Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 66

Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 66
FORSETAKOSNINGAR 201666 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is B arátta Sturlu Jónssonar við lánastofn- anir og dómstóla til að verja heimili sitt átti stóran þátt í því að hann ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. „Ég lærði mikið af þeirri baráttu og fór að hugsa um forsetaframboð í janúar síðastliðn- um,“ sagði Sturla. „Það gekk ótrúlega vel að safna meðmælendum með framboðinu. Ég fékk 3.000 undirskriftir á 21 degi og gaf fyrst út að ég ætlaði í framboð þegar undirskrift- irnar voru komnar,“ sagði hann. Sturla fór að vinna að loknum grunnskóla, aðeins 15 ára gamall. Áður hafði hann verið í sveit á sumrin. Hann hefur um ævina stundað sjómennsku, akstur, unnið á jarðvinnuvélum, við húsasmíðar, bílaviðgerðir, bílasmíði og stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur frá 1998 til 2008. Eftir hrun flutti hann um tíma til Noregs og stundaði þar vinnu. Sturla sneri aftur heim 2010 og hefur síðan tekið þátt í baráttu fólks sem fór illa út úr hruninu. Hann kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu í bar- áttu sinni við kerfið að almenn mannréttindi væru ekki virt hér á landi. Sturla nefndi til dæmis lánasamninga sem fólk undirritaði. „Það er ritað með smáu letri í alla lánasamn- inga að það má taka allt af þér án dóms, sátt- ar eða fjárnáms. Þú færð ekki að leita til dóm- stóla. Samt stendur í stjórnarskránni að allir eigi rétt á að leita til óvilhalls dómstóls,“ sagði Sturla. „Þetta vita þeir í bankanum, hjá sýslu- manni og í dómskerfinu en eru tilbúnir að brjóta stjórnarskrána.“ Vill verða forseti til að tala máli fólksins Sturla kvaðst hafa átt sex fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og líka átt mikil samskipti við stjórnsýsluna eftir að hann fór að taka á sínum málum árið 2011. „Viðmótið í kerfinu er alltaf: Gangi þér vel! En það þorir enginn að standa upp fyrir okk- ur,“ sagði Sturla. Hann sagði að fólk tæki mark á orðum forseta Íslands og þess vegna vildi hann komast í embættið – til að tala máli fólksins. Sturla kvaðst vilja nota þekkinguna sem hann hefði aflað sér á réttindum sem fólki væru tryggð í stjórnarskránni og koma henni á framfæri, almenningi til góða. Fólk tryði því almennt að það byggi í réttlátu samfélagi þangað til það „lenti í hakkavél kerfisins“, eins og Sturla orðaði það. „Það hafa margir flúið land út af þeirri vél,“ sagði Sturla. Það á að hlýða stjórnarskránni Varðandi sýn sína á embætti forseta Ís- lands sagði Sturla að forsetinn hefði ákveðnar starfsskyldur samkvæmt stjórnarskrá. „Ég vil axla þær skyldur samkvæmt orðanna hljóðan,“ sagði Sturla. „Í 13. grein stjórn- arskrárinnar segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. Ég var hjá laganemum í Háskólanum í Reykjavík um daginn og spurði þá hvort forsetinn færi ekki út fyrir valdsvið sitt þegar hann léti einstakling sem ekki væri ráðherra hafa umboð til að mynda ríkisstjórn? Það kom aðeins kurr í salinn. Í 15. grein stjórnarskrárinnar segir að for- setinn skipi ráðherra og leysi þá frá störfum. „Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.