Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 1

Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 1
F Ö S T U D A G U R 3. J Ú N Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  128. tölublað  104. árgangur  STYTTU FERÐALAGIÐ LENGDU FESTIVALIÐ SUMARHÁTÍÐIR 2016 FLUGFELAG.IS IS LE N SK A/ SI A. IS FL U 80 10 4 06 /1 6 Vertu tímanlega og bókaðu flugið núna á FLUGFELAG.IS FORSETA- KOSNINGAR VIÐTÖL | 48-66 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings 54,8% aðspurðra í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblað- ið á fylgi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands. Davíð Oddsson nýtur stuðnings 19,7% að- spurðra, Andri Snær Magnason, 12,3% og Halla Tómasdóttir 9,5%. Aðrir frambjóðendur mælast með undir 2% fylgi. Halla Tómasdóttir bætir við sig mestu fylgi frá síðustu könnun Fé- lagsvísindastofnunar sem birtist 14. maí. Þá mældist hún með 1,5% fylgi og hefur því bætt við sig um 8 prósentustigum miðað við síðustu könnun. Guðni Th. Jóhannesson tapar hins vegar mestu eða rúmum tólf prósentustigum, en hann mældist með um 67,1% fylgi í könnuninni sem Félagsvísinda- stofnun gerði 12. og 13. maí sl. Stuðningur við Andra Snæ Magnason eykst um 4,5 prósentu- stig og fylgi Davíðs Oddssonar hefur aukist um 2,3 prósentustig frá seinustu könnun. Könnunin var gerð 1. og 2. júní og náði til 2.000 manns í netpanel Félagsvísindastofnunar, sem vald- ir voru með handahófskenndu úr- taki fólks yfir 18 ára aldri á land- inu öllu. Alls svöruðu 893 könnuninni og er brúttó svarhlut- fallið því 45%. Guðni missir fylgi  Halla Tómasdóttir bætir við sig um átta prósentustigum milli kannana  Davíð mælist með 19,7% og Andri Snær 12,3% MSveiflur í fylgi við … »18 Kosningar »6, 30 Ný fylgiskönnun » Nokkrar sveiflur eru í fylgi við frambjóðendur. » Guðni mælist með stuðning rúmlega helmings í könnuninni en tapar engu að síður miklu fylgi frá síðustu könnun. » Davíð, Andri Snær og Halla bæta við sig fylgi milli kannana. Vatnajökull kemur allvel undan vetri, að sögn Finns Páls- sonar, verkefnastjóra í jöklarannsóknum hjá Háskóla Íslands. angur ásamt hópi vísindamanna til að rannsaka jökulinn bet- ur. „Sagan er svo ekki öll sögð fyrr en sumrinu lýkur.“ „Snjóalög eru svipuð og hefur verið síðustu fimmtán árin að meðaltali,“ segir Finnur, en í dag leggur hann af stað í leið- Vetur konungur færir Vatnajökul í mjúkar hendur sumars á ný Morgunblaðið/RAX  19% íslenskra stúlkna og 12% pilta í framhaldsskólum hafa skað- að sjálf sig einu sinni eða oftar og rúm 42% stúlkna og 29% pilta sem stunda nám í framhaldsskólum hafa einu sinni eða oftar hugleitt sjálfs- skaðandi hegðun. Þetta sýnir rann- sókn Rannsóknar & greiningar, sem gerð var meðal framhalds- skólanemenda. »46 Sjálfsskaðandi hegðun er algeng  „Við teljum þetta alls ekki æski- legt því prófið var fært fram svo nemendur hefðu 10. bekkinn til að ná markmiðum sínum. Þegar prófið er svo fært aftur til loka 10. bekkj- ar, eins og hér er gert ráð fyrir, þá er ekki verið að vinna með hags- muni nemenda að leiðarljósi.“ Þetta segir Guðbjörg Ragnars- dóttir, varaformaður Félags grunn- skólakennara, og vísar í máli sínu til fyrirhugaðra breytinga á fram- kvæmd samræmdra prófa, en ár- gangur 2001 mun einn árganga þurfa að þreyta prófin við lok 10. bekkjar í stað 9. bekkjar. »4 Ekki með hagsmuni nema að leiðarljósi Morgunblaðið/Eyþór Próf Breytingarnar eru gagnrýndar mjög. Vinna við undirbúning friðlýsingar Látrabjargs og nágrennis hefur verið sett á ís. Ekki hefur tekist að ná samstöðu meðal landeigenda. Umhverfisstofnun mun vera með lágmarksstarfsemi þar í sumar. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri seg- ir að hætta sé á skemmdum af völd- um stjórnlausrar umferðar ferða- fólks og minni möguleikar á að huga að öryggi fólks. »4 Ósamstaða um frið- lýsingu Látrabjargs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.