Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 71

Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 ✝ Brynjólfurfæddist á Blönduósi 17. jan- úar 1934. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. maí 2016. Brynjólfur var sonur hjónanna Guðlaugar Nikódemus- ardóttur frá Sauð- árkróki, f. 30.10. 1914, d. 12.6. 2001, og Svein- bergs Jónssonar, bifreiðastjóra frá Stóradal í Austur-Húna- vatnssýslu, f. 6.7. 1910, d. 19.11. 1977. Albræður Brynjólfs: Jón Sveinberg, f. 1936. Grétar, f. 1938, d. 1992. Systkin samfeðra: Birgir, f. 1941. Þórey, f. 1942. Gísli, f. 1944. Margrét, f. 1945. Sigurgeir, f. 1951. Lára f. 1956, d. 2015. Systkini sammæðra: Karl, f. 1943. Þorleifur, f. 1945, d. 1991, Ingibjörg, f. 1946. Val- gerður, f. 1948, d. 1994. Jón, f. 1949. Sveinn, f. 1951. Haraldur, f. 1953. Ari, f. 1954, d. 2009. Guð- rún, f. 1956. Anna Helga, f. 1960. Stjúpmóðir Brynjólfs var Lára Guðmundsdóttir frá Sólheimum í Austur-Húnavatnssýslu, f. 4.8. 1912, d. 5.10. 1997. Dóttir henn- í Mjólkurbúi Flóamanna á ár- unum 1956-58 og síðar sem mjólkursamlagsstjóri á Hvammstanga í fjörutíu ár frá 1959-1999. Brynjólfur var mikill Hvammstangabúi og bærinn og sveitirnar í kring skiptu hann miklu máli. Hann fór árum sam- an í göngur inn á Víðidalstungu- heiði auk þess að sækja á fjöll og fram á heiðar í frítíma sínum. Brynjólfur var öflugur í fé- lagsstörfum, sat í stjórn Mjólk- urfræðingafélags Íslands, Tæknifélags Mjólkuriðnaðarins, Fjórðungssambands Norðlend- inga, Rannsóknarstofu mjólkur- iðnaðarins, Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði og var einn af stofnendum Lionsklúbbs- ins Bjarma þar sem hann var formaður og sat í nánast öllum nefndum. Hann var oddviti og sat í hreppsnefnd Hvammstangahrepps árum sam- an auk setu í nefndum. Hann vann einnig að því að hitaveita var lögð til Hvammstanga 1972. Hann var formaður sókn- arnefndar Hvammstangasóknar um tíma. Brynjólfur var framsóknarmaður, sat í stjórn kjördæmissambandsins og var varaþingmaður auk fleiri trún- aðarstarfa. Hann stofnaði ásamt öðrum Sauma- og prjónastofuna Drífu, útgerðarfélagið Meleyri og hlutafélagið Eyri. Útför Brynjólfs fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 3. júní 2016, og hefst athöfnin kl. 14. ar er Sjöfn Ingólfs- dóttir, f. 1939. Þann 17.1. 1960 kvæntist Brynjólfur Brynju Bjarna- dóttur, f. 3.10. 1942. Brynja er dóttir hjónanna Þórhildar Hannesdóttur og Bjarna Ásbjörns- sonar. Börn þeirra: Sveinbjörg, f. 31.8. 1962, eiginmaður hennar er Örn Gylfason og dótt- ir þeirra Brynja. Bjarni Ragnar, f. 29.2. 1964, eiginkona hans er Erla Guðrún Magnúsdóttir og börn þeirra Viggó Snær, Kári Sveinberg og Berglind. Hrafn- hildur, f. 5.6. 