Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 70

Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Fallega útsaumað sængurlín fyrir hina hinstu hvílu Söluaðilar: Útfararstofa kirkjugarðanna – Útfararstofa Íslands – Harpa útfararstofa ✝ Garðar Péturs-son fæddist í Vestmannaeyjum 20. október 1948. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 26. maí 2016. Foreldrar hans eru Laufey Stefáns- dóttir, f. 15. febrúar 1924, d. 30. desem- ber 1995, og Pétur Jónsson, f. 20. júlí 1927. Laufey var gift Ingimundi Þorsteins- syni, f. 24. september 1924, d. 25. júlí 1997. Pétur er giftur Rögnu Guðmundsdóttur, f. 20. júlí 1930. Systkini Garðars sam- mæðra: Ómar Örn, f. 1958, Unn- ur, f. 1960, Agnes, f. 1965, d. 2006, og samfeðra: Daðey, f. 1949, d. 1953, Erlingur, f. 1952, Daði, f. 1955, Viktor, f. 1962, og Bryndís, f. 1969. Eftirlifandi eiginkona Garð- ars er Ragnheiður Víglunds- dóttir, f. 16. apríl 1957, frá Ak- ureyri. Foreldrar hennar eru Hermína Marinósdóttir, f. 1919, d. 2002, og Víglundur Arnljóts- son, f. 1916, d. 1996. Garðar og Ragnheiður gengu í hjónaband 30. desember 1978. Börn Garðars og Ragnheiðar eru: 1) Laufey Dögg, f. 1979, maki Auðunn Einarsson, f. 1975. Börn þeirra: a) Viktoría Líf, f. 2014 og b) Jakob Jens, f. 1994. 2) Daði, f. 1982, maki Karólína Helga Símonardóttir, f. 1984. Börn þeirra: a) Alexander Máni, f. 2002, b) Dagur Máni, f. 2007, c) Fjóla Huld, f. 2010 og d) Bríet Ýr, f. 2013. Garðar hóf snemma að stunda sjómennsku, sem hann starfaði við mestan hluta starfs- ævi sinnar á hinum ýmsum bát- um og skipum frá Vestmanna- eyjum. Garðar fluttist til Akur- eyrar árið 1976 og bjó þar með eiginkonu sinni og börnum þar til þau fluttust til Vest- mannaeyja árið 1982. Síðan flutti fjölskyldan til Hafnar- fjarðar árið 2006. Útför Garðars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. júní 2016, klukkan 15. „Ég segi bara hvað mér finnst Laufey mín,“ voru orðin sem ég fékk frá þér þegar við ræddum um lífið. Pabbi var hreinskilinn og maður orða sinna, hann gat farið fram úr sjálfum sér en ég vissi allt- af að þessi ljúfa, rólega sál vildi alltaf vel og kann ég svo sannar- lega að meta þann kost. Þú fórst þínar leiðir og byrjaðir snemma á því, sögur af þér úr sveitinni þegar þú straukst að heiman til að kaupa þér „sígó“ er ein af sögum sem ég hef heyrt. Ég var þessi dóttir sem virti pabba minn, hlýddi honum og minnist þess að eitt sinn kom ég seint heim eitt kvöldið og var sett í straff. Ég fékk ekki að fara með vinkonum mínum á sveitaball og hef ekki enn farið. Þakklát fyrir gott uppeldi sem gerði mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Virðing einkenndi sam- band okkar pabba, við nutum sam- veru hvors annars, ég var stelpan hans pabba. Dáðist að snyrtimennsku hans hvort sem það var heima, í starfi eða þrífa alla bílana. Hann var kenndur við „níu mánaða veikina“, þurfti að skipta um bíla á níu mán- aða fresti. Pabbi var sjálfum sér nægur og þurfti ekki að hafa mikið fyrir hon- um, sáttur með kaffibollann og eina sígó. Flinkur í höndum að mála hér heima, teikna skipin eða fyrir barnabörnin. Mamma og pabbi kynntust í Eyjum árið 1976, heillaðist mamma af vel snyrtum nöglum, fínu fötunum og flottu ferðatösk- unni hans, og þar með var þeirra ferðalag hafið næstu 37 árin. Barnabörnin hans, litlu ljósgeisl- arnir, gáfu pabba gleði og tilbreyt- ingu í hverdagslífið, fyllt með ást og hlýju. Síðasta barnabarnið kom 16. maí 2014, Viktoría Líf dóttir mín. Hún fékk að njóta síðustu tveggja ára afa, pabbi var búinn að bíða lengi eftir að ég myndi gefa honum einn gullmola í safnið. Pabbi greindist með krabba- mein í október 2015, hann tók því með æðruleysi frá fyrsta degi. Sjúkdómurinn hægði á