Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 75

Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 75
MINNINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson ✝ Þórður Vagns-son fæddist í Bolungarvík 9. febrúar 1969. Hann lést 19. maí 2016. Þórður, eða Tóti eins og hann var alltaf kallaður, var yngstur sjö barna hjónanna Birnu Hjaltalín Pálsdótt- ur, kaupmanns og húsmóður, f. 9. júlí 1933, og Vagns Margeirs Hrólfssonar, sjómanns, f. 25. apríl 1938, d. 18. desember 1990. Birna lifir son sinn og þarf nú að horfa á bak öðru barni sínu. Systkini Þórðar eru: 1) Ingibjörg, f. 16. júní 1957, d. 20. nóvember 2011, 2) Soffía, f. 5. nóvember 1958, 3) Hrólfur f. 20. febrúar 1960, 4) Margrét, f. 26. júní 1962, 5) Pálína, f. 30. nóvember 1964, og 6) Haukur, f. 10. mars 1967. Þann 20. maí 2002 kvæntist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni, Eleanor M. Manguilimot- an Vagnsson, frá Filipseyjum. starfaði hann sem rútubílstjóri hjá Kynnisferðum. Þórður var mikill golfáhugamaður og var einn af forsprökkum við upp- byggingu golfaðstöðu í Bolung- arvík. Þar varð hann fyrsti unglingameistari klúbbsins. Í seinni tíð var hann virkur félagi í golfklúbbi Setbergs. Eitt af stóru áhugamálum Þórðar var útvarpsrekstur. Hann stofnaði útvarpsstöðina „Lífæðina“ og rak hana sem útvarpsstjóri í nokkur ár en útsendingar voru í kringum jólahátíðina, upphaf- lega í Bolungarvík og síðan um mest allt land. Þá var hann öt- ull sölumaður Herbalife. Þórð- ur var mikill tónlistarmaður. Hann spilaði á saxófón, var mikill söngmaður og góður dansari. Hann söng m.a. í Gospelkór Lindakirkju um nokkurt skeið. Þá söng hann m.a. inn á hljómplöturnar Hönd í hönd, uppáhalds lögin hans pabba, Vagg og Velta með Vagnsbörnum að vestan og Litla jóladiskinn, ásamt systk- inum sínum. Útför Þórðar fer fram frá Lindakirkju Kópavogi í dag, 3. júní 2016 og hefst athöfnin klukkan 16. Foreldrar hennar eru Erlinda M. Manguilimotan, f. 11. júlí 1941, og Cerilo Manguili- motan, f. 7. júlí 1937, d. 3. janúar 2008. Systkini Eleanor eru Joce- lyn, f. 3. júlí 1963, Danílo, f. 24. nóv- ember 1966, og No- el, f. 3. maí 1969. Dóttir Þórðar og Eleanor er Katrín Erlinda, f. 2. ágúst 2004. Sonur Þórðar og Evu Leilu Banine er Atli Ben, f. 12. febr- úar 1991. Þórður lauk grunnskólaprófi frá Grunnskóla Bolungarvíkur og þaðan lá leið hans í Mennta- skólann við Sund þar sem hann stundaði nám. Eftir skólagöngu vann hann við ýmis verslunar- og þjónustustörf, meðal annars sem verslunarstjóri bæði í mat- vöru- og sérvöruverslun auk þess sem hann starfaði m.a. við fiskvinnslu í Bolungarvík og í dyravörslu. Undanfarin tvö ár Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Hittumst hinum megin, þín mamma. Það er víst sagt að löngu sé ákveðið hversu lengi dvöl okkar í jarðlífinu skuli vera. Það sé ekki í okkar höndum að ákveða og engin ráð séu til að fresta þeirri brottför þegar að henni skal koma. Það er líklega best að reyna að halda í þá trú. Við systkinin höfum varla náð að græða sárin eftir þungbæran systurmissi fyrir rúmum fjórum árum þegar þungbær sorgin knýr dyra af fullum krafti á ný. Tóti, elsku, fallegi og góði bróðir okkar, sá yngsti í röðinni, hefur nú verið kallaður til handanheima. Svo ótímabært og undirbúningslaust. Æ, hvers vegna þarf þetta að bera svona brátt að? Hvers vegna? Við getum spurt en fáum ekki svör. Hópurinn þjappar sér saman, reynir að missa ekki móðinn, trúna á gleðina, lífið og framhald- ið. En það er erfitt. Það er svo erf- itt að þurfa að ganga í gegnum þennan erfiða missi með mömmu og fjölskyldunni