Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 50

Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 FORSETAKOSNINGAR 2016 Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is S ólin leikur við hvurn sinn fingur þegar blaðamaður fer til fundar við Andra Snæ Magnason á heimili hans í Vogahverfinu í Reykjavík. Andri tilkynnti um framboð sitt með veg- legum hætti í Þjóðleikhúsinu í apríl síðast- liðnum en okkar samtal er í heldur hvers- dagslegra umhverfi, við borðstofuborðið. Andri Snær hefur gefið það út að hjá honum séu það land, þjóð og tunga sem séu sett á oddinn. Undir þessa flokka fellur heilmargt sem Andri Snær sér fyrir sér að forsetinn geti haft áhrif á. Við byrjum á að ræða um hlutverk forseta Íslands. „Forseti Íslands á að hafa framtíðarsýn og halda á lofti ákveðnum gildum. Þessi gildi eiga að lýsa leiðina hvernig sem viðrar og hvernig sem vindar leika í pólitík. For- setinn á að styðja við samfélagið og hann á að vera í góðum tengslum við fólkið í land- inu. Forsetinn getur gegnt mikilvægu hlut- verki með því að tengja ólíka hópa saman en hann hlýtur alltaf að marka embættið með sínum áherslum. Hann gegnir mikilvægu hlutverki með því að setja mál á dagskrá, hann getur haft áhrif í umhverfismálum, í samskiptum við önnur lönd, í fræðalífi og viðskiptalífi. Forsetinn getur haft mikil áhrif með því einu að skapa vettvang fyrir umræðu,“ segir Andri og nefnir sérstaklega Arctic Circle, sem er árlegt þing um málefni norðurslóða. „Ég myndi segja að Arctic Circle sé mjög gott dæmi um vettvang sem forseti býr til sem er utan við hið pólitíska svið, en verður jafnvel stærri en nokkur ráðherranefnd eða starfshópur getur orðið,“ segir hann. Andri segir að við stöndum á tímamótum í stórum málum sem varða framtíðina. Hann hefur sett fram þrjár hugmyndir sem hann sér fyrir sér að forseti geti tekið þátt í að skapa vettvang í kringum: Hvernig við get- um staðið vörð um ósnortin víðerni Íslands, hvernig við gætum klárað stjórnarskrárferl- ið og mikilvægi þess að vernda og rækta tungumálið. „Ég sé forsetaembættið fyrir mér sem skapandi embætti, embættið er hreyfiafl eins og Vigdís hreyfði við kvenréttindum og verndun gróðurs. Það er því ekki hlutlaust embætti en því er samt ekki ætlað að hygla ákveðnum hópum. Það leitast við að finna stærri mynd sem rúmar okkur öll.“ Læsi er brýnt málefni Sem rithöfundur og fyrirlesari hefur Andri Snær heimsótt tuttugu þúsund skóla- börn á Íslandi auk þess að vera með nám- skeið í fyrirtækjum og ferðast víða um lönd til að kynna bækur sínar og hugsjónir. Hann telur að embætti forseta Íslands eigi að láta sig tungumál og læsi varða. „Sá bak- grunnur sem ég vildi taka með mér eru brýn málefni eins og læsi. Ef ekki er tekið á ólæsi skólapilta á breiðum samfélagslegum grunni þá lækkar menntastig þjóðarinnar. Þetta eru brýnir þjóðarhagsmunir, að við- halda tungumálinu og læsi. Síðan megum við ekki gleyma þeim sem flytja hingað. Ef íslensk börn ná ekki fullum lesskilningi þá getum við rétt ímyndað okk- ur hvernig börn standa að vígi sem eru með annað móðurmál. Þetta eru málefni sem ég vil lyfta.