Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 60

Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 60
FORSETAKOSNINGAR 201660 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is F orsetaframbjóðandinn Guðrún Mar- grét Pálsdóttir kveðst hafa verið af- skaplega feimið barn en hún hafi unnið í því að yfirvinna feimnina þegar hún áttaði sig á því að málefnið skipti meira máli en hvernig henni leið. Guðrún hefur rólega og yfirvegaða nærveru og þó að feimnin hafi rjátlast af henni veður hún ekki elginn. Beðin um að lýsa því hvernig hún líti á hlutverk forseta Íslands gefur hún sér tíma til að hugsa en svarar svo; „Hann á fyrst og fremst að vera þjónn þjóðarinnar og sam- einingartákn. Hann er til staðar til að undirrita lög frá Alþingi og er jafnframt ör- yggisventill ef eitthvað hefur verið sam- þykkt sem er ekki gott fyrir þjóðina. Svo er hann mjög mikilvægur við stjórnarmynd- unarviðræður, hann á að sjá til þess að það sé starfhæf stjórn í landinu og geta gripið inn í ef það eru stjórnarkreppur. Síðan er hann mikilvæg rödd á alþjóðavettvangi.“ Við höfum komið okkur fyrir inn á skrif- stofu á heimili Guðrúnar á Arnarnesinu í Garðabæ. Hún hefur búið þar síðustu tíu ár og þó að Arnarnesið sé oftast tengt við efnafólk og glæsivillur er ekkert óþarfa prjál á heimili Guðrúnar, húsið er vissu- lega reisulegt en innbúið ber heimilislífinu vitni; þarna býr venjuleg fjölskylda. Það var einmitt við eldhúsborðið sem hug- myndin að forsetaframboði Guðrúnar kviknaði í byrjun janúar síðastliðins og hún er ánægð með að hafa látið slag standa. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun, ég held að ef ég hefði ekki gert það hefði ég séð eftir því. Af því að ég trúði því að ég ætti að gera það.“ Þurfum að hlúa að rótunum Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með í aðdraganda kosninganna að Guðrún er kristin og hún talar fyrir sam- stöðu og samhjálp þjóðarinnar. Trúin veitir Guðrúnu daglegan innblástur og hún ætlar að standa vörð um kristna þjóðararfinn í embætti forseta. En hvernig heldur hún að það leggist í þjóð sem segir sig í auknum mæli úr þjóðkirkjunni? „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það eru einhverjir sem kunna alls ekki að meta þetta. En allar þjóðir eiga sér rætur og það skiptir gríðarlega miklu máli að rækta ræt- urnar sínar. Þjóðfélagið er byggt upp á kristnum rótum, sem má sjá á þjóðsöngnum og nánast öllum hátíðisdögum okkar. Það skiptir máli að við gleymum ekki rótunum sem tengjast trúnni. Maður sér þjóðir sem hafa misst rætur sínar á einn eða annan hátt og það fer ekkert mjög vel með þær. Ég hef stórar áhyggjur af íslenskri þjóð, auknum kvíða, þunglyndi og sjálfskaða, þessari vanlíðan sem er meðal unga fólks- ins. Ég held að ef trúin væri stærri hluti af lífi okkar væri þetta ekki svona slæmt, við af eldri kynslóðinni höfum brugðist að flytja þennan trúararf áfram. Ef við hlúum að rót- unum gætum við fundið okkur betur sem þjóð og andleg líðan batnað. Það hafa verið gerðar rannsóknir á því hvað trú gerir fyrir fólk og það er almennt þannig að þeir sem eiga sér trú eru yfirleitt hamingjusamari en þeir sem eiga ekki trú.“ Guðrún segir trúna vera það mikilvæg- asta sem hún eigi. Það var um fermingu sem hún tók þá ákvörðun að hún ætlaði að fylgja trúnni, upp úr tvítugu missti hún neistann en fann hann aftur í hnattferð sem hún fór í fyrir um þrjátíu árum. „Ég var ein að þvælast í heilt ár með litla peninga, lenti í alls konar kringumstæðum og þurfti veru- lega á Guði að halda. Þá sá ég hvað hann var raunverulegur og að ég gat treyst hon- um.“ Guðrún er skráð í þjóðkirkjuna en hefur líka verið í fríkirkjum. „Fyrir mér skiptir ekki máli hvort ég er í þessari kirkju eða hinni, það sem er sameiginlegt er að Guð er kærleikur og Jesús Kristur var sendur til að lækna, kenna og til að opna leiðina til Guðs og hún er opin fyrir alla sem vilja. Forsetinn er verndari þjóðkirkjunnar og á að styðja hana, sem ég mun gera.