pabba hægt og örugglega, erfitt fyrir hann að fá annan sjúkdóm í ofaná- lag en hann hélt ótrauður áfram með dyggri aðstoð mömmu sem vakti yfir honum dag og nótt. Í apríl vorum við mæðgur hér á Ís- landi í tvær vikur og það var ósk pabba að koma með okkur tilbaka til Noregs fyrir næstu lyfjameð- ferð. Fengum við Ástu frænku að koma með okkur til að hlúa að pabba ef þess þyrfti, ekki amalegt að hafa einkahjúkku með sér. Pabbi arkaði um göturnar í Nor- egi, drakk öl í sólinni og naut sín. Auðunn grillaði rifin sem honum fannst svo góð. Pabbi bar sig alltaf vel öll þessi ár þó svo að hann væri búinn að vera með sykursýki í yfir 20 ár. Margir gerðu sér ekki grein fyrir því að hann væri mikill sjúklingur því pabbi leit út einsog kvikmynda- stjarna og var kallaður Gæi í Framtíð úr Eyjum sem lýsir hon- um ákaflega vel. Þú kvartaðir aldr- ei, elsku kallinn minn, og þannig var það þangað til þú tókst þinn síðasta andardrátt með mömmu þér við hlið, 26. maí 2016. Ég er þakklát fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við höfum átt síðustu árin og höfðum við það að leiðarljósi að „búa til minning- ar“ það var þér hjartans mál. Þangað til næst elsku pabbi minn, þá veit ég að þú ert á stað sem er verkjalaus, situr með kaffibollann og vakir yfir okkur. Þín dóttir, Laufey Dögg Garðarsdóttir. Elsku Gæi minn, nú hefur þú kvatt okkur eftir stutta og hetju- lega baráttu við veikindi þín. Samt hélstu húmornum alveg til hins síð- asta og spurðir okkur meira að segja hvort við værum mætt í erfi- drykkju þegar við vorum hjá þér deginum áður en þú kvaddir. Þú varst besti svili minn enda konur okkar ekki bara systur heldur líka bestu vinir. Þó að ég sé bara búinn að þekkja þig í tæp tvö ár urðum við strax miklir mátar og vinir, spjöll- uðum mikið og gerðum ýmislegt saman. Fyrir mér varst þú mikill töffari, snyrtipinni og fjallmyndar- legur maður. Þú varst alltaf að þrífa bílinn þinn og gerðir það nán- ast fram á síðasta dag og komst þá stundum í skúrinn hjá okkur Sól- eyju. Við fórum saman í Kolaport- ið, tókum rúntinn saman eða með konurnar okkar niður í bæ á kaffi- hús eða Jómfrúna í smörrebrauð. Fórum á tónleika og nú síðast bara tíu dögum áður en þú kvaddir okk- ur fórum við til Eyja saman og margt fleira skemmtilegt. Ég hafði mjög gaman af því að kynnast þér og eiga þig sem vin þó að það væri stutt, þú hafðir skap og þoldir ekki neina vitleysu og vorum við líkir þar. Sóley var einn af þín- um bestu vinum og elskuðuð þið hvort annað, það sama má segja um mig og Diddu þína og vildum við gera sem mest saman, enda þær systur svo miklir vinir. Ég kveð þig með þessum fátæk- legu orðum og bið Guð að styrkja Diddu þína, börnin þín og barna- börn og aðra aðstandendur í sorg- inni að missa svo góðan mann sem þú varst. Þinn svili og vinur, Hermann Ragnarsson. Garðar Pétursson ✝ Héðinn Skarp-héðinsson fæddist á Dalvík 21. apríl 1934 en ólst upp á Siglufirði. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 30. maí 2016. Foreldrar Héð- ins voru Elín Sig- urðardóttir frá Læk í Aðalvík, f. 21.12. 1907, d. 21.6. 1995, og Skarphéðinn Júlíusson, trésmið- ur, f. í Lykkju í Svarfaðardal 13.6. 1909, d. 29.10. 1941. Systk- ini Héðins eru: Gunnar, f. 12.5. 1932, Njáll, f. 13.7. 1937, Guðrún Elín, f. 25.3. 1940, d. 6.12. 2013. Héðinn gekk í hjónaband 6.10. 1956 með Bergþóru G. Bergsteinsdóttur, f. 28.7. 