Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
„Framkvæmdir á Hólum vegna landsmótsins eru talsverður biti og kostn-
aður við alla þessa uppbyggingu verður um 120 milljónir króna. Þar af
leggur ríkið til um 100 milljónir en bilið brúar sveitarfélagið Skagafjörður
að stærstum hluta, en framlag þeirra og þátttaka í þessu verkefni hefur
verið ómetanleg.“ segir Áskell Heiðar. Hann segist þess fullviss að lands-
mót muni gera mikið fyrir Skagafjörð og segir skoðun sína þá að Hólar í
Hjaltadal séu glæsilegur staður fyrir landsmót, bæði er náttúrufegurðin
mikil, aðstaðan frábær og auk þess sem mótshaldið styðji vel við hesta-
fræðideild Háskólans á Hólum.
Inn og út úr dalnum
„Einn af kostunum við Hóla er síðan sá að mótið verður á litlu og afmörk-
uðu svæði. Aðeins stuttur spölur er frá tjaldsvæðum að keppnisvöllum,
sem er til þæginda fyrir mótsgesti,“ segir Áskell Heiðar. Hann bætir við
að eitt af stóru verkefnunum viðvíkjandi mótið á Hólum sé að tryggja
greitt flæði umferðar sem verði beint í tvær áttir í dalnum; það er inn og
út. Til að jafna álagið í mótslok verði keppni lokið á laugardagskvöld og
þá strax muni væntanlega einhverjir halda heim á leið. Vilji fólk bíða
mestu umferðina af sér verði fræðandi hestadagskrá á Hólum allan
sunnudaginn og er slíkt nýmæli í landsmótshaldi.
Stórt mót á litlu svæði
FRAMKVÆMDIR Á HÓLUM FYRIR 120 MILLJÓNIR KRÓNA
Hólar Hestamennska er ein af kjarnagreinum í starfi Hólaskóla í Hjaltadal.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um 4.000 aðgöngumiðar hafa þegar verið seldir
að Landsmóti hestamanna sem haldið verður á
Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí
næstkomandi. Ætla má að það sé um helming-
ur, en sé mið tekið af reynslu fyrri ára má
vænta á bilinu 8.000 til 10.000 gesta á mótið.
„Þetta hefur allt gengið vel, bæði framkvæmdir
á Hólum og undirbúningur sjálfs mótsins,“ seg-
ir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri mótsins.
Landsmót hestamanna eru skemmtileg
deigla þar sem fólk víða að úr veröldinni mætist
til að fylgjast með frænkum knöpum og fákum.
Framfarir í hestamennsku, reiðmennsku jafnt
sem ræktun, eru miklar og þykja kunnugir
greina mun milli landsmóta, sem haldin eru á
tveggja ára fresti. Að þessu sinni verða um 700
hross á landsmótinu, það er í keppni, kynbóta-
sýningum og sýningaratriðum.
Áhugi, þekking og reynsla
„Úrtökur og kynbótasýningar eru komnar
aðeins af stað, en þetta gerist annars af mestum
þunga í fyrri hluta júnímánaðar og skráning
liggur fyrir um miðjan mánuð. Þá smellur þetta
allt saman,“ segir Áskell Heiðar. Hann undir-
strikar að landsmótshaldið sé samstarfsverk-
efni hundraða manna. Hver og einn leggi sitt af
mörkum til þess, eftir því hvar áhugi, þekking
og reynsla viðkomandi liggur. Sumir sinni
framkvæmdum á mótsstað, aðrir tæknimálum,
margir sinni gæslu á mótsstað, aðrir við keppn-
ishaldið sjálf og svo framvegis.
„Þó ég hafi lengi búið í Skagafirði, þar sem
áhugi á hestamennsku er mikill, er ég ekki í
hestamennsku, hef þó fylgst með og komið að
skipulagi landsmóta áður,“ segir Áskell Heiðar.
„Menning í kringum þetta mótahald er
skemmtileg. Það er mikill þekking og reynsla
til í kringum þau og margar skemmtilegar hefð-
ir, en fyrst og fremst er margtskemmtilegt fólk
sem gaman er að kynnast og vinna með.“
Aðstaðan nýtist til framtíðar
Það var um mitt síðasta sumar sem Áskell
Heiðar var ráðinn framkvæmdastjóri lands-
mótsins. Þá hafði stjórn mótsins ákveðið að
mótið skyldi vera á Hólum, en áður hafði verið
nokkur rekistefna um staðarákvörðun. Þegar
hún lá fyrir var hafist handa um undirbúning
framkvæmda á Hólum, svo sem að útbúa áhorf-
endasvæði og aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og
slíkt. Þegar eru hins vegar fyrir á Hólum góðir
keppnisvellir og ýmis önnur aðstaða, svo sem
reiðhallir og hesthús, sem byggð hafa verið upp
í tengslum við starfsemi Hólaskóla og nýtt
verða á landsmótinu. Aðstaðan sem nú er verið
að útbúa nýtist síðan skólanum og starfsemi
sem honum tengist þá til framtíðar, eftir að
móti lýkur.
Mótshaldið er skemmtileg menning
Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er framundan Miklar framkvæmdir á Hólum í
Hjaltadal Vænta 700 hrossa og 10.000 gesta Verður dagana 27. júní til 3. júlí næstkomandi
Morgunblaðið/Ómar
Fánareið Landsmótum hestamanna fylgir stemning þar sem þjóðleg gildi eru í heiðri höfð, jafnvel þótt mótin séu orðin mjög alþjóðlegt. Sprett úr spori í á landsmóti á Hellu fyrir nokkrum árum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Undirbúningur Þekking og reynsla, segir
Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri.
Baðaðu þig í gæðunum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15