1970, maður henn- ar Hrafn Margeirsson og börn þeirra Örn, Margeir, Eldey, Hekla og Katla. Brynjólfur ólst upp á Blöndu- ósi og dvaldi fjölmörg sumur í sveit í Stóradal í Svínavatns- hreppi. Fjórtán ára gamall hóf hann störf í Mjólkursamlaginu Blönduósi, varð búfræðingur frá Hólum 1952, útskrifaðist sem mjólkurfræðingur frá Statens Meieriskole í Þrándheimi í Nor- egi í lok árs 1955 og varð meist- ari í mjólkuriðn 1959. Brynjólfur starfaði alla tíð við iðn sína, fyrst Tengdafaðir minn Brynjólfur, eða Binni eins og hann var kall- aður, lést þann 25. maí sl. eftir erfið veikindi. Það eru tæp 30 ár síðan ég kynntist Binna fyrst þegar ég kom í mína fyrstu heimsókn til þeirra hjóna, Binna og Brynju á Hvammstanga, með Sveinbjörgu minni. Þessi ferð norður í land er mér minnis- stæð, ekki bara það að ég var að hitta tilvonandi tengdaforeldra í fyrsta skipti sem tóku afskap- lega vel á móti mér heldur var þetta upphaf að lengra ferða- lagi, en Sveinbjörg hafði boðið mér með í vikulanga gönguferð vestur á Hornstrandir með föð- ur sínum og fleiri góðum ferða- félögum úr heimahéraði. Þessi ferð var fyrir mig alveg ógleym- anleg, bæði að upplifa náttúru og fegurð Hornstranda og svo kynntist ég vel Binna og hans góðu mannskostum. Hann var mjög fróður um land og þjóð og hafði gaman af að ferðast, mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem við tveir fórum saman fyrir ekki svo löngu síðan á fallegum sumardegi um Arnarvatns- og Víðidalstunguheiði. Þar var hann í essinu sínu og sagði mér ýmsar sögur og fróðleik um það sem fyrir augun bar. Binni var trúr sinni heima- byggð og hafði í gegnum tíðina unnið þar að mörgum trúnaðar- störfum í bæjar- og félagsmál- um ásamt því að stýra mjólk- urbúinu og einnig komið að atvinnuuppbyggingu á Hvammstanga. Eftir að heils- unni hrakaði við veikindi fyrir 20 árum náði hann sér aldrei að fullu og hafði hann hægar um sig en fylgdist alltaf vel með. Binni var barngóður og barnabörnin og vinir þeirra allt- af velkomin á Hvammstanga til þeirra hjóna til lengri eða skemmri dvalar. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á öllu sem maður tók sér fyrir hendur og ræddum við oft um enska fót- boltann eða laxveiði í hún- vetnskum ám. Með þessum fátæklegu minningarorðum kveð ég nú tengdarföður minn með þakk- læti og hlýjum hug. Örn. Drengur góður, Brynjólfur Sveinbergsson, er genginn á fund áa sinna. Ungur hleypti hann heimdraganum og fór utan til náms í mjólkurfræðum. Við heimkomuna réðst hann til starfa við Mjólkurbú Flóamanna en hafði þar stuttan stans, for- lögin hafa kannski stýrt því, að- eins rétt til að festa sér sunn- lenska blómarós sem eiginkonu, Brynju Bjarnadóttur. Honum barst fljótlega tilboð um stöðu mjólkurbústjóra í nýju mjólkurbúi á Hvammstanga og þar var ævistarf hans og heima- byggð þeirra upp frá því. En að Brynjólfi sóttu fleiri störf sem hann glaður tók að sér. Hann átti sæti í hrepps- nefnd Hvammstangahrepps og var formaður hennar um hríð. Þá voru stigin mörg framfara- skref, en stærst þeirra var að öllum líkindum hitaveituvæðing kauptúnsins. Brynjólfi var samvinna kær. Hann studdi samvinnuhreyf- inguna og talaði máli hennar. Hann var einlægur framsókn- armaður og gaf flokknum mikið af starfskröftum sínum, í stjórn- um, nefndum og öðrum störfum sem til féllu. Hann sat á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Fram- sóknarflokkinn þegar þannig skipaðist. Einnig kom hann að mörgum atvinnu- og framfaramálum í heimabyggð sinni. Taugar Brynjólfs til uppeld- isstöðvanna á Blönduósi voru