Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 25

Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Fallegt fyrir heimilið Laugavegi 99 – Sími 777 2281 (gengið inn frá Snorrabraut) aff.is Concept store Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Fyrir 30 árum birtist grein í Morgunblaðinu um að Bogi Eggertsson hefði tekið fyrstu skóflustunguna að Reiðhöllinni í Víðidal. Húsið var fyrsta fjölnota íþrótta- hús borgarinnar en golf- arar, knattspyrnufólk, frjálsíþróttafólk og fleiri notuðu húsið til að æfa sig þegar snjór var yfir borg- inni. Húsið var mikil bylting fyrir reiðmennsku á Ís- landi, það var fyrsta reið- höll landsins en nú eru um 50 hallir víða um land. Höll- in er í eigu Reykjavíkur- borgar og leigir Hesta- mannafélagið Fákur hana af borginni. „Reiðhöllin var gríðarleg bylting,“ segir Hjörtur Bergstað, formaður Fáks. „Þetta var fyrsta stóra íþróttahúsið sem var byggt og fyrstu árin nýttu fjölmargir íþróttamenn hana. Við vorum í samkeppni við aðrar íþróttir en svo hefur það breyst síðustu 15 ár. Þetta er mikið mannvirki og það hefur ekki orðið þróun í byggingu svona reiðhalla. Sprettur tók reið- höll í notkun fyrir tveimur árum og húsin eru áþekk. Þetta hús hefur staðist tímanns tönn.“ Líf í húsinu frá morgni til kvölds Þrátt fyrir stærðina er húsið sprungið utan af starfseminni og vilja Fáksmenn byggja eina, jafnvel tvær reiðhallir til viðbótar. Aðra í Víðidal og hina í Almannadal. „Í dag fer stór hluti tamninga fram innanhúss og húsið er nýtt fyrir hestamenn frá átta að morgni til 11 á kvöldin. Húsið er sprungið utan af starfsem- inni og þó að húsin hafi ekki breyst hefur reið- mennskan breyst mikið á þessum árum. Hún hefur þróast í evrópska reiðmennsku, þar sem æfingar eru og fólk vinnur öðruvísi í hest- unum. Í gamla daga var bara lagt á, pelinn settur í vasann og riðið í langan útreiðartúr. Í dag er þetta orðið allt annað og menn leggja gríðarlega vinnu í hrossin sín. Sú vinna fer mikið fram inni í reiðhöll.“ Hjörtur segir að þeir sem stóðu að bygging- unni hafi sýnt mikinn kjark og þor með því að ráðast í slíka byggingu. „Menn voru tilbúnir að leggja peninga sína í svona stórt mannvirki og jafnvel eiga von á því, eins og svo gerðist, að tapa þeim.“ Miklar reiðhallarsýningar hafa verið haldn- ar í höllinni hvert ár auk þess sem Meat Loaf og Whitesnake stigu þar á svið og trylltu lýð- inn með eftirminnilegum hætti. „Það gekk vel á sínum tíma en það sem misfórst var að það gekk erfiðlega að koma gestunum frá svæðinu. En við erum aftur farnir inn á skólaballamark- aðinn og nú voru þrjú böll í vor. Við erum ekki lengur fyrir utan borgina eins og áður, heldur í útjaðrinum, og samgöngur hingað eru allar hinar ágætustu. Það er alveg hægt að nýta þetta hús á betri hátt í dag.“ Þurfum meira svæði innanhús Hjörtur segir að framtíðin sé björt, bæði hjá Fáki og reiðhöllinni. „Við þurfum meira at- hafnasvæði innanhúss. Við sjáum hvað hefur gerst í fótboltanum. Þegar landsliðin okkar fóru inn fengum við landslið á heims- mælikvarða, bæði karla og kvenna. Það er kannski eins með hestana, þegar við þurfum ekki að láta veður og vinda stjórna því hvað við gerum náum við miklu betri árangri.“ Höll sem stenst tímans tönn  30 ár frá fyrstu skóflu- stungu að Reiðhöllinni í Víðidal  Breytti reiðmennskunni Skóflustunga Bogi Eggertsson, fyrrverandi formaður Fáks, tók fyrstu skóflustunguna 1986. Hjörtur Bergstað Morgunblaðið/Árni Sæberg Reiðhöllin Fyrsta fjölnota íþróttahús borgarinnar, sem staðist hefur tímans tönn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.