1937. fluttist Héðinn árið 1952 til Keflavíkur með móður sinni til að leggja þar stund á frekara nám og lauk prófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Keflavík árið 1956. Trésmíðar urðu hans ævi- starf. Að námi loknu stofnaði hann trésmíðaverkstæði ásamt Hreini Óskarssyni. Eftir það starfaði hann í fyrirtæki sínu í félagi við Ásgeir Ingimundar- son. Allan starfstímann sem spannar um 40 ár var starfsem- in í Ytri-Njarðvík. Árið 1974 fluttist fjölskyldan búferlum til Kentucky í Bandaríkjunum þar sem þau dvöldu í rúmt ár. Þar starfaði Héðinn við harðviðar- fyrirtæki Jóns Guðmundssonar, Northland Corporation. Á ár- unum 1977-84 stundaði Héðinn kennslu í trésmíði við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja sem þá hafði nýlega verið stofnaður. Héðinn var félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur og einnig naut Odd- fellow-reglan krafta hans. Útför Héðins verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 3. júní 2016, klukkan 14. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Kristjana B. Héðinsdóttir, f. 19.4. 1957, maki Þorsteinn Bjarna- son. Þau eiga tvö börn; tvíburana Bjarna og Ingi- björgu. 2) Aðalheið- ur Héðinsdóttir, f. 23.4. 1958, maki Ei- ríkur Hilmarsson. Þau eiga þrjú börn; Andreu, Héðin og Bergþóru og tvö barnabörn, Eiríku Ýr og Pétur Orra. 3) Skarphéðinn S. Héðinsson, f. 8.10. 1966, maki Lynnea Clark. Þau eiga tvö börn; Isabel Kristjönu og Freyju Elínu. Fóstursonur Julian Inove- jas. Eftir að hafa lokið námi við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, Það er komið að leiðarlokum, kvöld er komið og mál að hvílast eftir langan vinnudag. Hugurinn hvarflar yfir farinn veg og myndir af pabba líða fyrir hugskotssjón- um. Pabbi með hamar í hendi og tommustokkinn í skyrtuvasanum, einbeittur með smá grettu í svipn- um að vanda sig. Ekkert hálfkák þar. Pabbi var fagmaður fram í fingurgóma; fúsk var honum ekki að skapi. Pabbi rak trésmíðaverkstæði ásamt félögum sínum í rúmlega 40 ár. Pabbi var „millimetramaður“ í besta skilningi þess orðs, og ná- kvæmur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Og auðvitað gat pabbi gert allt. Fékk fjölskyldan að njóta þess að eiga hann að þeg- ar framkvæmdir stóðu fyrir dyr- um. Prýðir smíði hans heimili okk- ar og erum við afar stolt af. Pabbi gaf sér lítinn tíma til að stunda áhugamál, eins og golf eða veiði. Vinnan átti eiginlega hug hans allan. En sælureiturinn í Þrastaskógi var hans líf og yndi. Þar undi hann sér með mömmu við að rækta skóg, planta trjám og grisja. Og vildi pabbi helst alltaf vera í vinnugallanum að dunda sér í skóginum og að dytta að bú- staðnum sem hann smíðaði fyrir okkur fjölskylduna. Pabbi naut þess að renna sér á skíðum þegar færi gafst. Einnig sýndi hann fína takta á sjóskíðum sem við fjölskyldan stunduðum þann tíma sem við dvöldum í Ken- tucky í Bandaríkjunum. Fundum við glöggt hversu mjög hann naut þess að leika sér með okkur á þessum árum. Í gegnum tíðina hafa foreldrar mínir hafa verið duglegir við að ferðast, bæði utanlands sem inn- an. Best fannst pabba þó að heim- sækja bróður minn og hans fjöl- skyldu sem býr í Bandaríkjunum og geta þar orðið að liði við hin ýmsu verk, stór og smá. Við systk- inin og fjölskyldur og velferð okk- ar vorum honum efst í huga. Pabbi hvatti okkur systkinin til að afla okkur menntunar á því sviði sem hugur okkar stæði til. Einnig fylgdist hann af áhuga með barnabörnunum í námi og starfi. Þau voru stolt hans og gleði. Pabbi dvaldist nokkur sumur í æsku að Skeiði í Svarfaðardal. Hugsaði hann með hlýju til fólks- ins í sveitinni sem var honum svo gott og tóku honum sem einum af fjölskyldunni þegar erfiðleikar steðjuðu að og amma þurfti að koma honum fyrir til að geta séð sér farborða. Pabbi vann sem ungur maður nokkur sumur á síldarárunum í Rauðku, Síldarverksmiðju ríkis- ins við sýnatöku og fitumælingar á síld. Minntist hann oft þessara tíma á Siglufirði og var ljóst að efnafræðin skipaði ávallt stóran sess í huga hans. Tengingin við Siglufjörð hefur verið mikil því pabbi og ferming- arsystkini