þinni, elsku bróð- ir. Við settum á blað nokkur orð til að minnast Ingu systur sem okkur finnast jafnmikilvæg núna: Samfylgdin hefur í flestu verið hamingjurík og farsæl. Hverjum lífsferli fylgja brekkur og beygjur, beinir vegir og breiðir. Við höfum verið ótrúlega lánsöm systkinin sjö að eiga hvert annað að og ekki verður neitað að þeirri stund höf- um við kviðið þegar kæmi að kveðjustund þess fyrsta úr hópn- um. Við höfum fengið að fylgjast að svo lengi, við höfum gert svo margt og áorkað svo miklu saman. Uppbyggingin á Læknishúsinu á Hesteyri, plöturnar okkar tvær; Hönd í hönd og Vagg og velta, út- varpsstöðin Lífæðin; allt eru þetta dæmi um það sem við höfum með einum eða öðrum hætti áorkað saman. Hópurinn hefur nú minnk- að, hópur sem fékk að njóta ein- staks uppeldis í faðmi kærleiks- ríkra og hvetjandi foreldra sem höfðu heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi. Og nú hefur kallið komið til þess næsta, svo óvænt og óund- irbúið rétt eins og síðast. Elsku, hjartans bróðir okkar. Orðspor þitt er svo fallegt og óumdeilt, lífs- gangan með þér er umlukin minn- ingum um glaðværð, hjálpsemi, hlátursköst, saxófónleik, söng og ástríðu fyrir öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Nægir þar að nefna fótbolta á æskuárum, golf, Herbalife, tónlistina, útvarps- rekstur og svo margt, margt fleira. Við vildum svo óska þess að hafa getað átt með þér lengri tíma, en manstu, við fáum víst engu um þetta ráðið, elsku vinur. Við munum styðja vel við Eleanor þína, Atla Ben og Katrínu Erlindu, en skarð þitt í þeirra lífi er stórt og verður ekki fyllt. Við reynum líka að styðja elsku mömmu sem hefur sannarlega fengið sinn skerf af sorginni. Takk fyrir samfylgdina, elsku besti bróðir, og Guð blessi einstak- lega fallega minningu þína. Soffía, Hrólfur, Margrét, Pálína og Haukur Vagnsbörn og fjölskyldur. Illur grunur læddist að mér er ég sá á Morgunblaðsvefnum þann 20. maí síðastliðinn að rútubíl- stjórinn, sem fékk hjartaáfall und- ir stýri við Seljalandsfoss degin- um áður, hefði verið á fimmtugsaldri. Sá grunur var staðfestur er ég hlustaði á Bylgju- fréttirnar í hádeginu sama dag. Þetta var góður vinur minn, Þórð- ur Vagnsson frá Bolungavík. Hann var á meðal fyrstu Bolvík- inganna á mínu reki, sem töldust mér lítt eða ekki náskyldir, er ég fékk að kynnast á fullorðinsárum. Það var í gegnum tónlistina sem við kynntumst. Fimmtudagskvöldið 9. febrúar árið 2012 tók ég eftir nýjum kór- félaga við hliðina á mér í karlaröð Kórs Lindakirkju, sem sagði mér til nafns og kvaðst vera frá Bol- ungavík. „Ég líka,“ svaraði ég undrandi og sagði deili á mér. Pabbi minn hefði að öllum líkind- um skírt hann á sínum tíma. And- artaki síðar komst ég að því að þessi maður átti 43 ára afmæli þennan dag og hafði greinilega ætlað sér að gefa sér þá afmæl- isgjöf að ganga í góðan og fjör- ugan kirkjukór og syngja Guði til dýrðar. En þetta voru aldeilis ekki fyrstu kynni hans af tónlist. Hann var yngstur systkinanna sjö, Vagnsbarna að vestan, sem gáfu út hljómplötu árið 1991, til minn- ingar um föður sinn og eiginmann einnar systurinnar, sem drukkn- uðu rétt fyrir jólin 1990. Elsta systirin, Ingibjörg, lést í nóvem- ber 2011. Á þeirri plötu, sem nefn- ist Hönd í hönd — uppáhaldslögin hans pabba, er meðal annars að finna lagið Á heimleið, sem Þórður sagði mér síðar að hann hefði sjálfur sungið. Hann lék einnig listavel á saxófón. Þórður söng með okkur í kirkjukórnum um tveggja ára skeið og gott var að hafa annan Bolvíking við hliðina á sér uppi á pallinum. Ég fann hvernig það jók okkur báðum kraft og dug og