Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Rúmlega 90.000 her- og lögreglu- mönnum og öryggisvörðum frá einkafyrirtækjum er ætlað að tryggja öryggi Evrópumótsins í knattspyrnu karla (Euro 2016) sem hefst í Frakklandi föstudag- inn í næstu viku, 10. júní, og lýkur með úrslitaleik um Evróputitil landsliða þann 10. júlí. Mótinu þykir ekki einvörðungu stafa ógn af hryðjuverkahættunni og verk- fallsaðgerðum heldur eru einnig uppi efasemdir um öryggi leik- vanganna tíu sem leikið verður á víða um land. Hvað sem þessu líður segir inn- anríkisráðherrann Bernard Caze- neuve að ekkert muni koma í veg fyrir að landsmenn og gestir þeirra geti lifað eðlilegu lífi meðan á EM stendur. Reiðir hann sig á að mestu öryggisráðstafanir í Frakklandi á friðartímum gangi upp og stemmi stigu við bæði ógn af hryðjuverkum og verkföllum. Stórmót sem EM kalla á gríð- arlegan viðbúnað. Í öryggissveitum Euro 2016 verða rúmlega 77.000 liðsmenn borgaralegu lögreglunnar og her- lögreglunnar, flestir ef ekki allir með alvæpni. Einnig 13.000 örygg- isverðir sem ráðnir eru frá einkafyrirtækjum, og loks stór hluti 10.000 hermanna sem þegar eru á götum borga og bæja vegna viðbúnaðar gegn hryðjuverka- starfsemi. Þá munu um 1.000 sjálf- boðaliðar sinna skyndihjálp á leik- vöngum Euro 2016. Hverju þátttökuliði mótsins fylgja síðan sex lögreglumenn að staðaldri frá morgni til kvölds. „Frakkland verður að lifa eins og verið hefur. Enginn mun koma í veg fyrir það, allra síst hryðju- verkamenn, að við lifum eðlilegu lífi og höldum hátt á lofti gildum bræðralags og samkenndar íþróttanna,“ sagði Cazeneuve er áformin um öryggisvörslu vegna knattspyrnumótsins voru kynnt. Hann segir að engar aðgerðir geti með öllu upprætt hættur. Bækistöðvar liða víggirtar Á götum úti hafa laganna verðir og hermenn í krafti neyðarlaga ýmis úrræði. Meðal annars geta þeir stungið einstaklingum sem taldir eru ógn við öryggi og lög og reglu í stofufangelsi. Lögin, sem nýlega voru framlengd þriðja sinni, leyfa einnig strangara landa- mæraeftirlit og bann við samkund- um á almannafæri. Verulegur viðbúnaður verður viðhafður af hálfu lögreglu við hót- el og æfingavelli allra liðanna 24 sem þátt taka í EM. Auk þess munu hverju liði fyrir sig tengjast 19 liðsmenn sérsveita frönsku lög- reglunnar sem sérhæfðar eru í gagnhryðjuverkastarfsemi og til að takast á við gíslatökur. Hvers konar flug yfir æfingasvæðum lið- anna verður bannað. Í stuttu máli verða hótelin og æfingasvæði lið- anna eins og virki vegna viðveru öryggissveita og ráðstafana sem þar verða viðhafðar meðan á Euro 2016 stendur. Sprengjutilræði sem beint var gegn Stade de France í hryðju- verkaárásunum í París í nóvember síðastliðnum staðfestu að hryðju- verkasveitum Ríkis íslams, Isis, er ekkert heilagt. Þótt tilræðin hafi misheppnast var fótboltinn ekki lengur óhultur, hann var nýtt skot- mark í stríði þess við Vesturlönd. Gríðarlegt eftirlit Til að tryggja öryggi áhorfenda, leikmanna og mannvirkja munu öryggisverðir framkvæma stranga líkamsleit á gestum mótsins og skoða skilríki þeirra. Hafi þeir með sér stórar töskur mega þeir búast við að þær verði gerðar upp- tækar og þeir sjái þær aldrei aft- ur. Við þessi störf og aðrar örygg- isráðstafanir munu sveitirnar meðal annars beita drónum sem suða munu yfir hausamótum búnir alsjáandi myndavélum sem senda gögn beint í skjái sérfræðinga. Þeirra verk verður að greina stöð- una á grundvelli myndanna og fylgjast með því að allt