Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 58
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
G
uðni Th. Jóhannesson sagnfræðing-
ur hefur átt velgengni að fagna í
skoðanakönnunum eftir að hann til-
kynnti um forsetaframboð sitt.
Stuðningurinn við hann hefur verið svo mik-
ill og afgerandi að það liggur beinast við að
hefja samtalið við hann með því að spyrja
hvort hann sé farinn að máta sig við emb-
ættið á Bessastöðum.
En Guðni er hógværðin uppmáluð eins og
fyrri daginn og minnir á að hann komi úr
mikill íþróttafjölskyldu, bróðir handbolta-
stjörnunnar Patreks Jóhannessonar. „Þó að
maður hafi forystu í hálfleik getur margt
breyst fram að leikslokum,“ svarar hann og
kveðst bara halda sínu striki fram á kjör-
dag.
„En auðvitað býður maður sig ekki fram
til forseta nema hafa ákveðnar hugmyndir
um hvernig embættinu skuli gegnt,“ bætir
hann við. „Mér finnst að forseti eigi að vera
sameiningarafl, standa utan flokka og fylk-
inga. Hann á að vera bjartsýnn fyrir hönd
þjóðarinnar, má ekki hafa allt á hornum sér,
en um leið þarf hann samt að vera raunsær
og jarðbundinn. Hann á að vera stoltur af
sögu lands og þjóðar en ekki drambsamur.
Hann á að hjálpa til í samfélagsumræðunni,
vera nokkurs konar málsvari hinnar mál-
efnalegu umræðu, sjá til þess að öll sjón-
armið heyrist og láta fólkið í landinu finna
að hann sé ekki í liði með einum á móti öðr-
um.“
Guðni segir að þannig verði forseti nauð-
synleg viðbót við átakavettvanginn Alþingi
þar sem menn skiptist á skoðunum og leiði
mál til lykta. „Svo getur verið að forseti
þurfi að skerast í leikinn eins og dæmin
sanna.“
Forseti með skoðanir
Blaðamaður rifjar upp að þegar fráfarandi
forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, fór í opin-
bera heimsókn á heimaslóðir á Vestfjörðum
stuttu eftir fyrstu embættistökuna 1996 hafi
hann haft orð á slæmu ástandi vega í fjórð-
ungnum. Ýmsum fannst þá að forseti ætti
ekki að skipta sér af slíkum hlutum. Hvar
dregur Guðni mörkin?
„Afi minn, Sæmundur, fæddist á Krossi á
Barðaströnd. Nái ég kjöri mun leið mín
áreiðanlega liggja á þessar sömu slóðir,“
svarar Guðni. „Vonandi hefur ástand veg-
anna batnað frá þessum tíma en séu þeir
enn slæmir er það eðlilegt að forseti veki at-
hygli á því. En það er rétt að hafa í huga að
á þessum tíma var Ólafur Ragnar nýstiginn
úr heimi stjórnmálanna og margir voru enn
vígamóðir eftir kosningarnar. Ég kem ekki
úr þeim heimi og nái ég kjöri myndi mér,
held ég, frekar fyrirgefast að benda á slæmt
ástand vega ef svo ber undir,“ segir Guðni.
Orð Ara fróða að leiðarljósi
Guðni hefur verið gagnrýndur fyrir að
vera ekki nógu „þjóðernislegur“ í afstöðu
sinni til ýmissa atburða Íslandssögunnar.
„Ég hef verið gagnrýninn á sýn Ólafs Ragn-
ars á sögu landsins og sögulegan arf í að-
draganda hrunsins, því þá misstum við fót-
anna,“ svarar hann. „Það voru of margir
sem höfðu ekki í heiðri orð Ara fróða að
hafa það sem sannara reynist og gleymdu
jafnvel líka orðum Snorra Sturlusonar að of-
lof væri háð. En ég hef oft sagt við kollega
mína í sagnfræðistétt að þeir skilji ekki
samfélagið nema þeir fari á handboltaleik í
troðfullri Laugardagshöll, syngi þjóðsönginn
og hvetji Ísland til dáða.“
Guðni segir að forsetinn eigi að þekkja
sögu Íslendinga og vera stoltur af henni.
