Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 36
Ljósmynd/Hrafnhildur Reynisdóttir Hrútey í Mjóafirði Æðarbóndi vill að áningarstaðnum verði lokað. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglunni á Vestfjörðum hefur borist skrifleg kvörtun vegna áning- arstaðar sem Vegagerðin útbjó í Hrútey í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Að sögn fulltrúa hjá embætti lög- reglustjórans á Vestfjörðum er verið að athuga hvort kvörtunin teljist vera lögreglumál eða ekki. Reynir Bergsveinsson, eigandi Hrúteyjar að undanskildu vegstæð- inu, lagði kæruna fram. Hann hefur annast æðarvarp í eynni frá því löngu áður en Djúpvegurinn var lagður þar yfir og eyjan tengd við land. Brúin var opnuð 2009. Reynir segir að eyjan hafi verið einstakt griðland fugla áður en vegurinn kom. Hann sagði að þeg- ar vegarlagningin var undirbúin hefði aldrei verið minnst á að í eynni yrði áningarstaður fyrir ferðamenn. „Ég vil áningarstaðinn afdráttar- laust burt úr eynni. Það eru áningar- staðir um allt land en það er ógætilegt að setja slíkan stað niður í miðri fuglaparadís,“ sagði Reynir. „Það var tæplega hægt að velja óheppilegri stað fyrir áningarstað en þennan, eins og náttúrufræðingur einn sagði við mig.“ Reynir kvaðst hafa samþykkt fyrir sitt leyti að gerður yrði áningarstaður á austurbakka fjarðarins handan við brúna. Fólk geti alveg notið þess að horfa þaðan á fuglalífið í eynni enda er sundið ekki nema 100 metra breitt. Hann segir að nú stoppi margir bílar á hverjum degi í Hrútey. Dæmi eru um að flutningabílstjórar hafi þar vagnaskipti og eins er algengt að gistibílar hafi þar viðdvöl. „Þegar ég er í eynni kúka ekki margir ferðamenn á svæðinu, þeir gera það hinum megin við brúna og verði þeim að góðu,“ sagði Reynir. Hann sagði að salernispappír og alls konar matarumbúðir væru samt um allt í kringum áningarstaðinn. Þar er ekkert sorpílát. „Þessi áningarstaður er notaður al- veg án tillits til náttúrunnar, hvort sem er varptími eða annar árstími,“ sagði Reynir. Fólk sem ferðast með hunda sleppir þeim gjarnan lausum og leyfir þeim að hlaupa frjálsum, að sögn Reynis. Stöðug umferð fólks veldur því að fuglarnir fælast af hreiðrunum oft á dag og þeir við- kvæmustu hætta við varp eða álegu. Þetta tefur æðarvarpið eða spillir því. Eftir að brúin kom á vargur greiða leið út í eyna. Minkabani kom í vor og lagði að velli tvær minkafjölskyldur. Nú er sú þriðja komin í eyna. Einnig veiddi Reynir tvær tófur í eynni í vor. Fjórar aðrar eru í grennd og verður stundum vart við þær. „Okkur virðist að þær hafi ekki komið fram enda er búið að girða varpið af með rækju- trolli,“ sagði Reynir. Vill fá áningar- staðinn burt  Slæm umgengni ferðafólks í Hrútey 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Umsóknum sem berast á borð Um- boðsmanns skuldara hefur fjölgað talsvert milli ára. Fyrstu fimm mán- uði ársins í ár bárust 55% fleiri um- sóknir um greiðsluaðlögun og 86% fleiri umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skipta- kostnaðar. Um- sóknum alls fjölg- aði milli sömu tímabila um 29%. „Það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, um- boðsmaður skuld- ara. Þrátt fyrir að efnahagsaðstæð- ur á Íslandi hafi breyst talsvert til hins betra á síðustu árum er enn stöðug eftirspurn eftir þjónustu embættis hennar. „Það eru umsóknir um úrræði að berast í hverjum mánuði. Árið 2011 var það stærsta hjá okkur en t.d. í júní það ár bárust um 800 umsóknir um greiðslu- aðlögun einungis.