“ Íslensk börn erfa haf fremur en land Hvernig telur hann að forsetinn geti skapað vettvang í kringum mikilvæg mál? „Forsetinn getur verið stuðningur við inn- viði menntakerfisins, og hann getur skapað nýjar tengingar. Við getum tekið dæmi varðandi málefni hafsins. Íslendingar veiða eitt prósent af öll- um fiski í heiminum. Það er mikið hlutverk sem við höfum. Þetta eru gríðarleg verð- mæti sem við mokum á land. Landhelgi Íslands er sjö sinnum stærri en landið sjálft, þannig að börnin okkar eru í rauninni að fara að erfa haf frekar en land. En við tölum samt aldrei þannig,“ bendir Andri á og vitnar í fræg orð úr ljóði eftir Jón Magnússon sem fræðimaðurinn Lúðvík Kristjánsson gerði ódauðleg með ritverki sínu um íslenska sjávarhætti: „Föðurland vort hálft er hafið. Þetta eru fleyg orð en í raun er þetta ekki rétt. Þetta ætti eiginlega að vera „sjöfalt föðurland vort er hafið“. En af því að við hugsum ekki svona þá beinist áhuginn og athyglin ekki nægilega mikið að hafinu. Ef við skoðum bara það sem er í djúp- unum þá ætti íslenskt barn að vera með æði fyrir fiskum. Og íslenskt barn ætti að láta sig dreyma um að verða kafari, sjómaður eða sjávarlíffræðingur,“ segir Andri og nefnir fyrirtækið Kerecis á Ísafirði, sem framleiðir lækningavörur úr fiskroði, sem dæmi um þá grósku sem nú er í vinnslu sjávarafurða. „Þó að við veiðum eitt prósent af fiski í heiminum þá höfum við sennilega bara nýtt eitt prósent af verðmætunum sem leynast í hafinu. Flest börnin okkar alast upp í út- hverfunum og í litlum tengslum við sjóinn, sjómennsku eða sjávarútvegsfyrirtæki. Samt erfa þau þetta mikla haf,“ bendir Andri á. Andri Snær hefur lagt áherslu á að ræða um umhverfismál allan sinn feril og verið öflugur talsmaður á því sviði. Sú vá sem steðjar að hafinu er honum hugleikin. „Það eru fáar þjóðir í heiminum sem eiga jafnmikið undir í umhverfismálum og við. Það stefnir í að plast í höfunum verði álíka fyrirferðamikið og fiskar. Ísland þarf að hafa sterka rödd hvað þetta varðar útávið. Forsetinn þarf líka að hafa sýn á það hvern- ig við getum tengt þessi börn sem alast upp í úthverfum við þennan veruleika að þau séu að fara að erfa þetta mikla haf. Það er líka brýnt fyrir sjávarþorpin að börnin okkar viti að þar séu líka tækifæri. Barn sem elst upp í úthverfi í Reykjavík gæti átt sér þann draum að búa í sjávarþorpi úti á landi en sér kannski ekki möguleikana á því. Hinum hefðbundnu störfum fer fækkandi en störfum eins og til dæmis í þessu fyr- irtæki sem ég tók dæmi um á Ísafirði fer fjölgandi. Hafið og atvinnumöguleikarnir í kringum það eru nánast ónumið land í skynjun okkar og áhugasviði. Þarna sé ég fyrir mér vettvang þar sem forsetinn getur tengt saman skólakerfið, útgerðina, sjáv- arþorpin, sjómenn, kafara, sjávarlíffræð- inga, háskólana og stofnanir úti í heimi.“ Núgildandi stjórnarskrá óskýr um hlutverk forseta Íslands Lýðræði ber óhjákvæmlega á góma þegar rætt er um hlutverk forseta Íslands og framtíð embættisins. Andri hefur talað fyrir því að það ferli sem hófst með endurskoðun stjórnarskrárinnar á stjórnlagaþingi verði klárað. „Forsetinn er eini þjóðkjörni ein- staklingurinn. Hann þarf að standa vörð um lýðræðið og hafa áhuga á því. Við erum að sjá mikla gerjun í öllum lýðræðishugmynd- um, hvað varðar gegnsæi, hvað varðar beint lýðræði og síðan er stjórnarskráin í gerjun því að núgildandi stjórnarskrá er óskýr og veik hvað varðar hlutverk forseta Íslands. Valdsækinn og jafnvel einstaklingur með einræðistilburði getur spilað mjög fast á þessa stjórnarskrá. Þingið er ekki nógu sterkt gagnvart forsetanum og fólkið er ekki nógu sterkt gagnvart þinginu. Trekk í trekk höfum við ekki fengið að kjósa um mikilvæg mál,“ bendir Andri á og það liggur beint við að spyrja hann út í afstöðu sína til málskotsréttar forseta Íslands. „Ég er ekki talsmaður þess að misbeita neitunarvaldinu, því má aðeins