ég saknaði nær- veru hans mikið er hann hætti í kórnum. Við náðum vel saman. Það var gaman að fylgjast með honum og rabba við hann á fasbókinni. Á þeim vettvangi áttum við nokkur dýrmæt samtöl. Á sinni stuttu ævi hafði hann afrekað margt; hann hafði starfað á vestfirskri útvarps- stöð, selt Herbalife-vörur og nú síðustu misserin ók hann rútubíl- um fyrir Kynnisferðir víðs vegar um landið. Það var einmitt við þá iðju, sem hann hné niður undir stýri rétt við Seljalandsfoss. Hann var sjálfur á heimleið og honum var stýrt til heimahafnarinnar himnesku, til fundar við skapara sinn og áður gengna ástvini. Ég kom mér upp þeirri hefð að spila Á heimleið í flutningi hans og systkinanna, er ég var staddur á Óshlíðinni og svo þegar göngin komu til, á leið minni akandi til Bolungavíkur í áranna rás. Með þeim hætti mun ég enn sem fyrr minnast kærs vinar og góðs manns, sem kvaddi lífið svo skyndilega og skjótt, á ferðum mínum til ættarslóða. Hann verð- ur ekki síst ofarlega í huga mér þegar ég mun ferðast til Hesteyr- ar, sem ég veit að honum þótti svo vænt um. Megi almáttugur Guð blessa minningu Þórðar Vagnssonar og annarra látinna ástvina hans og veita eiginkonu, ungri dóttur, syni, fullorðinni móður, eftirlif- andi systkinum og öðrum að- standendum og vinum huggun og styrk á erfiðum tímum. Minningin um góðan dreng lifir. Þorgils Hlynur Þorbergsson. Stundum er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Það á vel við hér þar sem við minnumst Þórðar Vagnssonar. Það eru u.þ.b. þrjú ár síðan við feðgar kynntumst þessum hressa og skemmtilega manni. Okkur varð strax vel til vina enda ekki annað hægt. Þvílíkur gleðigjafi sem hann var. Vignir kynntist Þórði mun bet- ur en ég þar sem þeir unnu saman hönd í hönd hjá Kynnisferðum. Ég er þar af og til sem leiðsögu- maður. Sennilega er hápunktur sam- skipta sonar míns og Þórðar þeg- ar þeir sigldu báti vestur til Bol- ungarvíkur frá Reykjavík. Ferð sem gleymist aldrei og Vignir tal- ar enn um. Þó að við kveðjum góðan vin með harm í hjarta verðum við að minnast hans eins og hann var. Mér er minnisstæð fyrsta ferð okkar saman. Þórður keyrði rút- una og ég leiðsagði. Það var kolvit- laust veður og mikið gnauð í bíl- stjórahurðinni. Ferðina kláruðum við án vandræða. Þegar við kom- um á BSÍ sagði Þórður: „Mikið ert þú góður leiðsögumaður.“ Ég horfði á Þórð og sagði: „Hvernig veist þú það? Þú heyrðir ekkert af því sem ég sagði fyrir gnauðinu í hurðinni.“ Svo skellihlógum við báðir. Við feðgar sendum eftirlifandi eiginkonu, börnum, fjölskyldu og aðstandendum okkar dýpstu sam- úðarkveðju. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Við treystum á að þú munir taka vel á móti okkur við Gullna hliðið þegar þar að kemur. Sigurður Tómas Jack, Guðmundur Vignir Jack. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. (Guðmundur G. Halldórsson.) Elsku Tóti minn. Aldrei átti ég von á þessu. Það eru ógleymanleg símtölin sem byrjuðu á apaöskri eða eitthvað álíka (nú veit ég að Gummi Reynis glottir út í annað). Fæstir vita að þú kenndir mér margt. Ég kynntist þér fyrsta vinnudaginn minn í Djúpfangi og tókstu á móti mér á lyftaranum með derhúfu og sagðir: „blessaður Benni“. Þessum móttökum gleymi ég aldrei. Ég man líka vel að þú kenndir mér að radda. Ég man í einni pásunni að þá var lagið „ komdu sæll og blessaður“ (ofboðs- lega frægur) með Stuðmönnum að byrja og við vorum allan kaffitím- ann að syngja niðri á gólfi, alveg þangað til ég náði efri röddinni. Þú gafst ekki upp fyrr en ég var bú- inn að ná þessu. Ég man kaffitímana á Græðis- loftinu, við og Gummi Reynis. Minnisstæðast var „Help“ með Bítlunum. Þið kennduð mér alls kyns raddir í alls kyns lögum. Þú kenndir mér ekki bara á tónlist- ina, þú kenndir mér skipulags- hæfileika. Ég man er þú stóðst á miðju gólfi í Græðishúsinu og varst hugsi. „ Benni, ert þú til í að hjálpa mér aðeins?