valdimar hefur verið formaður Samtaka frumkvöðla og hugvits- manna um nokkurra ára skeið; hvatamaður og formaður samtaka um stofnun tæknimiðstöðvar og hef- ur setið í stjórnum félaga á sviði menntunar og nýsköpunar. Valdimar les mikið, grúskar, fer í gönguferðir og sígur í björg. Hann er nú að ljúka upphleðslu á elsta húsi landsins til atvinnunota, hesthúsinu á Hólum í Kollsvík, steinhlöðnu torf- húsi með helluþaki sem var byggt um 1650. Hann grúskar í sögu og minjum í Kollsvík og semur orðasafn með sér- kennum málfars þar vestra. Í safninu eru þegar skýrð um 25 þúsund orð og orðtök, en af þeim eru um 3 þúsund óskráð í Orðabók HÍ. Þá hefur hann sett fram tilgátu um tilurð frostgíga, sem eru algengir kringum Kollsvík og nágrenni. Þetta náttúrufyrirbæri hefur ekkert verið rannsakað hér og lítið annars staðar. Fjölskylda Eiginkona Valdimars er Guðbjörg Sigurðardóttir, f. í Djúpuvík á Ströndum 15.10. 1953, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Sigurður Pétursson, f. 6.3. 1912, d. 8.6. 1972, út- gerðarmaður frá Bolungarvík, og Ína Jensen, f. 2.10. 1911, d. 17.2. 1997, húsfreyja frá Árneshreppi. Þau bjuggu um tíma á Kúvíkum og Djúpuvík en síðan í Reykjavík. Guð- björg var áður gift Eyvindi Jóhanns- syni og á með honum tvö börn. Valdimar var áður í sambúð með Sigríði Sigurðardóttur frá Steinmóð- arbæ, f. 14.2. 1945, d. 18.5. 1996. Stjúpbörn Valdimars eru Jóhann Eyvindsson, f. 14.12. 1974, kennari hjá Slysavarnaskóla sjómanna m.m., kvæntur Fanny Tryggvadóttur söng- konu og eru börn Jóhanns Evindur, f. 1995, Rúnar Már, f. 1998, Gabríel Elí, f. 2000, og Rakel Lilja, f. 2003, og Jón- ína Eyvindsdóttir, f. 22.1. 1978, forn- leifafræðingur, gift Eiríki Stefáni Einarssyni lögregluþjóni og eru börn þeirra Sigurbjörg Sara, f. 2009, og Valdimar Einar, f. 2014. Bræður Valdimars eru Guðbjartur Össurarson, f. 16.2. 1954, rekur bók- haldsstofu á Hornafirði; Hilmar Öss- urarson, f. 2.6. 1960, fyrrv. bóndi í Kollsvík, nú fjárhirðir í Húsdýragarð- inum í Reykjavík; Egill Össurarson, f. 16.4. 1964, starfsmaður Fiskmark- aðar Patreksfjarðar, og Kári Öss- urarson, f. 7.4. 1969, rafeindavirki á Patreksfirði. Foreldrar Valdimars: Össur Guð- bjartsson, f. 19.2. 1927, d. 30.4. 1999, bóndi á Láganúpi og oddviti Rauða- sandshrepps, og Sigríður Guðbjarts- dóttir, f. 5.8. 1930, á Lambavatni, hús- freyja og bóndi á Láganúpi, þekkt fyrir listaverk sín, ekki síst málun á steinhellur. Úr frændgarði Valdimars Össurarsonar Valdimar Össurarson Guðbjörg Halldórsdóttir húsfr. á Grundum Halldóra Kristjánsdóttir b. og húsfr. á Lambavatni Guðbjartur Gísli Egilsson bóndi og þjóðhagasmiður Lambavatni á Rauðasandi Sigríður Guðbjartsdóttir bóndi og listakona á Láganúpi Rebekka Gísladóttir húsfr. á Lambavatni Egill Gunnlaugsson b. á Lambavatni Guðbjörg Ólína Guðbjartsdóttir húsfr. í Kollsvík Halldóra Guðbjörg Torfadóttir húsfr. á Lambavatni Magnús Torfi Ólafsson ráðherra Anna Guðrún Torfadóttir húsfr. í Stakkadal Samúel Torfason framkvæmdastj. í Rvík Ólafur Magnússon b. á Hnjóti Torfi Ólafsson form. Kaþólskra leikmanna Ásbjörn Jónsson verslunarm. og þekktur bridsleikari Árni Samúels- son