beita ef mál- ið er mikilvægt og undiraldan í samfélaginu er þung. Ef Alþingi starfar í sátt við þjóðina ætti það ekki að gerast oftar en hefur verið á síðustu árum. En það er samt allt í lagi að kjósa einu sinni á ári. Við megum alveg fara að venja okkur við að kjósa meðfram sveit- arstjórnarkosningum eða meðfram alþing- iskosningum um mikilvægt mál. Það er hollt fyrir lýðræðið. Það eru til dæmis kenningar um það að af því að við fengum ekki að kjósa um EES- samninginn þá settum við okkur í raun ekki inní málið og vissum ekki nógu vel hvað gerðist. Kosningar um mikilvæg mál geta þjónað þeim tilgangi að þjóðin viti frekar um hvað er verið að taka ákvarðanir. Mér finnst tvímælalaust að við hefðum átt að fá að kjósa um Kárahnjúkavirkjun og líka um inngöngu í ESB og um slit þeirra við- ræðna.“ Forsetinn taki ekki afstöðu til einstakra mála En telur Andri að forsetinn eigi að taka afstöðu til málefna? „Forsetinn á ekki að taka afstöðu til hvers einstaks vegar, einstakrar virkjunar eða til einstakra frumvarpa. En hann á að standa fyrir ákveðin gildi sem fólk á helst að vita hver eru. Hann á að svara kalli gras- rótar eins og í IceSave-málinu. Það er ekk- ert metnaðarmál fyrir mig að fara inn í þetta embætti til að blokkera einhvern veg eða hafa áhrif á framkvæmdir. Helst ætti auðvitað að formgera vald al- mennings til að kalla eftir í þjóðaratkvæða- greiðslu. En mér finnst að forsetinn ætti ekki að gera það persónulega. Aftur á móti- ætti neitunarvald að vera hjá forsetanum. Því á að beita ef vald þingsins er notað í því skyni að sneiða hjá vilja almennings í stað þess að það sé notað í auðmýkt. En maður gerir ekki ráð fyrir því að til þess þurfi því að neitunarvaldið gerir það að verkum að þingið vandar sig betur. Verði þetta vald sem forseti hefur formgert nánar þá mun það bæta lýðræðishefð hérna á Íslandi, bæta vinnubrögð alþingis, minnka hættuna á flokksræði og auka þar með traust á al- þingi. Það eru gagnkvæmir hagsmunir að forseti og alþingi vinni vel saman.“ Launamunur kynjanna áhyggjuefni Líkt og aðrir frambjóðendur hefur Andri Snær verið mikið á ferðinni undanfarnar vikur og heimsótt fólk um land allt. Hann segir reynsluna hafa verið ánægjulega. „Sá sem býður sig fram hefur boðið þjóðinni að heilsa sér. Fólk kinkar til mín kolli úti á götu. Það er áhugavert og ég á skemmtilegt spjall við fólk og kynnist hliðum á samfélag- inu sem ég hefði annars ekki gert.“ Það eru fleiri úr fjölskyldunni en Mar- grét eiginkona Andra sem taka þátt í bar- áttunni með honum því sonur hans, Hlynur Snær, 19 ára, hefur ásamt félögum sínum gert myndbönd fyrir hönd framboðsins. Andri segir að það samstarf hafi verið sér- staklega gleðilegt og bindi þá feðgana sam- an. „Ég hef talað mikið um launamun kynjanna og bent á að það gangi ekki upp að konur fengju mánuði minna í laun á ári en karlar. Ég ræddi þetta málefni við son minn og vini hans og daginn eftir útbjuggu þeir myndband um launamun kynjanna. Þannig að framtíðin er björt.“ Andri Snær Magnason Forsetinn á að styðja við samfélagið Morgunblaðið/RAX Karfavogur Karfavogur hefur verið gatan mín síð- ustu 8 ár. Hér í göt- unni á ég góða vini og nágranna. Hér hefur verið gott að ala upp börnin. Fæðingardagur 14. júlí 1973. Fjölskylduhagir Eiginkona Andra er Margrét Sjöfn Torp. Þau eiga saman fjögur börn á aldrinum 8 til 19 ára. Menntun BA í íslensku frá Háskóla Íslands. Starf Rithöfundur og alþjóðlegur fyrir- lesari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.