“ Við fórum í að færa allar vélar og tæki. Þú á lyft- aranum og ég að aðstoða. Ég skildi ekki alveg til fulls þetta kvöld hvert þú varst að fara með þessu. En næsta dag, þá man ég að við stóðum á miðju gólfinu og þú skýrðir út fyrir mér hagræð- inguna í að færa þetta, og færa hitt. Á þessu augnabliki sá ég þetta ljóslifandi fyrir mér og fór að horfa gagnrýnum augum á hitt og þetta. Afköstin þennan dag voru meiri en nokkru sinni fyrr. Ég held ég sé að fatta það al- mennilega í dag hversu framsýnn þú varst. Eitt dæmi um framsýni þína og kraft er „Lífæðin“. Ég held að við Bolvíkingar munum seint fatta hversu mikið þetta gerði fyrir bolvískt samfélag. Gleymi aldrei því sem Gummi Einars, frændi þinn, sagði eitt sinn við mig: „Benni, það sem Tóti er búinn að gera fyrir okkar samfélag verður aldrei fullþakkað, hann er algjör- lega ómissandi“. Það voru orð að sönnu. Þú misstir pabba þinn og mág, Vagn Hrólfsson og Gunnar Svav- arsson, skömmu eftir að ég hóf störf í Djúpfangi SF. Þú og pabbi þinn voruð mjög nánir og ég get fullyrt það að í hvert skipti sem við hittumst þá minntist þú á pabba þinn. Söknuðurinn var óbærileg- ur. Ég held að þú hafir aldrei kom- ist yfir það. Ég vil meina að þín mesta lukka hafi verið að kynnast Eleanor. Hún var þín stoð og stytta og þú dafnaðir með henni. Án undan- tekninga þá minntistu á hversu heppinn þú værir með konu og fjölskyldu. Það vita allir sem þekkja Ellu að hún er gull að manni. Maður eins og Tóti átti konu eins og Ellu skilið. Þú varst einstakur fjölskyldumaður. Ein- stakur vinur. Einstakur maður. Elsku Eleanor, Katrín, Atli, elsku Binna og öll stórfjölskyldan. Ég sendi ykkur mínar allra dýpstu samúðarkveðjur. Megi góður guð veita ykkur styrk. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Hvíl í friði elsku vinur! Hinsta kveðja. Meira: mbl.is/minningar Benedikt Sigurðsson (Benni Sig). Við bekkjarsystkinin kynnt- umst flest Tóta við upphaf grunn- skólagöngu. Æskuheimili hans var á margan hátt ólíkt heimilum flestra okkar hinna, en það ein- kenndist af mikilli tónlist, gesta- gangi, rakarastofu og Binnubúð, verslun sem móðir Tóta rak í bíl- skúr við íbúðarhúsið. Ef Tóti var að afgreiða þegar eitthvert bekkj- arsystkinanna kom í búðina átti hann það til að lauma síríuslengju og lakkrísröri í munn þeirra. Fljótlega kom í ljós að Tóti yrði forsprakki í félagslífinu, en gríð- arlegur áhugi og þekking hans á tónlist hafði þar mikið að segja. Hann var aðalplötusnúður skól- ans og þekkti allar flottustu hljómsveitirnar. Eitthvert safn átti skólinn af hljómplötum en Tóti keypti líka sjálfur mikið af plötum því hann vildi hafa allt það nýjasta á diskótekunum og hélt uppi miklu fjöri. Hann taldi held- ur ekki eftir sér að sjá um 17. júní diskótek á ráðhúsplaninu eða öðr- um samkomum í plássinu og var ekkert að velta því fyrir sér hvort hann fengi eitthvað greitt; hann hafði unun af að gleðja fólk og halda uppi fjöri. Tóti lærði lengi á píanó og seinna einnig á saxófón enda saxófóninn vinsæll á 80’s-tíma- bilinu og það tók hann líkt og við hin alla leið. Tóti var hluti af breakflokknum Break Hands sem fór víða og sýndi á diskótekum, böllum og skemmtunum. Á 80’s- tímabilinu voru frábærar hár- greiðslur og fatnaður og auðvitað fylgdist Tóti með því. Við munum eftir því þegar hann kom