“ Eigum að vera ábyrg saman Guðrún er einn af stofnendum ABC barnahjálpar, þar sem hún starfaði í 27 ár, eða fram til ágúst í fyrra þegar hún fór í framhaldsnám í þróunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún segir reynsluna frá þróunar- starfinu eiga eftir að reynast vel í forseta- embætti. „Ég hef mikla reynslu af því að umgangast fólk af öllum stéttum og í öllum heimsálfum, með alls konar bakgrunn. Ísland var þróunarland fram til 1974 og við erum ekki búin að gefa til baka nema brot af því sem við þáðum. Ég held að við ættum að láta þessa blessun sem við urð- um aðnjótandi streyma frá okkur í meiri mæli núna þegar við erum ein best stadda þjóð í heimi. Það er ekki forsetans að ákveða fjárlög ríkisins en hins vegar hefði ég mikinn áhuga á að koma hér á árlegri góðgerðarviku og öflugum góðgerðarsjóði sem ég hafði hugsað mér að helmingur launa minna sem forseti færi í og ég myndi reyna að virkja aðra með mér til að gera það sama. Sjóðurinn myndi svo styðja við íslensk góðgerðarfélög sem sinna þeim sem eru í þörf bæði innanlands og erlend- is. Í samskiptum við aðra þjóðarleiðtoga vil ég smita þá af þeirri ástríðu sem ég hef fyrir því að bæta heiminn. Ég vil að við séum ábyrg saman í að hlúa að þeim sem minna mega sín og þeim sem búa við kröpp kjör,“ segir Guðrún, sem hefur ástríðu fyrir ýmsu fleira, til dæmis er læsi fullorðinna henni mjög hugleikið. „Ég hef kynnst ólæsu fólki og finnst hræðileg staða að vera ólæs í þess- um heimi, það er einangrandi. Þá vil ég leggja loftslagsmálum lið með því að hvetja Íslendinga til að auka skógrækt. Við erum rétt að ná takmarkinu 2% skógarþekju á Ís- landi, ef við færum í meira átak gætum við grætt upp landið okkar og um leið lagt þeim þjóðum lið sem eiga allt undir því að lofts- lagsmálin fara ekki á verri veg.“ Spurð hvernig hún sjái fyrir sér framtíð lands og þjóðar segist hún vilja sjá þjóð sem er heilbrigð bæði líkamlega og andlega og lifir hamingjusöm. „Mín reynsla af Guði er að hann er raunverulegur og hann getur læknað bæði andleg og líkamleg mein. Ég vil trúa því að í framtíðinni berum við gæfu til að snúa okkur til Guðs svo hans frábæra áætlun með þetta land megi ná fram að ganga. Ég trúi því að Guð hafi svarið við öllum vandamálum okkar. Ég vil vera leiðtogi sem kallar þjóðina hærra, bæði til göfugri gilda og til að gefa meira frá okkur til annarra þjóða og til að nálgast Guð.“ Hlutverk forseta óskýrt Guðrún fer á flug þegar rætt er um Guð og augljóst að hann er henni mjög hjartfólg- inn. En það þarf að ræða fleira og ég spyr Guðrúnu út í stjórnarskrána. Henni finnst nauðsynlegt að endurskoða hana varðandi hlutverk forsetans, það sé ekki mjög skýrt. „Ef maður les stjórnarskrána getur maður fengið mjög skakka mynd af hlut- verki forsetans, ein greinin segir eitt en önnur ógildir hina greinina. Í tillögu að nýrri stjórnarskrá finnst mér það hafa verið sett miklu skýrar fram. Ég held að við höfum góða stjórnarskrá en það eru mörg góð atriði í drögum að nýrri stjórn- arskrá sem væri mjög verðugt að taka upp, eins og með beina lýðræðið, að það þurfi ekki milligöngu forseta til að fá þjóðaratkvæðagreiðslu í gegn, ákveðið prósentuhlutfall gæti dugað. Prósentan má samt ekki vera of lítil því að þingið þarf að fá ákveðið svigrúm og frið til að vinna. Ef skorað yrði á mig að beita synjunarvaldi stjórnarskrárinnar þyrfti ég að vega og meta hvort þetta væri virki- lega mál sem gæti skaðað land og þjóð varanlega, ég myndi setja mörkin við það. Synjunarvaldið er nauðsynlegur varnagli sem ekki á að beita nema í undantekning- artilfellum. Eins finnst mér ekki heppilegt að forsetinn sé að lýsa skoðun sinni á mál- efnum sem þingið á að taka ákvörðun um. Það á að leyfa þinginu að vinna í friði en ef þetta eru málefni sem varða heill þjóðarinnar á forsetinn að koma með sitt innlegg og vera leiðtogi.“ Ætlar að klára baráttuna Kosið verður um nýjan forseta Íslands 25. júní næstkomandi og harka er að færast í leikinn. Guðrún spilar kosningabaráttuna eftir eyranu, mætir í viðtöl, hittir fólk og dreifir bæklingum. Hún er hvorki með kosningaskrifstofu né kosningastjóra. „Það er búið að vera athyglisvert að taka þátt í þessu. Maður sér að þeir sem setja mikið í þetta, hafa meira fjármagn og fleiri í kringum sig, ná meiri árangri, hvort sem þeir eru hæfari eða ekki, það skal ég ekki segja um. Miðað við útkomu skoðanakann- anna er ég stundum spurð hvort ég ætli að halda áfram og ég svara því á þennan hátt; ég ætla að halda áfram og klára þessa kosn- ingabaráttu og svo sjáum við til með hvað þjóðin segir að lokum. Ég tek því hvað sem verður.“ Guðrún Margrét Pálsdóttir Leiðtogi sem kallar þjóðina hærra Morgunblaðið/Árni Sæberg Heima Það var við eldhúsborðið heima sem hugmyndin að forsetaframboðinu kviknaði í janúar. Fæðingardagur 15. mars 1959 Fjölskylduhagir Gift Hannesi Lentz og eiga þau fjögur börn. Menntun Lauk BSc-námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands með viðbótaráföngum í sálfræði og þróunarfræði. Starf Er í framhaldsnámi í þróunarfræðum við HÍ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.