Morgunblaðið - 04.05.2016, Síða 38

Morgunblaðið - 04.05.2016, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Persóna, sýning Íslenska dans- flokksins, verður frumsýnd í kvöld kl. 20 á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins þar sem tvö ný dansverk eft- ir þrjá íslenska danshöfunda verða frumflutt. Þetta eru verkin „Neon“ eftir Hannes Þór Eg- ilsson og „What a feeling“ eftir Höllu Ólafsdótt- ur og Lovísu Ósk Gunnars- dóttur. „Neon“ er frumraun Hann- esar Þórs sem danshöfundar. „Ég vildi gera verk sem væri „púra“ dansverk. Þetta er ab- strakt. Það er engin saga. Eng- in rannsóknar- vinna,“ segir Hannes Þór um verkið „Neon“. „Ég hef verið að leita að mínum hreyfistíl. Mig langar að fólk geti þekkt stílinn minn um leið og það sér dans- sporin eins og t.d. í tónlist, þá þekkir fólk höfund tónlistarinnar um leið og það heyrir hana,“ segir Hannes Þór. Ákveðinn hreyfistíll Honum fannst ákveðinn stíll myndast í lokin þegar verkið hafði tekið á sig mynd. Afraksturinn kom honum skemmtilega á óvart því hann renndi blint í sjóinn. Hann leitaði jafnframt eftir stíl og hreyfingum sem áhorfendum þætti gaman að horfa á og væri bæði fyrir augu og eyru. Í þessu sam- hengi bendir hann á að dansverk- um hætti til að miðla tiltekinni sögu þar sem ekki er lagt eins mikið upp úr danssporum. Í „Neon“ er hvert spor gaum- gæfilega valið og áhersla lögð á mikilvægi hverrar einstakrar hreyfingar. Hannes hóf æfingaferlið fyrir verkið með óskrifað blað og samdi allar hreyfingar verksins í æfinga- stúdíói Íslenska dansflokksins með dönsurunum. Hann er ánægður með frumraunina og segir margt hafi farið fram úr hans björtustu vonum. Sólódans á stöllunum Sólódans varð fyrir valinu hjá danshöfundunum þeim Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunn- arsdóttur í „What a feeling“. „Okkur langaði að skoða aðferðina við að búa til dans. Gera sköpunar- ferlið gegnsætt. Það er algengt í dag að danshöfundur komi inn með hugmynd og vinnur svo náið með dönsurunum. Oft upp að því marki að höfundarétturinn er kominn á grátt svæði,“ segir Lovísa Ósk. Halla tekur undir og bætir við: „Og líka að skoða hlutverk dans- arans sem höfundar.“ Í þessu sam- hengi bendir Lovísa á að þær leggi áherslu á að draga fram ein- staklinginn í sköpunarferlinu. „Oft á tíðum þegar maður er í hópverk- efnum þar sem listrænt framlag manns er mikið sjá áhorfendur nafnlausa heild þegar dansararnir standa á sviðinu. Okkur langaði að grafa ofan í þetta allt saman,“ seg- ir Lovísa. Til þess að ná þessu fram skrif- uðu danshöfundarnir dönsurunum bréf. Í bréfinu útskýrðu þær hvernig þær vildu skapa uppá- haldsdansinn þeirra og lögðu fyrir dansarana rúmlega 30 spurningar til að komast nær uppáhalds- dansinum. Verkefnið snýst einnig um að sameina hið talaða orð og tungu- mál dansins. „Við höfum svo mik- inn áhuga á því sem er til hliðar við sjálfan dansinn. Hvaða orð við notum og hugtök,“ segir Halla. Þegar þær voru búnar að vinna úr spurningalistunum lögðu þær verkefni eða tiltekna formúlu fyrir dansarana til að setja verkefnin inn í. Eftir það fór boltinn að rúlla og skiptust dansarar og höfundar á hugmyndum. „Við vildum að dansararnir héldu sérstöðu sinni,“ segir Halla. Þeim finnst hugmyndin um frumleika vera ofmetin í nútíma- samfélagi. Í listsköpun sinni að þessu sinni kjósa þær frekar að taka efni sem er til og setja það saman á annan og nýjan hátt í von um að hið einstaka brjótist fram. Rýnt í höfundarétt í danssköpun  Persóna, sýning Íslenska dansflokksins, frumsýnd í kvöld  Tvö ný íslensk verk frumflutt  Neon er frumraun Hannesar Þórs Egilssonar  „Skoða hlutverk dansarans sem höfundar“ Ljósmyndir/Jónatan Garðarsson Neon „Mig langar að fólk geti þekkt stílinn minn um leið og það sér danssporin,“ segir Hannes Þór Egilsson. What a feeling Einar Aas Nikkerud í sólóinu sínu í What a feeling. Hannes Þór Egilsson Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Halla Ólafsdóttir Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Há- skóla Íslands, flytur hádegisfyrir- lestur um Listvinafélag Íslands í lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu í dag kl. 12-13. Í ár eru liðin 100 ár frá því að List- vinafélag Íslands var stofnað í Reykjavík. Af því tilefni efndi Listfræðafélag Íslands í vor til hádegisfyrirlestra um Listvina- félagið og efni tengd því. Erindi Benedikts ber titilinn Fyrsta almenna listasýningin 1919: Um Listvinafélagið og mótun ís- lenskrar fagurmenningar, og er jafnframt fjórði og síðasti fyrir- lesturinn. Í erindinu verður fjallað um fyrstu árin í starfsemi Listvina- félagsins og leitast við að setja þau í hugmynda- og menningar- sögulegt samhengi. Í forgrunni verður fyrsta al- menna íslenska listasýningin árið 1919 og þær hræringar sem greina má í íslensku menningarlífi á þeim tíma. Á árunum 1919 og 1920 rata nýjar og framsæknar listhreyfingar í Evrópu, á borð við fútúrisma, dadaisma og kúbisma, af krafti inn í íslenska menningar- umræðu og gegna mikilvægu hlut- verki við mótun hugmyndarinnar um íslenska nútímalist. Fyrirlesarar eru félagsmenn Listfræðafélags Íslands og eru all- ir velkomnir. List Benedikt Hjartarson heldur erindi í dag um Listvinafélag Íslands. Rætt um fyrstu ár Listvinafélagsins Síðumúla 11 - Sími 568-6899 - Opið virka daga: 8 til 18; Laugardaga 10 til 14 - www.vfs.is 32.900 Verð Milwaukee Hleðsluborvél Borvél frá Milwaukee M12. Átak 30Nm, kemur með 2x2,0 Ah rafhlöðum og hleðslutæki. MW 4933441915 74.900 Verð Milwaukee borvélasett Borvél M18 og M12 saman í pakka. Með fylgja 2x4,0 Ah, 1x2,0Ah rafhlöður og hleðslutæki. MW 4933451017 Milwaukee hitajakki Camo Vandaður hitajakki sem gengur fyrir M12 rafhlöðum, 3 hitastillingar. Kemur án rafhlaðna og hleðslutækis. Til í stærðum M, L, XL 19.990 Verð Herslulykill 2130XP Léttur herslulykill frá Ingersoll Rand Hersla: 34-474 Nm Losun: 816 Nm IR 80136112 36.900 Verð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.