Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 44

Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Hver er þessi Guðni Th.? 2. Gagnrýnir hamingjuóskir Sigmundar 3. Rikka lenti í hjólreiðaslysi á Spáni 4. „Hún vissi að hún færi snemma … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stefán S. Stefánsson, saxófónleik- ari og djasstónskáld, stjórnar djass- hljómsveit Winnipeg-borgar í Kanada á tónleikum á sunnudaginn kemur. Sveitin flytur þá stórsveitarsvítu Stefáns, Íslendingur í Alhambrahöll, en fyrir hana hreppti Stefán íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra í flokki djasstónlistar. Undir stjórn Stefáns mun stórsveitin einnig leika vinsæl og þekkt sönglög sem söngkonan Stacey Natrass flytur, en hún nýtur mikilla vinsælda í Winnipeg og er þekkt fyrir að syngja kanadíska þjóð- sönginn ítrekað á úrslitaleikjum í ísknattleik þar í landi. Morgunblaðið/Einar Falur Stefán stjórnar svítu sinni í Kanada  Á útskrifartón- leikum Heklu Magnúsdóttur í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21 mun hljóma verk sem hún hef- ur samið fyrir hið óvenjulega hljóð- færi þeramín. Hekla er að út- skrifast af nýmiðlabraut í tónlistar- deild Listaháskóla Íslands. Hún er sjálflærð á þeramín og hefur tekist á við að kanna mismunandi möguleika þessa syngjandi rafhljóðfæris og hef- ur samið fyrir það ólík verk. Á tón- leikunum hljómar verkið „>2 en <30“, en það samdi Hekla fyrir tvö eða fleiri þeramín en þó færri en 30. Hún flytur verkið ásamt Jesper Ped- ersen og blandast raddirnar sem þau framkalla kór af þeramíndróni og þeramínfuglum. Hekla flytur tónverk sitt fyrir þeramín Á fimmtudag og föstudag Norðan 8–15 m/s með rigningu, slyddu eða snjókomu, en úrkomulítið sunnantil á landinu. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, 2-12 m/s, og dálítil rigning eða slydda norðvestantil. Norðan 10-15 m/s síðdegis og rigning eða slydda, einkum eystra, en þurrt suðvestantil. Hiti 0 til 10 stig. VEÐUR Viðar Örn Kjartansson var fyrsti maður í lið vikunnar sem birtist í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag, en þetta er í fimmtánda sinn sem blaðið birtir úrvalslið íslenskra knattspyrnukarla, hvar sem þeir spila í heim- inum, á þessu ári. Viðar skoraði þrennu fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni og var fyrstur Íslend- inga til að afreka það á þessu ári. »1 Viðar Örn fyrstur með þrennu í ár Afturelding leikur til úrslita um Ís- landsmeistaratitil karla í handbolta, annað árið í röð, eftir að hafa slegið út bikarmeistara Vals í fimm leikja undanúrslitaeinvígi. Framlengja þurfti dramatískan oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gær- kvöld. »2 Afturelding aftur í úrslit eftir mikla dramatík Þrír leikmenn úr ÍBV eru í úrvalsliði 1. umferðar Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu sem Morgunblaðið hefur val- ið, en Eyjamenn hófu Íslandsmótið á 4:0-sigri á ÍA. Sá leikmaður sem Morgunblaðið varpar ljósi á að þessu sinni er Aron Bjarnason. Samherji hans hjá ÍBV og áður Fram segist strax hafa séð að hann væri með „dúndurhæfileika“. »2 Þrír Eyjamenn í fyrsta úrvalsliði sumarsins ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bræður munu berjast sagði í Völu- spá og sú verður raunin í kvöld þeg- ar bræðurnir Arnar Gunnarsson og Stefán Árnason, þjálfarar hand- knattleiksliða Fjölnis og Selfoss, stýra liðum sínum í oddaleik