hans hafa haldið vel hópinn. Hann naut félagsskapar- ins við sín gömlu skólasystkini á meðan heilsan leyfði. Pabbi stríddi við heilabilun hin síðustu ár og féll fjölskyldunni það þungt að horfa upp á manninn sem aldrei féll verk úr hendi, missa færni á flestum sviðum dagslegs lífs. Móðir okkar hefur staðið við hlið hans eins og klettur og sér hún nú á bak ástvini sínum eftir um 60 ára samvist. Elsku pabbi, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Vertu kært kvaddur. Þín dóttir, Kristjana B. Héðinsdóttir. Traustur vinur, góður maður og frábær tengdapabbi eru þau einkunnarorð sem hæfa Héðni Skarphéðinssyni, tengdaföður mínum sem nú hefur fengið hvíld- ina. Ég kynntist Héðni í október 1977 er mér var boðið í mat að Langholti 2 af dóttur hans, Krist- jönu, sem síðar átti eftir að verða eiginkona mín. Mér er það ávallt minnisstætt að tilvonandi tengdó hafði greinilega ekki fengið svang- an íþróttamann í heimsókn áður og var það í eina skiptið sem mað- ur fór svangur af þeim bæ. Svo liðu árin og kunningsskapurinn óx og maður kynntist persónunni Héðni vel. Hann var trésmíða- meistari, einstaklega vandvirkur og kom það okkur tengdasonun- um mjög vel þar sem við Eiríkur vorum nú ekki þeir allra bestu í iðninni. Hann var vinnuþjarkur mikill og hugsaði vel um fyrirtæk- ið sitt milli þess að hann hjálpaði fjölskyldumeðlimum við allt sem þurfti að smíða, laga og breyta. Okkur varð vel til vina og var gott að leita til hans eftir lát föður míns. Héðinn hafði einstaklega gaman af að fara í kvikmyndahús og voru þær margar hasarmynd- irnar sem við sáum saman. Oft var ákveðið að gera hluti með stuttum fyrirvara. Við nýbúnir að grafa upp gamla baðherbergið á Lang- holtinu þegar við létum vaða og vorum komnir með tveggja tíma fyrirvara upp í flugvél til Madison í Wisconsin. Þá var mannskapn- um komið á óvart. Svo var það sælureiturinn í Þrastaskógi sem hann eignaðist 1967 sem átti hug hans allan. Þá var byrjað að girða og planta trjám. Upp úr 1980 fór fjölskyldan að venja komur sínar þangað þeg- ar Héðinn setti þar niður stórt og mikið hjólhýsi sem hann eignaðist og var það notað þar til 1991 þegar hann byggði Setrið sem varð að sælureit fjölskyldunnar. Tengda- synirnir voru vel nýttir í hin ýmsu verk milli fótboltasparks og golf- iðkunar. Barnabörn Héðins eiga yndislegar minningar af hlaupum eftir stígunum sem hann hafði lagt um allan skóg þar sem þau dund- uðu sér við hina ýmsu iðju. Tengdapabbi var hæglátur og stutt í brosið, en gat jafnframt verið harður í horn að taka þegar þess þurfti með. Að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina í þau nær 40 ár sem við áttum saman, nú fær einhver annar að njóta vandvirkni og ná- kvæmni meistarans. Þinn tengdasonur, Þorsteinn Bjarnason. Nú þegar fósturjörðin er að skrýðast sumarskrúða fer ekki hjá því að andblær haustsins grípi um sig þegar náinn vinur, mágur, fyrrverandi vinnuveitandi og ná- granni til 50 ára er kvaddur. En í dag verður jarðsettur frá Njarð- víkurkirkju Héðinn Skarphéðins- son, sem lést eftir stutta sjúkra- húslegu 30. maí síðastliðinn. Fyrstu kynni mín af Héðni voru þegar elsta systir mín Bergþóra og hann fóru að vera saman, sem varð að farsælu hjónabandi. Þar sem ég var töluvert yngri en systir mín var ég oft fenginn til að passa Kiddý og Addý þegar þau áttu heima á Vesturgötu 23 í Keflavík, en þar byggði Héðinn sitt fyrsta hús. