Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 47

Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Fyrir ári fór fram rannsókn á máli Jóns Hreggviðssonar, þar sem Jón var spurður um kaup hans á banka. Það var Arnas Arnæus sem spurði. Eftirfar- andi var skráð: „Ég heyri sagt að þú hafir keypt banka Jón Hreggviðsson, sagði Arnas Arnæus. Er það rétt?“ Jón Hreggviðsson hófst í sæti sínu og ansaði: „Hef ég keypt banka eða hef ég ekki keypt banka? Hver hefur keypt banka og hver hefur ekki keypt banka? Hvenær kaupir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka? Fari í helvíti sem ég keypti banka. Og þó.“ Jóni Hreggviðssyni fannst í raun að hann hefði aldrei keypt banka. Það hafa engar vísbendingar fundist um að Jón Hreggviðsson hafi keypt banka. Nú stígur Lögmaður Eydalín fram og telur sig hafa vísbendingar um meint kaup Jóns Hreggviðssonar á banka, að ekki hafi verið sem sýnd- ist. Það var meginforsenda fyrir sölu Búnaðabanka Íslands hf. árið 2003 að með nýjum eiganda kæmi erlend samkeppni á íslenskan fjármála- markað. Það varð brátt deginum ljós- ara að með sölu á hlut ríkisins kom ekki erlend samkeppni á íslenskan fjármálamarkað. Hinn 70 ára gamli og íhaldssami Búnaðarbanki rann inn í lítið verðbréfafyrirtæki sem hét Kaupþing hf. Þekkingu og reynslu starfsmanna Búnaðarbanka var fljót- lega ýtt út úr hinu sam- einaða fyrirtæki. Í stað reynslu komu nýfundn- ir snillingar. En eins og Jón sagði eitt sinn; vont var ranglæti gömlu mannanna en verra var þó réttlæti nýju snillinganna. Í höndum hinna nýju snillinga fór heilt fjármálakerfi lóð- rétt í gjaldþrot. Vissu- lega er erfitt að vera manneskja, sér- staklega þó bankastjóri. Sannir listamenn og bankastjórar vanda smáatriðin; allt hitt gerir sig sjálft. Áleitin spurning um íslenskan fjármálamarkað Sá er heldur hér á penna hefur um langt árabil velt fyrir sér hví erlendir bankar hafa ekki sett upp dóttur- fyrirtæki eða útibú á Íslandi. Í um það bil 40 ár hefur þessi spurning leit- að á höfund. Og höfundur hefur spurt erlenda bankamenn þessarar spurn- ingar. Ástæða þess að spurt er er sú að innlendir neytendur hafa óskað eftir svipuðum kjörum á lán sín og er- lendir neytendur. Á það sérstaklega við um lán til kaupa á þaki yfir höf- uðið. Sérstaklega hefur verið kvartað undan svokallaðri „verðtryggingu“, sem gerir ekki annað en að jafna greiðslubyrði lántaka á lánstíma þeg- ar verðbólga er óhófleg, eins og í ís- lenskum reynsluheimi. Hafa ýmsar hetjur komið fram og mælt stórt. En það er misskilningur að hetjuskapur eigi nokkuð skylt við þann málstað sem barist er fyrir. Það sem helst er leitað eftir er lágir vextir, en forsendur lágra vaxta er lít- il verðbólga, stöðugleiki í efnahags- málum og lítill vaxtamunur, en vaxta- munur í lánastofnunum endurspeglar hagkvæmni í rekstri þeirra, það sem viðskiptamenn banka þurfa að greiða fyrir miðlun fjármagns. Svör erlendra banka Það er alltaf fróðlegt að ræða við erlenda bankamenn. Fyrstu alvöru samtöl þess er hér ritar við erlenda bankamenn voru fyrir 36 árum. Það voru fulltrúar Hambros Bank. Ham- bros var traustur bakhjarl Íslands í áratugi og hélt Íslandi í sambandi við umheiminn frá 1920 til vorra daga. Íslenskir bankastjórar voru í miklu og góðu sambandi við bankastjóra Hambros Bank en á meðan banka- stjórarnir ræddu saman sat íslenski fjármálaráðherrann frammi á gangi og beið átekta um málaleitan. Svör erlendra bankamanna um Ís- landsviðskipti hafa ávallt verið á einn