Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Smart föt, fyrir smart konur Firstrain regnkápa 2 litir/St. XS–XL Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Nýtt frá Náttúrulegt gúmmí Stærðir 36–41 Miss Juliette Bot Nýr litur: Brun Miss Julie Litur: Noir Í vinnunni Jón Þorgeir að viðra hundana, sá guli heitir Cha-cha og er karlkyns, en hvíta tíkin heitir Addie. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég var að kafa á tuttugumetra dýpi á Filippseyjumþegar ég ákvað að fara tilJapan, og sé ekki eftir því. Japan er stórkostlegt land en um leið skrýtinn staður. Ef fólk heldur að Skandinavía sé hrein, skipulögð og falleg er hægt að margfalda það dug- lega og útkoman er hér í Japan. Ef afi minn hefði fyrir fjörutíu árum reynt að ímynda sér hvernig framtíðin yrði hefði hann sennilega aldrei giskað á að hún væri eins og í Tókýó, þar sem er gígantískt mannhaf, gagnvirkir skjáir úti um allt, vélmenni, syngjandi götu- ljós og sex hæða byggingar þar sem fólk dvelur jafnvel dögum saman við tölvuspil. Hér talar nánast enginn ensku en allir eru tilbúnir að hjálpa manni, bugta sig og beygja, brosa og reyna að útskýra,“ segir Jón Þorgeir Aðalsteinsson, sem hefur verið á flakki um Asíu frá því í febrúar, en hann er staddur í Japan þar sem hann vinnur tímabundið fyrir fæði og hús- næði með því að annast hunda og ketti hjá góðgerðarsamtökum, Japan Cat Network. Fundust í húsarústum Kattaathvarfið er í litlum bæ, Inawashiro, sem er í 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. „Tókýó er æðisleg, áhugaverð- asti staður sem ég hef komið til, en þar var svo yfirþyrmandi mannfjöldi að ég fékk hálfgert menningarsjokk. Hér í bænum er fámennt og notalegt og þar sem ég sakna hundsins míns heima á Íslandi hentar mér mjög vel að vinna með dýr. Hér eru 23 kettir og tveir hundar sem fundust í húsarúst- um í Fukushima eftir jarðskjálftann. Starf okkar hér í athvarfinu er að ann- ast dýrin, ég sé meðal annars um að fara út að ganga með hundana. Við sjáum líka um að gefa dýrunum að borða, en þrír kattanna eru tannlausir og þurfa því sérstakt fæði. Það væri góðverk að svæfa þá en ég hef ekki stungið upp á því, ég veit að það yrði ekki vinsælt,“ segir Jón og bætir við að hann hafi næstum verið stunginn á hol þegar hann uppljóstraði að hann smakkaði stundum hvalkjöt og fyndist það gott. „Þegar ég sagðist vera sonur mjólkurbónda var mér nánast líkt við Hitler,“ segir hann, skellihlær og bæt- ir við að þau séu fimm sem vinni í at- hvarfinu, þar á meðal breskt par sem lætur ekki kjöt inn fyrir varir sínar. „Mér varð ekki um sel þegar ég sá þau fyrst, þau eru þakin húðflúri frá toppi til táar, með gadda úti um allan líkamann og trilljón hringi í nefinu. En þau eru yndislegt hugsjónafólk sem ferðast um heiminn til að vinna með dýr.“ Gaman að kynnast heimafólki Jón Þorgeir segir stemninguna nokkuð sérstaka í bænum Inawashiro, þar búi aðallega gamalt fólk og hrís- grjónabændur. „Hér ríkir þó nokkur Twin Peaks-fílingur en þetta er vinsæl skíðaparadís á veturna og hér er gríð- arlega fallegt landslag, fjöllin há og allt iðjagrænt og skógi vaxið. Hér eru líka margir sumarbústaðir, rétt eins og heima í Hrunamannahreppnum,“ segir Jón Þorgeir, sem er frá bænum Hrafnkelsstöðum. „Ég vinn aðeins í fjóra til fimm tíma á dag og hef því nægan tíma til að gera eitthvað annað. Það er geggj- að að hjóla hér um, eins og maður sé einn í heiminum. Ég fer í fjallgöngur og spila badminton tvisvar í viku með japönskum konum sem tala enga ensku, fer að veiða í næststærsta stöðuvatni Japans og baða mig í heit- um laugum. Þetta hefur verið mjög gaman og hér er gott að vera. Ég kann því vel að fá að kynnast heima- fólki í hinu hversdagslega umhverfi þess.