heim eft- ir sumardvöl í Skotlandi með tví- litt hár eins og við sáum Limahl og fleiri stjörnur svo seinna með. Við komumst sennilega aldrei að því hvor hermdi eftir hvorum en við vissum að það sem Tóti gerði var töff. Þó svo að tónlistin ætti stóran sess í lífi Tóta var hann líka mjög fjölhæfur íþróttamaður. Hann var öflugur fótboltamaður, skíðamað- ur og golfari. Hann keppti í öllum þessum greinum og náði góðum árangri í þeim. Tóti tók virkan þátt í uppbyggingu Golfklúbbs Bolungarvíkur og varð fyrsti Bol- ungarvíkurmeistari klúbbsins í unglingaflokki. Eftir að hann flutti suður hélt hann áfram að spila golf og hefur eflaust verið farinn að hlakka til íslenska golf- sumarsins. Það virtist eiginlega sama á hverju Tóti snerti eða hvað hann tók sér fyrir hendur; hann náði árangri í því og hefði ef- laust orðið afreksmaður á ein- hverju sviði hefði hann einbeitt sér að einhverju einu. Tóti var alltaf með mörg járn í eldinum, sem ef til vill skýrir það að hann mætti ansi oft seint; dag- skrá þessa unga manns sem við minnumst var þétt skipuð. Eftir grunnskóla skildu leiðir, hópurinn tvístraðist um allt land og fór Tóti í Menntaskólann við Sund. Hópurinn hefur hist nokkr- um sinnum en nú hefur verið höggvið skarð í hann. Tóti er sá fyrsti úr fermingarhópnum sem kveður og munum við minnast góðs, glaðværs drengs sem vildi allt fyrir alla gera. Við biðjum góð- an Guð að styrkja hans nánustu ættingja því að missir þeirra er mikill. Fyrir hönd árgangs 1969 úr Bolungarvík, Einar Pétursson, Margrét Halldórsdóttir, Ómar Dagbjartsson. Enginn veit hvert ferjan fer, hún fasta staði enga hefur alla hún úr heimi ber og hver og einn um borð þar sefur (IES) Skarð er fyrir skildi í hópi starfsmanna Kynnisferða ehf. Þórður Vagnsson, vinur okkar og samstarfsmaður, var í ferð um Suðurland með lítinn hóp erlendra ferðamanna þegar hann veiktist skyndilega og lést skömmu síðar. Þórður hafði á þeim tíma sem hann vann hjá fyrirtækinu aflað sér vinsælda samstarfsmanna, sem og viðskiptavina, enda leið fólki vel í návist hans. Hann var og fljótur að kynna sér allt sem að starfinu lýtur og eignaðist fljót- lega vini og kunningja í starfs- mannahópnum. Hann var gæddur ríkulegu skopskyni og sagði skemmtilega frá, en af nógu var að taka, bæði úr hversdeginum og ekki síst frá æskustöðvunum í Bolungarvík. Þar ólst hann upp í stórri, samtaka fjölskyldu. Sú fjöl- skylda hefur nú slegið skjaldborg um eftirlifandi eiginkonu Þórðar, Eleanor, og börn hans. Það var augljóst að Þórður sá ekki sólina fyrir þeim og missir þeirra er mik- ill og sár. Þórður hafði ánægju af því að ferðast um landið og naut þess að hlusta á frásagnir fróðra leiðsögu- manna. Síðastliðið vor ók hann með hóp bandarískra blaðamanna um Vestfirði og hlaut lof þeirra fyrir að fræða þá um heimasvæði sitt. Hann ræddi oft við undirrit- aða um þá ferð og hvað það hefði verið notalegt að skreppa í kaffi til mömmu sinnar. Það er ekki auðvelt að skilja hvað almættinu gengur til þegar maður í blóma lífsins er hrifinn burtu fyrirvaralaust. Maður sem var fullur af jákvæðri lífsorku og hafði svo margt að gefa og miðla. Þeir sem eftir sitja eru örlítið hnípnari og meira hugsi um til- gang tilverunnar. Starfsmenn Kynnisferða eiga eftir að minnast Þórðar Vagnsson- ar um ókomna tíð sem góðs félaga og samferðamanns. Fjölskyldu hans eru sendar innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Þórðar Vagnssonar. Fyrir hönd starfsmanna Kynn- isferða ehf., Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir. Þórður Vagnsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.