veg. Erlendir bankar hafa þau við- skipti sem þeir óska eftir og telja sig hafa ábata af. Vissulega hafa banka- mennirnir bent á að viðskipti með ís- lenska krónu mengi aðeins reikning bankans. Erlendir bankar velja sér trausta og stóra viðskiptavini, hvort heldur sem um er að ræða lántaka eða lán- veitendur. Á Íslandi eru til traustir viðskiptamenn, skilamenn. Hvað segja ársskýrsl- ur um vexti? Það má lesa ársskýrslur margra ís- lenskra fyrirtækja og skoða lán og kjör á lánum. Eitt er það fyrirtæki sem hefur leitað á erlenda fjármála- markaði án þess að hafa meginhluta tekna sinna í erlendri mynt. Það er Orkuveita Reykjavíkur. Orkuveitan er með traustan viðskiptamannahóp þó að ekki sé hópurinn erlendur. Orkuveitan skuldaði í vaxtaberandi skuldum 165,6 milljarða í árslok 2015. Af þeim skuldum voru 121,5 millj- arðar í erlendum lánum. Meðalvextir þeirra lána voru 0,97% í árslok 2015, að viðbættum gengisbreytingum. Lokagjalddagar þessara lána eru á árunum 2025-2038. Innlend lán, „verðtryggð“ og „óverðtryggð“, hvað sem það nú þýðir, voru samtals 44,1 milljarður. Meðalvextir þeirra lána voru 5,71% að meðtöldum verðbót- um. Í samanburði á þessum lánum þarf að bera saman innlenda verðbólgu og erlenda gengisáhættu og vaxtaá- hættu. Það kann að vera að gengis- áhættan sé sveiflukenndari en inn- lendar verðlagsbreytingar. Um framtíðina er lítið hægt að segja en það er hægt að horfa til baka og reikna út ávöxtun innlendra og er- lendra lána; það er að reikna „ávöxt- un“ hvers láns miðað við að það verði greitt upp í dag. Fróður maður hefur sagt mér að erlent lán frá aðeins einu lántökuári, þ.e. frá 2000, til þessa árs sé óhag- stæðara en innlent lán á innlendum kjörum yfir mismunandi lánstíma. Gjaldeyrishöft og ógn Innlendur fjármálamarkaður hef- ur verið verndaður frá erlendri sam- keppni, ef frá eru taldar lántökur stærri og betur megandi fyrirtækja. Með beinum erlendum lántökum koma fyrirtæki sér undan 0,376% skatti á fjármálafyrirtæki, en sá skattur var samþykktur í hópefli þingmanna með atkvæðum 57 gegn 1. Á sama veg koma neytendur, sem eiga milliliðalaus viðskipti við lífeyris- sjóði, sér undan sama skatti. Það er ekki náttúrulögmál að taka lán hjá banka. Gjaldeyrishöft verða afnumin, hugsanlega í áföngum, enda frjálst flæði fjármagns einn hluti og for- senda EES-samnings. Þá á almenn- ingur kost á að velja sér viðskipta- banka utanlands. Það er ekkert náttúrulögmál að viðskiptabankinn þurfi að vera í heimagarðinum. Ekki verður séð að íslenskar fjármála- stofnanir né heldur meginhluti þeirra þingmanna sem nú sitja á Alþingi með greinarhöfundi hafi áhyggjur af þessum nálæga veruleika. Á Alþingi koma enn fram þau viðhorf að innlán njóti helst til of mikillar verndar. Að ekki sé talað um að ákvæði neyðarlaga um forgang innlána í kröfuröð hafi verið of vegleg fyrir innistæðueigendur. Kannski byrjar maðurinn fyrst að vera til þegar búið er að taka allt af honum. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Erlendir bankar velja sér trausta og stóra viðskiptavini, hvort heldur sem um lántaka eða lánveit- endur er að ræða. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Erlend samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði Sköpun Spilandi reiðhjól, risavaxinn kristall og stjarnfræðilegar furðuverur voru sköpunarverk í Biophilia-menntaverkefninu sem sjá mátti á uppskeruhátíð verkefnisins í Ráðhúsinu í gær. Eggert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.