Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Svissneski hönn- uðurinn Niklaus Troxler flytur fyrirlestur í sal Arion banka í dag, miðviku- dag, kl. 17.30. Fjallar hann þar um hönn- unarverk sín. Troxler hefur meðal annars hannað fjölda vegg- spjalda fyrir djasstónleika og djasshátíðir, leikhús og alls kyns tónleika auk verkefna sem tengj- ast stjórnmálum og umhverfi. Troxler hefur rekið eigið hönn- unarstúdíó í París síðan 1973. Niklaus Troxler fjallar um hönnun Niklaus Troxler Ný og glæsileg safnbygging sam- tímalistasafns San Francisco-borgar í Bandaríkjunum, San Francisco Museum of Modern Art (SFMoMA), hefur vakið mikla athygli. Hvít sjö hæða byggingin, sem mörgum þykir minna á rjómatertu, er hönnuð af norsku arkitektunum í Snøhetta sem hafa hannað menningarhús víða um lönd eftir að óperuhús þeirra í Ósló sló í gegn. Arkitektarnir segj- ast hafa horft til báranna á San Francisco-flóanum þegar þeir hönn- uðu ytra byrði hússins. Safnið verður opnað 14. maí næst- komandi í þessum nýju salar- kynnum, sem leggjast við eldri safn- byggingu og meira en þrefalda sýningarrýmið. Blaðamenn hafa fengið að skoða safnið síðustu daga og hefur það hlotið mikið lof fyrir hönnunina, sem þykir styðja af- burðavel við listaverkin. Þá hefur fjöldi nýrra verka í safneigninni vak- ið verðskuldaða athygli. Fyrir vikið þykir SFMoMA blanda sér í keppn- ina við MoMA í New York og Getty- safnið í Los Angeles um ferskasta og forvitnilegasta samtímasafn Bandaríkjanna – auk þess sem þar er nú meira pláss fyrir samtímalist en í hinum söfnunum. Og talið er víst að listunnendur alls staðar að flykkist til borgarinar að skoða. 1.100 verk Fisher-hjónanna Um 3.000 ný listaverk munu hafa bæst í safneign SFMoMA, en þar vekur hvað mesta athygli lán til hundrað ára á um 1.100 verkum úr eigu Fisher-hjónanna, stofnenda GAP-fatakeðjunnar, sem hafa verið einhverjir mikilvirkustu safnarar samtímalistar undanfarna áratugi. Hingað til hafa verkin aðeins verið sýnileg starfsmönnum GAP í höf- uðstöðvunum í San Francisco en langtímalán safnsins á verkum þeirra þykir gjörbreyta safneigninni og var meginástæða þess að ráðist var í að stækka safnið. Einkum er um verk eftir bandaríska og þýska listamenn að ræða. Þar á meðal má nefna nær 130 verk eftir Sol LeWitt, 45 eftir Alexander Calder, 41 eftir Ellsworth Kelly og 24 eftir Gerhard Richter. Sumir salir safnsins hafa verið hannaðir sérstaklega fyrir verk úr safni Fisher-hjónanna, til að mynda átthyrnt herbergi fyrir sjö málverk eftir Agnesi Martin sem þykir minna á kapellu. Ljósmyndir og innsetningar Í SFMoMA er nú meira rými lagt undir ljósmyndalist en í öðrum bandarískum söfnum, þar er sérstök deild fyrir teikningar og stórt verk- stæði fyrir forverði. Þá er anddyri nýju safnbyggingarinnar, sem opið er öllum endurgjaldslaust, lagt und- ir stórar innsetningar. Nú er þar 213 tonna stálskúlptúr eftir Richard Serra, úr safni Fisher-hjónanna, en Serra er höfundur Áfanga í Viðey, verks sem hann gaf Íslendingum. Stjórnendur SFMoMA segjast meðvitaðir um að meirihluti verk- anna í Fisher-safninu sé eftir hvíta karlmenn og hafa þeir reynt að bæta úr því með því að kaupa og þiggja að gjöf verk eftir konur og listamenn víðs vegar að úr heim- inum, auk þess sem safnað hefur verið verkum eftir bestu fulltrúa heimamanna og athyglisverða unga listamenn. Stærsta samtímalistasafnið  Samtímalistasafn San Francisco opnað í nýrri safnbyggingu sem Snøhetta hannaði  Rómað listaverkasafn stofnenda GAP fengið að láni til 100 ára AFP Listaverk Á svölum utan á hinni nýju safnbyggingu í San Francisco. Arkitektarnir höfðu bárurnar á flóanum í huga þegar þeir hönnuðu ytra byrði hússins. Í safninu er fjórðungi meira sýningarrými en í MoMA í New York. Fjölbreytilegt Gagnrýnendur hrósa því hve vel verkin sitja í nýjum sölum. Veggteikning Gestur í einum salanna með verkum eftir Sol LeWitt. Hiphop-söngleikurinn Hamilton, sem fjallar um landsfeður Banda- ríkjanna, er tilnefndur til 16 Tony- verðlauna. Aldrei áður hefur einn söngleikur hlotið jafnmargar til- nefningar. Söngleikurinn er þegar orðinn sá mest sótti á Broadway í áraraðir. Gagnrýnendur og áhorf- endur hafa lofað sýninguna í há- stert og uppselt er á allar sýningar. New York Times segir leikverkið ná þeirri sérstöðu að teygja sig rækilega inn í dægurmenninguna. Höfundur sýningarinnar er Lin- Manuel Miranda en hann er marg- verðlaunaður og hefur m.a. hlotið Pulitzer-verðlaunin. Áhugi á öllu sem tengist sýning- unni er mikill. Hann sést glögglega m.a. á samfélagsmiðlum, sjón- varpsþáttum, lögum úr söng- leiknum og bókum um það sem gerist bak við tjöldin, svo fátt eitt sé nefnt. Talið er víst að gríðarlega margir horfi á Tony-verðlaunahá- tíðina sjálfa. Söngleikirnir Billy Elliot (2009) og The Producers (2001) voru báð- ir tilnefndir til 15 Tony-verðlauna hvor. Söngleikurinn The Produ- cers hlaut alls 12 Tony-verðlaun það árið og er jafnframt sá söng- leikur sem hefur hlotið flest verð- laun. Það verður fróðlegt að sjá hvort Hamilton jafni metið þegar verðlaunin verða veitt 12. júní. 16 tilnefningar Hip-hop-söngleikurinn hlýtur 16 tilnefningar. Flestar tilnefningar í sögu Tony-verðlaunanna CAPTAIN AMERICA 3D 6, 9 CAPTAIN AMERICA 10:25 RATCHET & CLANK 5:50 ÍSL.TAL HUNTSMAN: WINTERS WAR 10:10 THE BOSS 5:50, 8 MAÐUR SEM HEITIR OVE 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.