Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 20

Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 20
EM Í FÓTBOLTA KARLA20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Savoy model V458 L 179 cm leður ct.15. Verð 445.000,- L 223 cm leður ct.15. Verð 495.000,- Italia Jóhann Berg Guðmundsson spilaði tölvuleikinn Counter Strike 1.6 grimmt í tvö ár. Hann prófaði leik- inn að nýju fyrir skemmstu en var „ryðgaður“ að eigin sögn. Counter Strike er fyrstu persónu skotleikur og einn vinsælasti tölvuleikur sam- tímans. „Ég var orðinn frekar grimmur að spila og var bara þokkalegur. En þegar við fluttum til Englands var nettengingin svo léleg að einn daginn kom ég fram og sagði við mömmu að nú væri músin farin á hilluna. Hún var mjög ánægð með þá ákvörðun. Eftir það var fótboltinn í fyrsta sæti hjá mér. Ég var búinn að spila grimmt í tvö ár og þetta var svolítið farið að bitna á fótboltanum þannig að ég er mjög feginn að músin hafi farið upp í hillu.“ Jóhann fylgdist með ís- lenska landsliðinu í Counter Strike keppa á Evrópumótinu sem fram fór fyrir skemmstu. „Þá kíkti ég á þá og þeir eru miklu betri en ég var nokkurn tímann. Í dag er þetta orð- ið mjög stór sena og miklir pen- ingar komnir í spilin en ég er feg- inn að hafa valið fótboltann,“ segir Jóhann Berg. benedikt@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Efnilegur Jóhann Berg hefði getað náð langt í sýndarveruleikanum. Feginn að músin fór á hilluna Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Udinese á Ítalíu, flyt- ur inn rauðvín frá Allegrini- fjölskyldunni í Valpolicella-dalnum sem er skammt frá Verona, en Emil spilaði lengi með Hellas Verona. Vínið er nú fáanlegt í vín- búðum ÁTVR og þekkist á Alle- grini-merkingunni. „Ég kynntist þessum heimi í raun alveg óvart. Einu sinni var ég með fólk í heim- sókn hjá mér og við fórum í vín- smökkum á Allegrini-búgarðinn. Sonur eigandans var þar og hann er mikill stuðningsmaður Hellas Verona. Út frá því byrjaði boltinn að rúlla og vinskapur okkar varð meiri og meiri. Ég var oft að hugsa um hvað það væri skemmtilegt að flytja rauðvínið hans inn til Íslands en vissi ekkert hvernig ætti að gera það og hvernig ég ætti að haga mér. Svo fékk ég símtal einn daginn frá Ágústi Reynissyni, sem á helminginn í Fisk- og Grillmark- aðnum, því þau langaði að prófa að flytja inn sitt eigið vín. Þá var ég kominn með réttu flöskuna og þetta hefur undið upp á sig,“ segir Emil. Valpolicella-dalurinn er að hans sögn þekktur í vínheimum, en um 200 vínfyrirtæki eru í dalnum. Þar stendur Allegrini-vínekran fram- arlega með fjölmörg verðlaun og viðurkenningar. Að sögn Emils kom Francisco Allegrini, sonur eigandans, hingað til lands fyrir skömmu og lét vel af dvölinni. „Honum leist vel á land og þjóð,“ segir Emil. Morgunblaðið/Golli Áfram Ísland Eftir aðeins 11 daga verður flautað til leiks Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta. Strákarnir okkar eru ekki bara fótboltamenn með engin áhugamál. Flytur inn rauðvín frá Valpolicella-dalnum  Emil Hallfreðsson er kominn í innflutning á rauðvínum AFP Gegn þeim besta Emil spilaði leik gegn Diego Maradona árið 2014. Húðflúr landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar, hafa vakið mikla athygli en þar kennir ýmissa grasa. Nýverið fékk hann sér póst- númerið 603 á handarbakið, Glerána þar fyrir ofan og svo Gler- árkirkju. „Þetta er bara til að halda í heima- hagana. Ég er stoltur Akureyr- ingur, hef alltaf kynnt mig sem Akureyring og það er líka mikil- vægt að muna hvaðan maður er og hvað ól mann upp,“ segir Aron Ein- ar, sem ólst upp steinsnar frá Gler- ánni sem rennur myndrænt á milli póstnúmersins og kirkjunnar. „Ég ætlaði alltaf að fá svona húðflúr en það var alltaf spurning um hvar, hvernig og hvenær, sérstaklega þegar maður er byrjaður á þessu. Það er maður úti sem ég hef farið til sem gerir flúrin en ég hanna flúrin. Eða ég setti þetta svona upp. Þetta er bara mín hugmynd, það er ekki eins og ég hafi teiknað þetta,“ segir hann og hlær. Aron náði ný- verið að skjótast norður yfir heiðar og kíkja á herrakvöld Þórs og hitta æskufélagana sína. „Það var gott að komast norður og nauðsynlegt eiginlega. Sérstaklega af því að maður sér fram á að komast ekki aftur heim fyrr en eftir EM. Maður veit alltaf hvar maður hefur æsku- félagana og þeir styðja mann heils- hugar.“ benedikt@mbl.is Með heimahagana á handarbakinu  Fyrirliðinn er stoltur Akureyringur Morgunblaðið/Ófeigur 603 Aron skartar fjölmörgum húð- flúrum, m.a. af heimahögunum. Aron Einar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.