gangi eðli- lega fyrir sig. Sérstakt auga verður viðhaft með flugi „óvinveittra“ dróna sem jafnvel er talið að illvirkjar gætu hugsanlega reynt að brúka til eit- urárása á leikvanga EM. Verður lögreglan vígbúin til að takast á við og afstýra flugi slíkra flygilda. Vart þarf að taka fram að flug- banni hefur verið lýst yfir og í grennd allra leikvanganna tíu sem keppt verður á. Vonast er til þess að hemja megi hættur það mikið að ekki þurfi að koma til þess að fresta þurfi leikjum eða láta þá fara fram fyrir luktum dyrum. Freistandi skotmörk Fátt hefur verið jafn mikið und- ir smásjá lögreglunnar frá hryðju- verkunum í París í nóvember og svonefnd „aðdáendasvæði“ í EM- borgum. Kröfum um að hætta við að reisa þar risaskjái svo fólk gæti horft þar á leiki var hafnað. Í stað- inn hefur öryggi við þessi afmörk- uðu svæði verið stóraukið. Kostnaður vegna þessa mán- uðinn sem mótið stendur nemur jafnvirði 3,5 milljarða króna. Fyrr- verandi yfirmaður í frönsku lög- reglunni, Frédéric Péchenard, er efins um þessi svæði og segir að skikinn sem afmarkaður er við Eiffel-turninn og rúma mun hátt í 100.000 manns í einu gæti orðið freistandi fyrir hryðjuverkamenn sem hyggi á fjöldamorð. Mótrökin við því, segja aðrir, er að auðveld- ara er að tryggja öryggi stórs hóps á einu afmörkuðu aðdáenda- svæði en dreifðs mannfjölda um alla borg. Þess vegna hefur verið varað við því að setja upp skjái á öðrum svæðum með miklu minni vernd en hinum afmörkuðu svæð- um þar sem um 400 vopnaðir öryggisverðir frá einkafyrir- tækjum auk fjölmennra sveita þungvopnaðra lögreglumanna gæta öryggis. Við komuna inn á aðdáenda- svæðin ganga menn gegnum málmleitartæki vegna vopnaleitar. Þau verða rammgirt öryggismyndavélum og sveitir leit- arhunda munu spóka sig þar um völlu. Fólk með stórar handtöskur fær ekki að koma inn, en alls er búist við sjö milljón gestum á þessi svæði mótsdagana. Tilræðin í Brussel í mars og brotlending farþegaþotu EgyptAir nýverið hafa ýtt undir þá skoðun að leikvangar Euro 2016 verði ekki einu skotmörk hryðjuverkamanna meðan á EM í fótbolta stendur. Vopnaðir her- og lögreglumenn eru algeng sjón á helstu flugvöll- um og lestarstöðvum Frakklands undanfarið rúmt ár og verður svo áfram. Eftirlit þeirra, m.a. skoðun skilríkja, sem áður heyrði til und- antekninga, er orðin rútína. Götótt skipulag Allt þetta minnir Frakka á hryðjuverkin miklu sem framin voru í París í janúar og nóvember í fyrra og kostuðu á annað hundr- að manns lífið. Í millitíðinni hafa sérstök neyðarlög verið í gildi og viðbúnaður gegn hryðjuverka- starfsemi stórefldur. Er úrslita- leikurinn í frönsku bikarkeppninni fór fram 21. maí á þjóðarleikvang- inum Stade de France í norður- jaðri Parísar prufukeyrði lögregl- an öryggisskipulag sitt fyrir EM. Niðurstaðan var að það hefði verið býsna gloppótt, það hefði brugðist og sú sýn sem við blasti ekki verið sérlega uppörvandi fyrir þær 2,5 milljónir áhorfenda sem keypt hafa sig inn á leiki Euro 2016. Þrátt fyrir líkamsleit og stíft eftirlit hafi áhorfendum tekist að hafa púðurkerlingar, reyk- sprengjur og önnur hættuleg tól með sér inn á völlinn. Sömuleiðis reyndist skipulag aðstreymis áhorfenda misheppnað, en gestum var stefnt að örfáum hliðum leik- vangsins í stað fjölda hliða eins og venjan er. Vegna tafsams eftirlits í hliðunum safnaðist þar saman mik- ill mannfjöldi er hefði getað verið auðveld bráð hermdarverkamanna. Sömuleiðis hefði verið veruleg hætta á að fólk myndi