úrslita 1. deildar. Hvort lið hefur unnið tvo leiki og mun sigurvegari viðureign- arinnar fara upp í efstu deild á næstu leiktíð. Stefán og Arnar eru sammæðra, en faðir Stefáns og upp- eldisfaðir Arnars er Árni Jakob Stefánsson, sem er mörgum hand- boltaunnendum kunnur enda þraut- reyndur þjálfari. Arnar er 38 ára en Stefán þrítug- ur. „Ég ólst upp sem krakki með Árna á Akureyri og fór með honum á allar æfingar og upplifði hans fót- bolta- og handboltaár sem þjálfari og svo þegar ég gat ekki spilað leng- ur var annaðhvort að fara að gera eitthvað annað eða fara að þjálfa,“ segir Arnar. Hann segir að sam- skipti þeirra séu í lágmarki meðan á rimmunni standi. „Samskiptin eru bara núll,“ segir Arnar. Hann segir hins vegar að alla jafna spjalli þeir mikið saman um handbolta. Hann viðurkennir að nokkur rígur sé á milli þeirra bræðra þessa dagana. „Annað væri óeðlilegt,“ segir Arnar. Hafa ekkert um að ræða Fjölnir og Selfoss munu mætast í níunda skiptið á tímabilinu í kvöld. Hafa Fjölnismenn sigrað sex sinn- um en Selfyssingar unnið síðustu tvo leiki. Aðspurður segir hann að stöku sinnum hafi kastast í kekki á milli þeirra bræðra meðan á leikjum standi. „Bara einhverjar smávægi- legar glósur. Ég er reyndar eigin- lega aldrei að atast eitthvað út í and- stæðinginn,“ segir Arnar í gaman- sömum tón. Stefán viðurkennir að sérstakt sé að mæta bróður sínum. „Þetta er svolítið öðruvísi en að mæta öðrum þjálfurum þó að maður reyni að halda undirbúningi eins og venju- lega,“ segir Stefán. Hann segir að þeir bræður hafi stúderað íþróttina í sameiningu í gegnum árin og fyrir vikið sé margt líkt í leikstíl liðanna. „Núna eru samskipti okkar bræðra í lágmarki. Enda veit ég ekki um hvað við ættum að ræða þegar svona stutt er á milli leikja,“ segir Stefán og hlær. Ólíkt Arnari spilaði Stefán aldrei í meistaraflokki í handbolta. Segist hann hafa ákveðið snemma að þjálf- un ætti betur við hann. „Maður var búinn að fylgjast með gamla manninum lengi og ég áttaði mig snemma á því að þjálfun ætti betur við mig. Því fór ég fyrr í þjálf- unina á meðan Arnar spilaði lengi og var hörkuleikmaður,“ segir Stefán. Bræðrabylta á hliðarlínunni  Stefán og Arn- ar mætast í úr- slitarimmu Feðgar Arnar Gunnarsson og Stefán Árnason með föður sinn og uppeldisföður á milli sín, Árna J. Stefánsson. Árni Stefánsson, faðir Gunnars og Stefáns, starfaði lengi við hand- knattleiksþjálfun og og var m.a. aðstoðarþjálfari Alfreðs Gísla- sonar árið 1997 þegar KA varð Ís- landsmeistari í fyrsta sinn. Þá var hann um hríð fyrirliði knattspyrnu- liðs Þórs á Akureyri. Hann segir að strákarnir hafi báðir fengið íþróttauppeldi og að þeir hafi verið með honum í handboltahúsum um hvippinn og hvappinn á sínum yngri árum. „Ég er fyrst og fremst ótrúlega stoltur af þeim. En það verður að viðurkennast að það er sérstök tilfinning og gríðarlega erfitt að þurfa að sitja í miðjunni og helst þegja á meðan leikurinn er í gangi. Þeir sem mig þekkja vita að ég er þekktur fyrir að láta vel í mér heyra þegar svo ber undir,“ segir Árni. Hann segist ræða stuttlega við strákana eftir leiki en lítið þess á milli. „Þetta er náttúrulega bara eins og stríð núna,“ segir Árni, sem á þó von á því að menn verði búnir að slíðra sverðin yfir aðfangadagssteikinni. „Ótrúlega stoltur af þeim“ Á ERFITT MEÐ AÐ SITJA KYRR OG ÞEGJA Á LEIKJUNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.