sterkar. Það átti einnig við um Stóra- Dal, uppeldisstað föður hans, en þar hafði hann oft dval- ið sumarlangt í æsku. Haustið 1994 fór Brynjólfur sem oftar fram á heiði til smöl- unar fjár. Þar tóku gangnamenn eftir því að Brynjólfur sat hest sinn einkennilega og datt síðan af baki. Eitthvað alvarlegt var að. Þeir kölluðu samstundis á að- stoð, hjálpin kom fljótt, Brynj- ólfur var fluttur suður á sjúkra- hús. Hann hafði fengið blæðingu inn á heila. Brynjólfur gat aldrei jafnað sig fullkomlega eftir þetta áfall. Það er hraustum heilsubrestur, hugboð um að verði gestur. Kallið handan, höndum frestur hlotnist ei að smíða far. segir í hinu magnaða kvæði Guttorms J. Guttormssonar, Sandy Bar. Brynjólfi bauðst að starfa áfram við Mjólkurstöðina en hann hafði ekki skap til þess, vitandi það að hann gekk ekki heill til skógar og gat því ekki beitt sér til starfa að fullu. Húnaþing var heimaþing hans og Húnaþing geymir ævi- skrá hans, í lífi hans og störfum fyrir hana. Sú skrá fær einkunn háa, sýnist mér. Það er gott að eiga vini sem þau hjón, Brynjólf og Brynju. Margar ferðir áttum við Þórey til Hvammstanga í heimsókn til þeirra. Það voru alltaf góðar stundir sem við erum þakklát fyrir. Þetta er kveðja mín til mágs míns og vinar. Drengur góður er fallinn frá, hann lifir í minningunni. Ásgrímur Jónasson. Það er laugardagur á áttunda áratugnum. Binni kemur einu sinni sem oftar í heimsókn á Garðaveginn og er fagnað vel enda gefur hann sér alltaf tíma til að tala við börnin í Óláta- garði, eins og hann kallar stund- um heimili okkar, áður en hann fær molasopa í eldhúsinu og ræðir sveitarstjórnarmál og tíð- arfar til sveita. Við systkinin vorum heima- gangar hjá Brynju föðursystur okkar og Binna alla okkar æsku og hann átti í okkur hvert bein. Við minnumst skautaferðar á tjörn að vetri og vordags þar sem við sáum Miðfjarðará í klakaböndum. Við minnumst sumardags þegar hann kom og fyllti bláa jeppann af börnum úr götunni og fór í heyskap úti í sveit. Binni er kominn í laugar- dagskaffi á tímum kalda stríðs- ins og unglingar í fasta svefni með plaköt af atómbombu hang- andi á veggjum herbergja sinna. Hann bankar og spyr hvort ekki sé tímabært að fara á fætur og taka til og syfjaðar stúlkur breiða sængina yfir höfuð. Svo fær hann sér kaffi, ræðir fréttir vikunnar og gengi Framsókn- arflokksins, ferðalög, göngur og réttir við húsráðendur. Í mjólkurbúinu hófst starfs- ferillinn við framleiðslu á osti með rauða vaxinu sem manna á milli var kallaður „Brynjólfur“. Þar var líf og fjör, hópur starfs- manna með langan starfsaldur og síðan bættust ungir sumar- starfsmenn í hópinn. Binni var þægilegur yfirmaður, leiðbeindi og hrósaði en var hreinskilinn ef honum mislíkaði. Það er laugardagur löngu síð- ar. Miðaldra systkini að sunnan drekka morgunkaffi á Garða- veginum, með öllum sínum fylgifiskum, þegar Binni kemur í heimsókn. Ekki lengur að flýta sér, fullorðinn maðurinn, og sýnir gestunum sömu alúðina og athyglina og áður. Nú kemur Binni ekki lengur í heimsókn og við Ingabörn kveðjum hann með söknuði og þakklæti og vottum elsku Brynju, Sveinbjörgu, Bjarna og