„En um þjóðir gildir það sama og um ein-
staklinga, að við eigum að hafa sjálfstraust
en vera um leið auðmjúk og aldrei dramb-
söm. Þegar við höldum á lofti okkar eigin
verðleikum eigum við ekki að gera það á
kostnað annarra. Við eigum að segja söguna
án þess að misnota hana jafnvel í þágu
stundarhagsmuna hverju sinni. Og við eigum
ekki að falla í þá freistni að segja beinlínis
ósatt.“ Og nú kemur sagnfræðingurinn held-
ur betur upp í frambjóðandanum: „Tökum
sem dæmi seinni heimsstyrjöldina. Við Ís-
lendingar færðum þar fórnir eins og aðrir,
sjómenn létu lífið við að færa björg í bú, en
hlutfallslega misstum við ekki eins marga og
Bretar eins og sumir virðast telja nú um
stundir, heldur eins marga og Bandaríkja-
menn. Þarna er einföld staðreynd sem
heiðarlegir og sanngjarnir menn hljóta að
sjá að betra er að hafa rétta en ranga. Hafa
skal það sem sannara reynist. Með því að
benda á þetta er maður sannarlega ekki að
gera lítið úr þeim sem lögðu líf sitt í hættu.
Afar mínir, til dæmis, sigldu báðir á þessum
árum. Amma Sigurveig sagði mér oft hversu
stingandi ótti það hefði verið að kveðja afa
Sæmund og vita ekkert um afdrif hans vik-
um saman. Afi Guðni, sem ég er skírður í
höfuðið á, mátti saklaus sæta barsmíðum og
pyntingum Breta hér á Kirkjusandi og svo í
fangelsi í Bretlandi, uns sakleysi hans var
sannað. Hann var gerbreyttur maður eftir
þessa reynslu, glaður maður varð dulur. Þór
Whitehead hefur rakið þessa sögu í einni
bóka sinna. Þannig að ég þekki það vel úr
eigin fjölskyldu hvaða fórnir Íslendingar
færðu í stríðinu. En staðreyndir verður
maður að virða og halda á lofti.“
Vill halda í Fálkaorðuna
Talið berst að formfestunni og hefðunum
sem einkenna forsetaembættið.
„Amma Sigurveig fékk Fálkaorðuna á
gamals aldri fyrir vel unnin störf á sviði
menntunar og kvenréttinda. Mér finnst að
við eigum að veita orðuna fyrir vel unnin
störf í þágu lands og þjóðar; ef drýgð er
hetjudáð, mannslífum bjargað og góðu kom-
ið til leiðar. Svo er hennar einnig þörf í ver-
öld diplómata og embættismanna vegna
samskipta við aðrar þjóðir. Ég sé ekki fyrir
mér neinar breytingar á þessu sviði,“ segir
Guðni. Hann minnir á að fyrri forsetar hafi
mótað embættið. „Við höfum verið heppin
með forseta, þótt auðvitað verði öllum á mis-
tök í starfi. Embættið hefur á sér virðingar-
blæ en er um leið alþýðlegt. Það eru ekki
háir virkisveggir utan um Bessastaði. For-
seti Íslands hefur getað farið á meðal fólks.
Ásgeir fór í laugarnar, Kristján Eldjárn á
fundi fræðimanna, Vigdís stoppaði á Álfta-
nesveginum og tók skólafólk á leið í bæinn
upp í, Ólafur Ragnar fór á vídeóleigur og
valdi spólur fyrir sig og Dorrit. Þannig á
þetta að vera. Forseti á að vera á meðal
fólksins en um leið á hann að vita alla daga
að hann gegnir virðingarmesta embætti
landsins.“
Valdið til fólksins
Stjórnarskrána ber oft á góma í kosninga-
baráttunni. Vill Guðni breyta henni?