bíóforstjóri Egill Ólafsson safnvörður og flugvallar- stj. á Hnjóti Ólafur Torfason kvikmynda- gagnrýnandi Jón Ásbjörnsson fiskútflytjandi Sveinn Ólafsson myndskeri Anna Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Hnjóti og Láganúpi Magnús Árnason b. á Hnjóti í Örlygshöfn Hildur Magnúsdóttir b. og húsfr. í Tröð og Láganúpi Guðbjartur Guðbjartsson b. og form. í Tröð og síðar á Láganúpi Össur Guðbjartsson oddviti á Láganúpi í Kollsvík Guðrún A. M. Halldórsdóttir húsfr. í Kollsvík Guðbjartur Ólafsson b. í Kollsvík í Rauðasands- hreppi, af Kollsvíkurætt Kristján Ásbjörnsson b. á Grundum í Kollsvík Ástríður Ásbjörnsdóttir húsfr. á Deildará í Múlasveit 95 ára Ragnheiður Pálsdóttir 90 ára Elín Guðjónsdóttir Ólína Sæmundsdóttir 85 ára Óskar Sigurðsson Pálmi Finnbogason Steinþóra Jóhannesdóttir 80 ára Elsa Böðvarsdóttir Gerður Þorsteinsdóttir Kristbjörg Guðmundsdóttir Unnur Jónsdóttir 75 ára Þorkell Erlingsson Þórdís Óskarsdóttir Þórólfur Jónsson 70 ára Ástþór Ragnarsson Björgvin Víglundsson Hafsteinn Kristinsson Kristinn G. Garðarsson Ólína Eygló Ólafsdóttir Rafn Sævar Heiðmundsson Ægir Geirdal Gíslason 60 ára Ari Guðmundsson Ásgeir Bjarnason Birna Borg Sigurgeirsdóttir Dóra Axelsdóttir Edda Stefánsdóttir Erla Lind Þorvaldsdóttir Frímann Sigurnýasson Guðni Þór Ingvarsson Gunnar Sigurðsson Hallgrímur Arnalds Reynir Einarsson Sólrún Elídóttir Valdimar Össurarson 50 ára Carmen Valencia Palmero Guðmundur Guðlaugur Gunnarsson Hólmfríður Birgisdóttir Hulda Ingvadóttir Margrét Traustadóttir Sólveig Sigríður Einarsdóttir 40 ára Arna Friðriksdóttir Bjarki Þór Eliasen Bryndís Þorkelsdóttir Guðbjörg Torfadóttir Hafliði Þorkell Rúnarsson Hildur Brynja Sigurðardóttir Ingólfur Örn Ingvason Lilja Debóra Ólafsdóttir Tomasz Piotr Rozanski 30 ára Anna Björg Helgadóttir Arnar Logi Kristinsson Atli Hilmar Skúlason Inga Ósk Áslaugsdóttir Joao Filipe Vieira Kristján Einarsson Kristján Grímur Hermannsson Óskar Fannar Guðmundsson Tadas Nogaitis Til hamingju með daginn 30 ára Arnar Logi ólst upp í Reykjavík, býr í Vog- unum og er starfsmaður hjá Securitas. Maki: Hildigunnur Jón- asdóttir, f. 1987, lögfræð- ingur. Sonur: Tristan Logi, f. 2009. Foreldrar: Díana Vera Jónsdóttir, f. 1957, hár- greiðslumeistari, og Krist- inn Svansson, f. 1955, d. 1994, vörubifreiðarstjóri og verktaki. Arnar Logi Kristinsson 40 ára Lilja býr á Ísafirði, stundar nám í leikskóla- fræði við HÍ og starfar við leikskóla. Maki: Sæmundur Guð- mundsson, f. 1977, mjólkurbílstjóri. Börn: Jakob Fannar, f. 1996; Katla María Magda- lena, f. 2003, og Tómas Geiri, f. 2006. Foreldrar: Ólafur Vil- hjálmsson, f. 1927, d. 2015, og Helga Kristjáns- dóttir, f. 1939, d. 2008. Lilja D. Ólafsdóttir 40 ára Hildur ólst upp í Sandgerði og Hafnarfirði, býr í Hafnafirði og er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Maki: Erlendur G. Guð- mundsson, f. 1976, starf- maður hjá Metal ehf. Börn: Emil Snær, f. 2005; Ívar Elí, f. 2008, og Íris Embla, f. 2011. Foreldrar: Sigríður Á. Árnadóttir, f. 1950, og Sigurður G. Guðjónsson, f. 1949, d. 1996. Hildur Brynja Sigurðardóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.