troðast und- ir hefði hreyfing komist á hópinn ef þolinmæði hans brysti, að mati lögreglunnar, sem boðar endur- skoðun og skilvirkara skipulag þegar á hólminn verður komið frá og með 10. júní. Verkföll ný ógn Önnur og mun áþreifanlegri ógn sem blasir við Euro 2016 er verk- fallsaðgerðir launþegasamtakanna CGT. Þótt aðeins rúmlega 2% franskra launþega séu innan sam- takanna hefur þeim tekist með skyndiverkföllum og umsátri, um meðal annars olíuhreinsi- og birgðastöðvar, að raska daglegu lífi Frakka mjög síðustu vikur og mánuði. Þær aðgerðir hafa ásamt hryðjuverkaógninni leitt til hruns í straumi ferðamanna til París. Þykir ástandið í Frakklandi jaðra við félagslega upplausn, en mikill hiti hefur verið í deilum og mótmæli verið ofbeldisfull. Þar hefur meðal annars verið tekist á um breytingar á vinnulöggjöfinni, sem ríkisstjórn sósíalista segir að séu óhjákvæmilegar eigi að koma frönsku efnahagslífi á lappir og minnka atvinnuleysi. Lögin draga úr áhrifum stéttarfélaganna innan fyrirtækja. Það segir CGT óvið- unandi og kveðst ekki koma að samningaborði fyrr en nýju lögin hafi verið afturkölluð. Valkostur að banna aðgerðir Forsvarsmenn Sósíalistaflokks- ins og ríkisstjórnarinnar hafa keppst við að segja að verkalýðs- hreyfingin muni ekki trufla EM í knattspyrnu þótt þau hafi boðað víðtækari aðgerðir gegn lestar- og flugsamgöngum í þessari viku, þeirri næstu og jafnvel lengra fram í júní. Og þau hafa látið í veðri vaka að verkfallsaðgerðum verði haldið áfram eftir að mótið hefst. Óttast er að slíkt muni grafa verulega undan öryggisviðbúnaði vegna mótsins. „Það verður engin röskun á lestarferðum meðan á Euro 2016 stendur, engin verk- föll,“ sagði Jean-Christophe Cambadélis, framkvæmdastjóri flokksins, um nýliðna helgi. „Stétt- arfélögunum skjátlast haldi þau virkilega að þau geti tekið Frakk- land í gíslingu,“ bætti hann við. Borgarstjórinn í Bordeaux, sem verður meðal gestgjafaborga móts- ins, er á annarri skoðun. Honum sýnist stéttarfélögin vera að grafa frekari skotgrafir og herða aðgerð- ir. Þrátt fyrir hinn mikla viðbúnað í EM-borgum og miklar njósnir og forvarnaraðgerðir gegn hryðju- verkastarfsemi gefur innanríkis- ráðherrann Bernard Cazeneuve til kynna að engar vísbendingar séu um sérstakar hættur gagnvart ein- stökum þátttökuliðum, leikmönn- um, leikjum eða aðdáendasvæðum. Hann segist ekki útiloka þann möguleika að verkfallsmótmæli verði bönnuð með tilskipun vegna upplausnarástandsins af völdum deilunnar um vinnulöggjöfina. „Sá valkostur er fyrir hendi takist ekki að halda uppi röð og reglu með þeim fjölmennu sveitum sem gæta munu öryggis vegna Evrópumóts- ins í knattspyrnu.“ 90 þúsund manna öryggis- sveit verður á vaktinni á EM  EM í knattspyrnu að hefjast í Frakklandi  Víðtækar öryggisráðstafanir vegna hryðjuverkaógnar AFP Verkföll Starfsfólk SNCF, sem er ríkislestafélag Frakklands, safnaðist saman við lestarstöðina í Lyon til að mót- mæla óvinsælum fyrirætlunum stjórnvalda um breytingar á vinnulöggjöf í landinu. Búist er við hrinu verkfalla. . . . 20 - 30 - 40 - 50 - 60 - 70 - 80 - 90 - 100 . . . Átt þú stórafmæli á árinu 2016? Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli á árinu einstakt afmælistilboð. Gisting fyrir tvo á aðeins 2016 krónur á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp á afmælið með kvöldverði á veitingastað hótelsins. Nánari upplýsingar á www.hotelranga.is/storafmaeli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.