“ Það er ekki kveðið á um að ráð- herra skipi ráðherrana,“ sagði Sturla. Sem forseti kvaðst hann ekki myndu álíta sig hafa vald til að fara út fyrir stjórnarskrána. Hann myndi því skipa ráðherra sjálfur samkvæmt 15. grein stjórnarskrárinnar. Sturla myndi vilja aðskilja löggjafarvaldið (alþingismenn) og framkvæmdavaldið og skipa ráðherra sem ekki sætu á Alþingi. Hann myndi því skipa utanþingsstjórn. „Forsetinn og Alþingi fara saman með lög- gjafarvaldið, samkvæmt 2. grein stjórnar- skrárinnar, en forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. Löggjafar- valdið á að setja forsetanum og framkvæmda- valdinu reglur til að fara eftir. Í dag er það framkvæmdarvaldið sem í raun stýrir löggjaf- arvaldinu,“ sagði Sturla. Á þá ekki að ríkja hér þingræði? „Við finn- um ekki orðið þingræði í stjórnarskránni,“ svaraði Sturla. Ríkisvaldið væri þrískipt sam- kvæmt stjórnarskránni í löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald. Það stemmdi illa við stjórnarskrána þegar framkvæmdarvaldið sé hluti af löggjafarvaldinu. „Löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið er bara aðskilið að hluta til í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra eru ekki alþingismenn. Hvers vegna aðskiljum við þetta ekki alla leið?“ spurði Sturla. Forsetinn er málsvari fólksins En á forseti Íslands að lýsa afstöðu sinni til málefna sem ber hátt í þjóðfélagsumræðunni eða á Alþingi á hverjum tíma? „Forsetinn er kosinn af fólkinu. Ég held að fólkið sé ekki að kjósa sér forseta til að vera múlbundinn á Bessastöðum heldur sé það að kjósa sér mál- svara. Það að kjósa 63 fulltrúa á Alþingi og láta þá fá öll völd eftirlitslaust getur hreinlega stefnt samfélaginu í voða. Mér finnst það líkt og að skipstjóri ráði áhöfn á bát og sendi hana svo út á sjó en sé sjálfur í landi.“ Finnst Sturlu það hafa gerst í sögu þjóðarinnar? „Já, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti, fékk til dæmis 32.000 handskrifaðar undirskriftir þar sem hún var beðin að setja EES-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún ákvað að gera það ekki og það finnst mér ekki gott mál,“ sagði Sturla. Hann kvaðst telja að kjósa ætti um fleiri mál, sem vörðuðu þjóðarhag, í þjóðarat- kvæðagreiðslum en nú væri gert. „Ég hef gef- ið það út að fái ég 25.000 handskrifaðar undir- skriftir muni það mál fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við tölum mikið um beint lýðræði og mér finnst að þjóðin eigi að taka ákvarðanir um mikið af sínum málum beint,“ sagði Sturla. Hann hefur lesið stjórn- arskrána í þaula og kynnt sér hana vel. Finnst honum að endurskoða þurfi ákvæði stjórn- arskrárinnar um hlutverk og vald forseta Ís- lands? Væri til í að breyta tvennu „Ég væri til í að breyta tvennu,“ sagði Sturla. „Mér finnst að bæta megi ákvæði inn í 26. greinina [um staðfestingu eða synjun for- setans á frumvörpum frá Alþingi] um að óski ákveðið hlutfall kosningabærra manna, svona 12-15%, eftir þjóðaratkvæðagreiðslu verði for- setinn að verða við því. Þrátt fyrir það má ekki taka frá forsetanum það vald að vísa sjálfur málum til þjóðarinnar,“ sagði Sturla. „Auk þess finnst mér að það þurfi að vera al- veg skýrt í stjórnarskránni að framkvæmdar- valdið megi ekki vera hluti af löggjafarvald- inu. Þingmenn megi ekki jafnframt vera ráðherrar. Samkvæmt 51. grein stjórnar- skrárinnar eiga ráðherrar sæti á Alþingi og mega taka þar þátt í umræðum, en hafa ekki atkvæðisrétt nema þeir séu líka alþingis- menn.