“ Köfunin kláraði ferðasjóðinn Jón Þorgeir hafði ekki hugsað sér að vinna á sínu sex mánaða ferða- lagi, en hann hafði lært köfun á Fil- ippseyjum og í framhaldinu stundað það í þrjár vikur samfleytt að leika sér undir yfirborði vatns. Og það var rán- dýrt. „Ég var því orðinn heldur blank- ur og var feginn að ég hafði skráð mig fyrr í ferðinni á heimasíðu sem heitir Workaway, en þar getur maður sótt um að vinna fyrir fæði og húsnæði hvar sem er í heiminum. Ég hafði sótt um á nokkrum stöðum í Japan og fengið jákvæð svör, meðal annars í kattaathvarfinu. Ég mæli eindregið með þessum ferðamáta, því þá kynn- ist maður heimafólki. Störfin sem hægt er að velja eru mjög fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þetta er frábær leið til að ferðast til framandi landa fyrir lítinn pening.“ Lenti í fangelsi í Laos Jón Þorgeir hefur dvalið í 25 daga að lágmarki í hverju landi sem hann hefur heimsótt á ferðalaginu, sem hann lagði einn upp í skömmu eftir áramót. „Ég fór til Taílands, Laos, Kambódíu, Filippseyja og nú Japan. Ég er ekki spenntur fyrir því að fara á dæmigerða túristastaði þar sem allt er morandi í öðrum ferðamönnum, svo að ég leigði mér mótorhjól og hjólaði um Laos og Kambódíu í mánuð. Það var frábært að stíga með þeim hætti út fyrir þægindarammann og ég lenti í ýmsum ævintýrum. Ég var handtek- inn á hjólinu af því að ég vildi ekki skrifa undir plagg þar sem ég skildi ekki eitt orð og mér var varpað í fang- elsi. Það er algeng leið til að reyna að hafa pening af ferðamönnum, að bulla í þeim. Þetta fór allt vel. Ég hef hitt fyrir helling af áhugaverðu fólki og eignast marga ferðafélaga á þessu flandri. Það er mjög gaman að ferðast einn og gera það sem maður vill, ég fór til dæmis á hálfs mánaðar nám- skeið í bardagaíþróttinni Muay-Thai í Taílandi. Ef maður verður leiður á sjálfum sér er auðvelt að kynnast fólki, flestir eru opnir, hressir og góð- ar manneskjur.“ Þarf að treysta eigin innsæi Það sem ég hef lært í þessari ferð er að það skiptir litlu máli hvort þú ert karl eða kona, feitur eða lítill, eða hvaða trúarbrögð þú aðhyllist, upp til hópa vill fólk þér allt það besta og er almennilegt. Ég hjálpaði til dæmis fólki í Taílandi að tína hvítlauk og fékk í staðinn gistingu heima hjá því. Í fjall- göngu á Filippseyjum fékk ég gist- ingu gegn því að hjálpa fólki að smala svínum og ná í eldivið. Maður þarf að treysta eigin innsæi,“ segir Jón Þor- geir, sem var við það að ljúka dvölinni í kattaathvarfinu þegar blaðamaður ræddi við hann, og ferðinni var heitið til Kýótó þar sem hann hafði fengið vinnu á bar í gegnum Workaway. Það- an liggur leiðin til Berlínar og svo heim í íslenska sumarið. „Ég ætla að vinna heima fram í nóvember en þá fer ég aftur út og nýti mér þá þessa frábæru vefsíðu, Work- away, og fer að vinna í Ástralíu.“ Annast tann- lausa ketti í Twin Peaks Hann hjálpaði fólki að smala svínum á Filippseyjum og fékk í staðinn að gista. Í Taílandi hjálpaði hann fólki að tína hvítlauk gegn gistingu. Ævintýramaður- inn og Hreppamaðurinn Jón Þorgeir er á flakki um Asíu og er nú matvinnungur í dýraathvarfi í Japan. Í Kambódíu Jón í kirkju sem var yfirgefin þegar Khmerarnir tóku völdin. Hundakarl Jón Þorgeir kann vel við hundapössun, enda á hann hund heima. www.workaway.info www.japancatnetwork.org Facebook/Japan Cat Network Þessi indverski piltur sem hér fer mikinn var einn af mörgum sem tóku þátt í árlegum kappreiðum í þorpinu Bodhgulla á Indlandi. Þorp þetta er í um 80 kílómetra fjarlægð frá Kol- kata, en hefð er fyrir mikilli hátíð í tengslum við kappreiðarnar og koma 40 hrossaeigendur hvaðanæva úr ná- grenninu til að taka þátt. Hefðinni haldið við Kappreiðar á Indlandi AFP Keppni Þessi piltur gaf ekkert eftir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.