Hrafnhildi, sem og afkomendum öllum, okkar innilegustu samúð. Ragnar Karl, Eygló, Eyrún og Þórhildur. Nú þegar hann Binni frændi er farinn langar mig fyrir hönd fjölskyldu minnar að skrifa nokkur orð og kveðja kæran bróður og frænda. Mjög kært var á milli foreldra minna og Binna og Brynju og voru þau t.d. síðast saman núna fyrstu helgina í maí í sumarbústaðnum í Þjórsárdalnum. Ég man ekki hvenær ég fékk fyrst að vera eftir norður á Hvammstanga þegar ég var þar á ferð með pabba og mömmu. Ef ég vissi af ferð suður eitthvað seinna fékk ég alltaf að vera eftir hjá Binna og Brynju og maður passaði sig bara á því að spyrja þau fyrst svo að mamma hefði ekkert um það að segja. Margt var brallað í fjörunni, fengnir pappakassar hjá Sigga P. og svo voru götin á kassanum talin þegar búið var að fara í gegnum kríuvarpið. Eða gömlu vagnhjólin sem Brynja var með í garðinum – ég sagðist alltaf ætla að taka þau því ég taldi mig eiga helminginn því við Bjarni höfðum ekki svo lítið fyrir því að koma þeim upp að húsi úr fjörunni. Ekki vorum við gömul þegar við gerðum það. Allar ferðirnar upp að Hvammi og bíltúrarnir með Binna. Í minningunni var alltaf sól og blíða þegar ég var fyrir norðan hjá þeim. Börnin mín nutu líka góðs af Binna, sér- staka þau eldri, hann var mikill barnakarl og fannst hann alltaf eiga svolítið í börnum okkar systra. Hann fylgdist vel með hvað þau voru að gera og veitti þeim alltaf athygli. Binni var elstur af 19 systkinum. Binni, Nenni (pabbi) og Grétar voru elstir og albræður, en nú er pabbi að kveðja seinni albróður sinn því Grétar dó fyrir 24 ár- um. Síðan komu 10 systkin með ömmu og hennar seinni manni, þar af eru þrjú látin og afi átti síðan sex börn með seinni konu sinni og er eitt þeirra dáið. Binni er því sjötti af þeim systk- inum pabba sem hann þarf að kveðja. Eftir að fyrstu systkinin létust fór hluti af systkinabörn- unum að hittast í útilegu í garð- inum hjá Nonna frænda á Blönduósi og var oft fjör hjá okkur. Ekki létu Binni og Brynja sig vanta því þau kíktu yfirleitt á skrílinn í smá stund á laugardeginum. Þá naut Binni sín með okkur öllum. Við öll, Nenni, Setta, Sædís, ég og Inga Guðlaug, ásamt öllu okkar fólki, sendum Brynju, Sveinbjörgu, Bjarna, Hrafnhildi og öllu þeirra fólki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Jónsdóttir (Magga). Við andlát Brynjólfs Sveinbergssonar koma miklar minningar fram í hugann, enda hann samstarfsmaður og félagi um áratugaskeið. Kynni okkar hófust við samstarf í sveitar- stjórn Hvammstangahrepps ár- ið 1970. Þá hafði Brynjólfur ver- ið oddviti næstu hreppsnefndar á undan, eða frá 1966 og þar áð- ur nefndarmaður frá 1962. Orðstír Brynjólfs var fjölþættur í málefnum Hvammstanga og samfélagsins í Vestur-Húna- vatnssýslu, bæði sem mjólkur- bússtjóra og sveitarstjórnar- manns. Hæst finnst mér hann hafa risið í störfum fyrir Hita- veitu Hvammstanga og leyfi ég mér að kalla hann guðföður þeirrar framkvæmdar, þótt við samnefndarmenn hans höfum staðið þétt saman að því stór- virki. Veitan var lögð árið 1972 og gjörbreytti kjörum íbúa Hvammstanga. Brynjólfur var þar vakinn og sofinn yfir