“ Sturla telur að slæm reynsla sé af því að al- þingismenn séu jafnframt ráðherrar. Hann telur eina afleiðingu þess vera þá að mikið hafi verið selt af ríkiseigum, þ.e. eignum al- mennings, með miklu tapi fyrir samfélagið. Sturla nefndi til dæmis Símann og svo Áburð- arverksmiðjuna og Sementsverksmiðjuna. „Fyrirtæki sem sköpuðu okkur verðmæti án þess að við þyrftum að leggja mikinn gjald- eyri í að reka þau. Nú flytjum við það inn sem þau framleiddu,“ sagði Sturla. Hann kvaðst ekki vera hlynntur ríkisrekstri í sjálfu sér en vilja hafa hér rekstur sem sparaði okkur gjaldeyri og skapaði vinnu hér á landi, hvort sem væri einka- eða opinber rekstur. Lög eru ekki æðri en stjórnarskráin Hvað ástæður aðrar en undirskriftir 12- 15% kosningabærra manna þyrfti til þess að Sturla beitti synjunarvaldi forseta? „Í nauðungarsölulögum er t.d. ákvæði sem heimilar kröfuhöfum að hafna því að þú getir leitað réttar þíns fyrir dómstólum. Það eru fleiri lög sem að mínu mati stangast á við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Ef ég sæi eitthvað slíkt í lagasetningu myndi ég hafna því að undira slík lög,“ sagði Sturla. „Forsetinn þarf að gæta að stjórnarskrárvörðum rétti fólksins. Lög eru ekki rétthærri en stjórnarskrá.“ Hann nefndi einnig kvótakerfið sem dæmi. „Stjórnarskráin segir að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Því frelsi má setja skorður ef almannahagsmunir krefj- ast þess. Það geta nú ekki verið almannahags- munir ef bara tíu fjölskyldur fá að fiska í kringum landið! Einn sjómaður á fimm tonna báti ógnar varla almannahagsmunum,“ sagði Sturla. Vantar fræðslu um stjórnarskrána Sturla vill að kennt sé um stjórnarskrána á öllum skólastigum. Slík kennsla geti byrjað þegar á leikskólastigi. „Það væri hægt að byrja í leikskólunum á krakkadögum. Nú fær eitt barnið að ráða hver leggur diskana á borð og hver hnífapör- in. Í staðinn gæti eitt barnið fengið að vera forseti og gæti skipað ráðherra til að setja diskana á borðið eða hnífapörin. Í grunnskóla mætti lesa stjórnarskrána með börnunum. Við lok grunnskólagöngunnar væru börnin farin að skynja hvað felst í henni. Svo mætti bæta við kennsluna í framhaldsskóla. Nú stökkva börnin úr skóla út í lífið en hafa ekki hugmynd um þau réttindi sem þau njóta.“ Sturla nefndi stöðu bandarísku stjórnar- skrárinnar í hugum Bandaríkjamanna. „Þar er stjórnarskráin heilög. Mönnum dettur ekki í hug að hrófla við henni. Hins vegar setja þeir viðauka við stjórnarskrána en þeir mega ekki brjóta í bága við sjálfa stjórnarskrána.“ Sturla telur að lagfæra þurfi nokkur ákvæði lýðveldisstjórnarskrárinnar en að flestu leyti tryggi hún okkur þau réttindi sem við þurf- um, svo lengi sem við förum eftir henni. „Það brýtur t.d. í bága við stjórnarskrána að rukka sjúklinga um lyf eða sjúkrahúslegu. Í 65. grein segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum, meðal annars óháð efnahag. Í 76. greininni segir að öllum sem þess þurfi skuli vera tryggður réttur í lögum til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku eða elli o.s.frv. Sam- kvæmt þessu á að vera tryggt á fjárlögum að við höfum aðgang að þessu. Stjórnarskráin er kjölfestan í samfélagi okkar. Ef við getum ekki virt hana, hvers virði er þá samfélagið?“ Sturla Jónsson Stjórnarskráin kjölfesta samfélagsins Morgunblaðið/RAX Hæstiréttur „Stjórnarskrárvarinn réttur hefur oft verið brotinn á okkur.“ Nafn Sturla Jónsson. Fæddur 4. nóvember 1966. Fjölskylduhagir Kvæntur Aldísi Ernu Helga- dóttur. Þau eiga þrjá syni. Menntun Grunnskólapróf. 30 tonna skip- stjórnarréttindi, vinnuvélapróf, meirapróf og sjálfsmenntun í lögfræði. Starf Forsetaframbjóðandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.