Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 84

Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Hljómfélagið blæs til vortónleika í Neskirkju í kvöld, föstudag, kl. 20. „Efnisval er alþjóðlegt og fjöl- breytt og meðal annars verður hin vinsæla messa Misa Criolla eftir argentínska tónskáldið Ariel Ram- irez flutt, þar sem Gissur Páll Giss- urarson tenórsöngvari mun syngja einsöng. Einnig verður íslenskur frumflutningur á kórverkinu Fimm hebresk ástarljóð eftir Eric Whi- tacre. Af íslenskum verkum ná nefna Afmorsvísu eftir Snorra Sig- fús Birgisson og Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttir, Hrafnar eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem verður frumflutt í nýrri kór- útgáfu og fjölda nýrri og eldri ís- lenskra kórverka,“ segir í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að Hljómfélagið er blandaður kór áhugafólks um söng sem var stofnaður á vormán- uðum 2015. „Hugmyndin kviknaði hjá nokkrum fyrrverandi skóla- félögum sem sungu lengi saman í Skólakór Kársness. Á einu ári hef- ur Hljómfélagið vaxið hratt og skipar núna tæplega fimmtíu manns sem koma víða að.“ Á tónleikunum leikur með kórn- um hljómsveit sem skipuð er Bjarma Hreinssyni á píanó, Erni Ými Arasyni á bassa, Óskari Magn- ússyni á charango, Frank Aarnik og Didda Guðnasyni á slagverk. Allar nánari upplýsingar um tón- leikana má finna á Facebook-síðu Hljómfélagsins. Miðar eru seldir á tix.is. Hljómfélagið Kórinn var stofnaður fyrir ári, en hugmyndin kviknaði hjá nokkr- um fyrrverandi skólafélögum sem sungu lengi saman í Skólakór Kársness. Vortón- leikar í Neskirkju Tríó Blóð og Jóel Pálsson ásamt Composuals halda tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. „Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason og Birgir Bald- ursson hófu að spinna saman með Kombóinu sáluga rétt undir lok síðustu aldar. Þeir tóku svo seinna upp þráðinn án söngkonu og köll- uðu sig Tríó Blóð. Það er ekki oft sem býðst að heyra í þeim félög- um, en þegar það gerist er Jóel Pálsson oftar en ekki með í för. Spuninn er hrynheitur og lýrískur, eins og vænta má frá þessum mannskap,“ segir um tónleikana í tilkynningu. Myndlistarmaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson mun einnig túlka frjálsan spuna Tríó Blóðs & Jóels Pálssonar í olíulitum á striga fyrir áhorfendur á meðan á tónleikunum stendur. Haraldur mun standa yfir striganum sem liggja mun á gólfinu og láta máln- inguna dropa niður á hann undir beinum áhrifum tónlistarinnar og verður verkið fullbúið þegar tón- leikunum lýkur. Meðan á þessu stendur myndar tæknimaður hljómsveit og málara og varpar á bakvegginn. Spuni í tónum og á striga Spuni Tríó Blóð og Jóel Pálsson leika í menningarhúsinu Mengi í kvöld. Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show eru hvattir til að dusta rykið af korse- lettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum því í kvöld kl. 20 fer fram búningasýning í Bíó Paradís á kvikmyndinni Rocky Horror Picture Show. Slíkar sýningar eru haldnar reglulega víða um heim og mæta þá gestir í gervum persóna mynd- arinnar, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og er byggð á samnefndum söngleik Richard O’Brien. Í henni segir af kærustu- parinu Brad og Janet sem leitar aðstoðar íbúa drungalegs kast- ala þegar spring- ur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reyn- ist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur. Aukasýning á myndinni verður fimmtudaginn 9. júní kl 20. Búningasýning á Rocky Horror Curry í hlutverki Frank ’N’ Furter Hjónin og ljóðskáldin Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Kristian Gutte- sen munu ásamt bandarísku hjón- unum og skáldunum Söruh McKinstry-Brown og Matt Mason lesa upp úr verkum sínum á Kaffi- slippi, Mýrargötu 12, í dag kl. 16.30. Skáldin fjögur munu lesa úr verkum sínum, ljóð um sambandið við annað skáld, barnauppeldi og lífið með ljóðlistinni. McKinstry-Brown og Mason starfa sem ljóðskáld og ritstjórar í Omaha í Nebraska. Bæði hafa unn- ið til bókmenntaverðlauna í fylkinu og víðar um Bandaríkin og hafa bækur þeirra verið gefnar út um öll Bandaríkin. Nýjasta bók McKinstry-Brown er Cradling Monsoons og er The Baby That Ate Cincinnati nýjasta bók Mason, sem hefur unnið Pushcart-verðlaunin ásamt því að vera tilnefndur til verðlauna Nebraska-fylkis. Þau hafa komið fram í Evrópu, Banda- ríkjunum, Asíu og Afríku. Bæði hafa þau tekið þátt í ljóðaslamm- byltingunni í Bandaríkjunum og komið víða fram við slík tækifæri, að því er segir í tilkynningu. Sig- urbjörg gaf út fyrstu ljóðabók árið 2015, Mjálm og Kristian hefur gefið út tíu ljóðabækur. Nýjasta verk hans er Eilífðir – Úrval ljóða 1995 – 2015. Árið 2007 var hann tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna. Viðburðurinn fer fram á ensku. Yrkingar og uppeldi í Kaffislippi Hjón Sarah McKinstry-Brown og Matt Ma- son lesa upp úr verkum sínum í Kaffislippi. Myndlistarsýningin Brjóstdropar verður opnuð í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi, í dag kl. 18. Þar sýna saman þær Anna Jóa, Bryndís Jóns- dóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ás- grímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Sýningunni er ætlað að hverfast um hið sérstæða hús Nesstofu, sögu þess og náttúrulegt umhverfi og vísar heiti hennar í heilnæmt sjávarloftið og andrúm lækninga- meðala og aðhlynningar sem um- lykur húsið. Þá er skírskotað til þeirrar andlegu næringar og holl- ustu sem sækja má til listarinnar og vonast sýningarhópurinn – hópur kvenna – til að blása öðrum í brjóst með sýningunni, eins og segir í til- kynningu. Rekstur sýningarinnar er samstarfsverkefni Þjóðminja- safns Íslands og Seltjarnarnes- bæjar. Nesstofa verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17 og lýkur sýningunni 31. ágúst. Sýningin Brjóstdropar opnuð í Nesstofu Sýnendur Listakonurnar sem sýna saman verk sín í Nesstofu. MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM MORA HNÍFUM Karl-Johan sveppahnífur Verð kr. 4.665 Tálguhnífur 120 Verð kr. 3.350 Skeiðarkrókur 162 Verð kr. 5.100 Spónhnífur Verð kr. 4.350 Skátahnífur Verð kr. 5.070 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vinnuhnífar Verð frá kr. 980 Flökunarhnífur Verð kr. 4.920 Svefnsófi teg. Cube Tungu - svefnsófi teg. Mona Opið virka daga 10 - 18 á laugardögum 11 - 15 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Borðstofuhúsgögn teg. Parma Giulia 3 – 1 – 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.