fram- kvæmdinni, jafnvel svo að hann og Brynja kona hans lögðu heimili sitt fram fyrir aðkomna starfsmenn og stjórnendur. Brynjólfur var mikill félags- málamaður og saman stóðum við, ásamt fleirum, að stofnun fyrirtækja hér á Hvammstanga, svo sem Meleyri rækjuverk- smiðju og Saumastofunnar Drífu, bæði stofnuð árið 1972 svo og útgerðarfélaginu Eyri ehf. Mikill uppgangstími var þá á Hvammstanga, stórbætt hafn- araðstaða, mikil uppbygging íbúðarhúsa og iðnaðarhúsa, gatnaframkvæmir og vatnveita stóraukin. Þetta voru mjög skemmtilegir, en jafnframt krefjandi tímar. Samstarf okkar í Meleyri leiddi af sér margar og skemmtilegar samverustund- ir, bæði innanlands og eins ytra. Fallnir eru úr stofnhópnum þeir Ingólfur Guðnason, Sigurður Sv. Guðmundsson, Hreinn Hall- dórsson og nú síðast Brynjólfur. Skörð eru fyrir skildi og aðeins góðar minningar eftir um mikið samstarf og góða félaga. Leiðir okkar Brynjólfs lágu saman á margan hátt, m.a. í sóknarnefnd Hvammstanga- kirkju. Eins kom Brynjólfur nokkrum sinnum á Arnarvatns- heiði í veiðiferðir með okkur Dísarfélögum. Eitt sinn sat hann við stýri á bátnum okkar, og rak þá yfir mjög dimma þoku, þó í hægu veðri. Nú reyndi á ratvísina og urðu menn ekki sammála um stefnu. Þegar Brynjólfur hafði keyrt drjúga stund, töldum við okkur komna í hring, því við sáum við borð- stokkinn síðasta dufl sem við höfðum lagt frá. Þá var málið sett í nefnd og ný stefna tekin, sem skilaði okkur að lending- unni. Brynjólfur rifjaði þetta stundum upp. Hann var mikill aðdáandi heiðarlenda og fór um þau, á hestum, bílum og vél- sleða. Hann fór um langt árabil í göngur með Víðdælingum og hélt tryggð við þann félagsskap eftir að heilsa hans lét undan. Þau hjón, Brynjólfur og Brynja voru góðir vinir okkar hjóna og ótal margra samveru- stunda að minnast. Það var því gott að geta kvatt þennan gamla félaga og rifjað upp sameiginleg áhugamál, þegar hann dvaldi síðustu daga sína hér á sjúkra- húsinu, andinn var lifandi og hress, þótt líkaminn gæfi eftir. Það var okkur hjónum mikils virði að fylgjast með honum síð- ustu skrefin. Við Anne Mary vottum Brynju, vinkonu okkar, og börn- um þeirra samúð, og biðjum Guð að blessa minningu vinar okkar, Brynjólfs Sveinbergsson- ar. Karl Sigurgeirsson. Sum byggðarlög eru svo lán- söm að þar setjast að einstak- lingar sem eru svo vel til for- ingja fallnir að segja má að þeir séu fæddir undir heillastjörnu. Þær framkvæmdir sem þeir hafa forystu um heppnast eins og best verður á kosið og verða samfélagi sínu til verulegra bóta. Þannig maður var Brynj- ólfur Sveinbergsson á Hvamms- tanga. Hann var fæddur og uppalinn á Blönduósi og átti ættir að rekja til Sauðárkróks og Eyr- arbakka. Brynjólfur lagði stund á mjólkurfræði í Þrándheimi og að námi loknu vann hann í mjólkurbúinu á Selfossi um skeið. Bændur í Vestur-Húna- vatnssýslu höfðu um árabil aðild að Mjólkurbúinu á Blönduósi en 1959 ákvað Kaupfélag Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga að setja á stofn mjólkurbú. Réð- ist Brynjólfur til Hvammstanga til að koma því á fót. Síðan var starfsvettvangur hans þar. Mjólkurbúið tók til starfa og