„Við eigum að auka beint lýðræði. Það
gerum við með því að setja í stjórnarskrá
ákvæði um rétt tiltekins fjölda kjósenda til
að krefjast þjóðaratkvæðis um lög frá Al-
þingi. Þannig virkjum við þennan rétt fólks-
ins án þess að atbeina forseta þurfi til,“
svarar hann. En Guðni telur að forseti eigi
áfram að hafa synjunarvald. „Sú staða getur
komið upp að forseti vilji ekki undirrita lög
sannfæringar sinnar vegna, og standi þá og
falli með þeirri sannfæringu. Það geta líka
komið upp algjörlega ófyrirséðar kring-
umstæður í þjóðfélaginu, þá þarf neyðar-
hemill að vera til staðar.“
Guðni minnir á að allt frá því að stjórnar-
skráin var sett við stofnun lýðveldis 1944
hafi það verið útbreidd skoðun að skýra
þurfi betur ákvæði hennar um völd og verk-
svið forseta Íslands. „Þessi kafli stjórnar-
skrárinnar ber þess merki að vera saminn
þegar valdamikill konungur réð ríkjum. Í
orði kveðnu eru forseta þar færð mikil völd
en síðan eru þau tekin aftur í öðrum grein-
um sem eru yngri. Þetta er ekki nógu skýrt
og allir sem áttu þátt í að semja stjórnar-
skrána við undirbúning lýðveldisstofnunar
vissu að það þyrfti síðar að bæta úr þessu.
Þess vegna kvartaði Sveinn Björnsson for-
seti yfir því 1949, fimm árum eftir stofnun
lýðveldis, að því miður væri ekki búið að
endurskoða stjórnarskrána. En það er þann-
ig í stjórnskipan okkar að rétturinn til að
breyta stjórnarskránni liggur hjá þjóðinni
og þeim fulltrúum sem hún kýs á þing. Vilji
menn breyta stjórnarskrá sýna þeir það í
verki með því að kjósa fulltrúa á þing sem
framkvæma þann vilja. Stjórnarskrá Íslands
er ekki breytt á Bessastöðum.“
Að eiga traust forseta
Ekki er lengur um það deilt að forseti
hafi synjunarvald gagnvart lögum frá Al-
þingi, enda hefur því þrívegis verið beitt af
fráfarandi forseta. Við hvaða aðstæður sér
Guðni fyrir sér að þessu valdi verði beitt að
óbreyttri stjórnarskrá?
„Það þurfa að vera uppi afskaplega veiga-
mikil mál til að það gerist,“ svarar hann.
„Fulltrúar almennings arkandi til Bessa-
staða með blys í annarri hendi og bænaskrá
í hinni, eins og ég orðaði það einu sinni,
greinileg merki þess að tugþúsundir kjós-
enda vilji fá að eiga síðasta orðið um lög frá
Alþingi. Þetta eru forsendurnar og enn
fremur sú staða, ef ég ætti í hlut, að ég gæti
alls ekki sannfæringar minnar vegna und-
irritað einhver lög. Mér kemur þá í hug
sama dæmi og Vigdís Finnbogadóttir nefndi
á sínum tíma. Ég gæti ekki undir neinum
kringumstæðum samþykkt lög um dauða-
refsingar. Þjóðin yrði að hafa síðasta orðið.“
Forseti Íslands hefur oft þurft að láta til
sín taka við myndun ríkisstjórna. Um það
segir Guðni: „Við stjórnarmyndanir tel ég
brýnt að forseti láti alla njóta sannmælis.
Hann má ekki eiga sér óskastjórn eða stefna
að því að einn flokkur eða fleiri komist ekki
í stjórn. Sömuleiðis þurfi stjórnmálaleiðtog-
arnir að finna að þeir eigi traust forseta og
geti rætt við hann í fullkomnum trúnaði.
Annars ríkir tortryggni þar sem síst skyldi.“
Guðni Th. Jóhannesson
Stjórnarskrá ekki breytt á Bessastöðum
Morgunblaðið/Eggert
Íþróttahús MR
Íþróttahús Menntaskólans í
Reykjavík er Guðna kært.
Þar kenndi faðir hans heit-
inn um árabil og ófáum
stundum varði Guðni þar
sjálfur á skólaárunum
58
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
FORSETAKOSNINGAR 2016
Fæðingardagur 26. júní 1968.
Fjölskylduhagir Kvæntur Elizu Reid. Þau
eiga saman fjögur börn. Guðni á dóttur
með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haralds-
dóttur.
Menntun BA-próf í sögu og stjórn-
málafræði frá Warwick-háskóla á Englandi,
MA í sagnfræði frá HÍ, MSt í sagnfræði frá
Oxford og doktorspróf frá Queen Mary, Uni-
versity of London.
Starf Dósent í sagnfræði við Háskóla Ís-
lands.