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því hve góður fagmað- ur hann var. Eftir að ég kom í land af sjón- um fór ég að vinna hjá Héðni á trésmíðaverkstæðinu sem hann rak ásamt Hreini Óskarssyni. Það var mikið gæfuspor fyrir mig, þar lærði maður vönduð vinnubrögð því ekkert var afgreitt frá verk- stæðinu nema það væri fyrsta flokks, enda var mikið unnið sem var sérteiknað og krafðist mikillar nákvæmni og þar var Héðinn á heimavelli, nákvæmur og úrræða góður þegar mikið lá við. Síðustu árin sem verkstæðið var rekið var Ásgeir Ingimundarson með Héðni. Héðinn og Gullý systir byggðu hús á Langholti 2 en ég og Gerða á Langholti 4, þar höfum við verið nágrannar í tæp 50 ár og teljumst frumbyggjar í götunni og tókum þátt í að steypa gangstéttir til að klára götuna. Þar komu þínir frá- bæru hæfileikar sem garðyrkju- maður í ljós og alltaf var gott að leita eftir ráðum hjá þér um garð- yrkju. Sumarhúsið í Þrastarskógi, Setrið, ber þess vitni að þínir grænu fingur hafi farið þar um, ótrúlegur vöxtur í öllu sem þú gróðursettir. Við hjónin þökkum þér fyrir samfylgdina og allar yndislegu stundirnar í gegnum öll árin, hvort heldur var heima á Lang- holtinu, í Setrinu eða á ferðum okkar til útlanda því þær urðu nokkrar til Ameríku, Taílands og sigling um Karíbahaf. Eftirminni- leg er ferð sem við fórum með ykkur til Kaliforníu að heimsækja Skarphéðin og Lynneu. Elsku Gullý mín, Kristjana, Að- alheiður, Skarphéðinn, makar, börn og barnabörn. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur og megi góður Guð vera ykkur styrkur í sorginni og minningin um góðan pabba, afa, langafa og vin mun lifa. Guð blessi minninguna um Héðin Skarphéðinsson. Örn og Þorgerður. Ég hef þekkt Héðin Skarphéð- insson í langan tíma, allt frá því hann var sjálfur ungur kröftugur athafnamaður og fram á síðasta dag þegar aldur hafði færst yfir hann og saga hans var honum sjálfum gleymd. Héðinn var mikill sómamaður. Það sem einkenndi hann var hjartahlýja, hjálpsemi og gott lundarfar. Hann var einstaklega vinnusamur maður, útsjónarsam- ur og úrræðagóður, og ég naut oft góðs af því. Í raun var hann góð- um gáfum gæddur og það sást berlega þegar til hans var leitað með flókin úrlausnarefni. Þegar hann var búinn að tapa minninu var góð verkkunnátta enn til stað- ar. Héðinn og félagi hans Ásgeir Ingimundarson ráku saman tré- smíðaverkstæði í mörg ár. Þeir voru báðir afbragðssmiðir, kröfu- harðir á sig og aðra og þeir náðu vel saman. Ég sá oft til þeirra og þetta samspil þeirra í milli þegar Héðinn setti á hrjúfan hátt ofan í við ungu lærlingana sem komu svo skömmu síðar til Ásgeirs eftir tilsögn. Ég vænti þess að þeir sem lærðu hjá Héðni hugsi til hans með hlýhug því hann skilaði af sér góðum smiðum og það án undan- tekninga. Hann gaf engan afslátt þegar kom að árangri og ég þykist vita að ekki hafi alltaf verið auð- velt að taka leiðsögn hans, en af- raksturinn lét ekki á sér standa. Hann hafði metnað fyrir eigin vinnu en hann hafði líka metnað fyrir hönd strákanna. Þegar koma að starfsvali barnanna hans hafði Héðinn eina skýra reglu: valið skipti ekki höf- uðmáli og það var þeirra, en hann brýndi fyrir þeim að vanda til verka og standa sig vel í því sem yrði fyrir valinu. Þetta viðhorf hef ég og kona mín tekið frá Héðni og haft fyrir okkar börnum. Mín persónulegu kynni af Héðni, fyrir utan samverustundir fjölskyldunnar, voru ef til vill mest á fyrstu árum fyrirtækis sem kennt var við Aðalheiði dóttur hans. Héðinn hafði mikinn metnað fyrir velgengni hennar en hann sýndi það aðallega með því að vera til staðar þegar þörf var á kröftum hans. Hann var ekki afskiptasam- ur eða tilætlunarsamur en alltaf til staðar. Hann naut þess því vel þegar vel gekk hjá dóttur sinni. Raunar á það sama við um hin börnin, þeim hefur einnig vegnað vel. Þegar komið er að leiðarlok- um er það kannski það sem mestu máli skipti, að hafa átt góða ævi og geta notið þess að börnunum vegni vel. Megir hann hvíla í friði. Eiríkur Hilmarsson. Héðinn Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.