var rekstur þess með myndar- brag. Alkunnir voru ostarnir frá Hvammstanga, sérstaklega hvít- ur mjólkurostur. Brynjólfur hafði frumkvæði að því að bræða rauða skel utan um ost- ana og fljótlega sönnuðu þeir gæði sín þannig að neytendur vildu síður aðrar tegundir. Brynjólfur varð fljótlega einn helsti forystumaður framsókn- armanna í Vestur-Húnavatns- sýslu. Sat hann í hreppsnefnd og var oftast oddviti hennar. At- vinnulíf var oft dauflegt á Hvammstanga og hafði hann forgöngu um uppbyggingu saumastofu og rækjuvinnslu. Þá réðist hann sem oddviti í að koma á fót hitaveitu í þorpinu og var það mikið stórvirki á þeirri tíð. Á áttunda og níunda áratugnum var Hvammstangi eitt blómlegasta þorp landsins og munaði þar mjög um forystu Brynjólfs, en hann var einnig laginn við að laða menn til sam- starfs og var kjarkmikill með forsjá. Hann sat einnig um skeið á Alþingi sem varaþing- maður. Brynjólfur var giftur Brynju Bjarnadóttur, mikilli ágætis- konu, og áttu þau fallegt heimili þar sem ríkti mikil rausn, enda var þar oftast gestkvæmt. Þau eignuðust þrjú börn, tvær dæt- ur og einn son. Mikið mynd- arfólk. Ég færi aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur um leið og ég þakka gengnum samherja margra áratuga vin- áttu og samstarf sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning Brynjólfs Sveinbergssonar. Páll Pétursson. Kveðja frá Lionsklúbbnum Bjarma Horfinn er á braut einn ötul- asti félaginn í litlum Lions- klúbbi. Brynjólfur var einn af þeim framsýnu mönnum sem stóð að stofnun Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga árið 1973. Hann hefur alla tíð síðan verið virkur í starfi, gegndi öll- um embættum innan klúbbsins, flestum oftar en einu sinni og einnig starfi svæðisstjóra. Ég held að á engan sé hallað þó ég fullyrði að Brynjólfur hafi verið Lions-félagi númer eitt hjá Bjarma um langa hríð. Hann var ætíð jákvæður og lagði gott til málanna. Enginn mætti betur á fundi og í verk- efni á vegum klúbbsins. Hann var ætíð tilbúinn að leiðbeina og vildi að klúbburinn skilaði sem mestu til samfélagsins okkar, sem Brynjólfur hafði svo sann- arlega lagt sitt af mörkum til að móta. Þó heilsan hefði verið far- in að bresta mætti Brynjólfur ætíð og var okkur hinum sönn fyrirmynd. Meðal annars tók hann þátt í kótilettukvöldi í mars þar sem Lionsmenn ásamt fleirum söfnuðu fyrir nýju óm- tæki. Síðasta verkefnið sem hann starfaði að var árleg sala á páskaliljum í aðdraganda páskanna. Þótt af honum væri dregið ók hann okkur tveimur félögum um nær hálft þorpið hér á Hvammstanga og við seld- um sem aldrei fyrr. Ekki skemmdi fyrir að Brynjólfur gat gefið góð ráð um hvernig skyldi bera sig að við söluna. Næst þegar við mætum á fund verður enginn í horninu hans Brynjólfs sem spyr frétta af gangi mála í samfélaginu. Hans verður sannarlega sárt saknað. Við félagarnir í Bjarma vottum Brynju, börnum og barnabörnum og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan félaga mun lifa með okk- ur. Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Lkl. Bjarma. Brynjólfur Sveinbergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.