“ Til samanburðar bárust 36 umsóknir um greiðsluað- lögun í maí sl. Leigjendur enn áberandi Samhliða því að lengra líður frá bankahruni og þeim skörpu breyting- um sem urðu á húsnæðislánasafni Ís- lendinga hefur mikil breyting orðið á húseignum umsækjenda líkt og kom fram í Morgunblaðinu í janúar. Árið 2010 voru 63% umsækjenda um greiðsluaðlögun í eigin húsnæði og 27% á leigumarkaði en árið 2015 höfðu hlutföllin snúist við. Þá voru 29% í eigin fasteign og 51% á leigu- markaði. Segir Ásta þessa þróun hafa haldið áfram það sem af er þessu ári. „Það sem við erum að sjá er fólk sem er að koma aftur til okkar, sem hefur misst eign sína eða selt og er að sækja aftur um greiðsluaðlögun eða önnur úrræði og það er áhyggjuefni,“ segir hún. Úrræði embættisins vegna skipta- kostnaðar tekur til þess trygginga- fjár, 250.000 kr., sem einstaklingar þurfa að reiða fram þegar þeir sækja af eigin frumkvæði um að bú þeirra sé tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrst þarf fólk þó að hafa leitað annarra úr- ræða vegna greiðsluvanda. „Þessi þróun er eitthvað sem ég og mitt embætti höfum áhuga á að skoða nánar: Hvað er hægt að gera betur til að úrræðin virki og til að hjálpa fólki úr greiðsluvanda til framtíðar?“ Sér- staklega nefnir Ásta bætt fjármála- læsi sem dæmi um átak sem gert gæti gagn. Mætti tengjast félagsþjónustu Umsækjendur hjá stofnuninni spanna alla flóruna en upp á síðkastið hefur borið meira á umsækjendum sem þarfnast mikils stuðnings. Ásta segir fullt tilefni í ljósi þess til að styrkja tengsl umboðsmanns og fé- lagsþjónustunnar en viðræður hafa t.d. farið fram við Reykjavíkurborg um það. „Það er að myndast ákveðin hringrás, líkt og hjá Ráðgjafarstofu heimilanna á sínum tíma sem hafði sterk tengsl við félagsþjónustuna, en þá voru ekki til lagaleg úrræði eins og t.d. greiðsluaðlögun.“ Ásta segir greiningu á eðli skulda sem knýi fólk til þess að sækja í úr- ræði embættisins ekki liggja fyrir. Slíkt væri þó forvitnilegt að sjá í framtíðinni. „En við erum að sjá hóp sem er með neikvæða greiðslugetu þegar tekið er mið af launum fólks og framfærsluviðmiði. Hjá þessum hóp náum við oft mjög góðum samningum um greiðsluaðlögun og samningurinn er þá þannig að það er algjör eftirgjöf strax við undirritun hans.“ Þegar mest lét voru starfsmenn embættisins um hundrað en eru nú 26. Mikil reynsla hefur safnast upp hjá embættinu á þessum tíma og seg- ir Ásta mikilvægt að nýta þá þekk- ingu og reynslu úti í samfélaginu. Fleiri leita til Um- boðsmanns skuldara  Umsóknum um greiðsluaðlögun og skiptakostnað fjölgar Fjöldi umsókna hjá umboðsmanni skuldara Alls 107 117 128 113 128 99 109 94 106 83 112 96 81 91 108 97 83 Maí Apríl Mars Febrúar Jan. 2016 Desember Nóvember Október September Ágúst Júlí Júní Maí Apríl Mars Febrúar Jan. 2015 Heimild: Umboðsmaður skuldara Ráðgjöf Greiðsluaðlögun Fjárhagsaðst. v/skiptakostnaðar Erindi 0 20 40 60 80 100 120 140 9 10 12 14 5 7 6 13 7 13 5 9 14 23 9 10 4 21 36 27 22 15 21 23 16 20 17 10 14 8 7 19 10 21 36 26 42 25 24 22 20 20 20 12 14 28 19 18 18 22 22 41 45 55 54 75 51 59 52 53 47 75 49 45 52 48 56 30 Ásta Sigrún Helgadóttir Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? Knattspyrnufélagið Víkingur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í Víkinni föstudaginn 10. júní kl. 17.30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Aðalstjórn Hæstiréttur staðfesti í gær farbann yfir manni sem átti aðild að stór- felldu fíkniefnalagabroti þegar flutt voru inn samtals 19,4 kíló af amfeta- míni og 2,6 kíló af kókaíni frá Hol- landi. Manninum er gert að sæta far- banni þar til dómur fellur í máli hans en í síðasta lagi til þriðjudagsins 28. júní. Fjórir karlmenn voru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Einn þeirra ók bíl frá Hollandi til Dan- merkur þaðan sem hann tók Nor- rænu til Seyðisfjarðar í september sl. Fíkniefni voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum. Bíllinn var skilinn eftir í skammtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll og þremur dög- um síðar komu tveir menn með flugi til Keflavíkur og ók annar þeirra bílnum til Reykjavíkur. Í farbanni eftir stórfellt fíkniefnasmygl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.