Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Hljómfélagið blæs til vortónleika í Neskirkju í kvöld, föstudag, kl. 20. „Efnisval er alþjóðlegt og fjöl- breytt og meðal annars verður hin vinsæla messa Misa Criolla eftir argentínska tónskáldið Ariel Ram- irez flutt, þar sem Gissur Páll Giss- urarson tenórsöngvari mun syngja einsöng. Einnig verður íslenskur frumflutningur á kórverkinu Fimm hebresk ástarljóð eftir Eric Whi- tacre. Af íslenskum verkum ná nefna Afmorsvísu eftir Snorra Sig- fús Birgisson og Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttir, Hrafnar eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem verður frumflutt í nýrri kór- útgáfu og fjölda nýrri og eldri ís- lenskra kórverka,“ segir í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að Hljómfélagið er blandaður kór áhugafólks um söng sem var stofnaður á vormán- uðum 2015. „Hugmyndin kviknaði hjá nokkrum fyrrverandi skóla- félögum sem sungu lengi saman í Skólakór Kársness. Á einu ári hef- ur Hljómfélagið vaxið hratt og skipar núna tæplega fimmtíu manns sem koma víða að.“ Á tónleikunum leikur með kórn- um hljómsveit sem skipuð er Bjarma Hreinssyni á píanó, Erni Ými Arasyni á bassa, Óskari Magn- ússyni á charango, Frank Aarnik og Didda Guðnasyni á slagverk. Allar nánari upplýsingar um tón- leikana má finna á Facebook-síðu Hljómfélagsins. Miðar eru seldir á tix.is. Hljómfélagið Kórinn var stofnaður fyrir ári, en hugmyndin kviknaði hjá nokkr- um fyrrverandi skólafélögum sem sungu lengi saman í Skólakór Kársness. Vortón- leikar í Neskirkju Tríó Blóð og Jóel Pálsson ásamt Composuals halda tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. „Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason og Birgir Bald- ursson hófu að spinna saman með Kombóinu sáluga rétt undir lok síðustu aldar. Þeir tóku svo seinna upp þráðinn án söngkonu og köll- uðu sig Tríó Blóð. Það er ekki oft sem býðst að heyra í þeim félög- um, en þegar það gerist er Jóel Pálsson oftar en ekki með í för. Spuninn er hrynheitur og lýrískur, eins og vænta má frá þessum mannskap,“ segir um tónleikana í tilkynningu. Myndlistarmaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson mun einnig túlka frjálsan spuna Tríó Blóðs & Jóels Pálssonar í olíulitum á striga fyrir áhorfendur á meðan á tónleikunum stendur. Haraldur mun standa yfir striganum sem liggja mun á gólfinu og láta máln- inguna dropa niður á hann undir beinum áhrifum tónlistarinnar og verður verkið fullbúið þegar tón- leikunum lýkur. Meðan á þessu stendur myndar tæknimaður hljómsveit og málara og varpar á bakvegginn. Spuni í tónum og á striga Spuni Tríó Blóð og Jóel Pálsson leika í menningarhúsinu Mengi í kvöld. Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show eru hvattir til að dusta rykið af korse- lettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum því í kvöld kl. 20 fer fram búningasýning í Bíó Paradís á kvikmyndinni Rocky Horror Picture Show. Slíkar sýningar eru haldnar reglulega víða um heim og mæta þá gestir í gervum persóna mynd- arinnar, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og er byggð á samnefndum söngleik Richard O’Brien. Í henni segir af kærustu- parinu Brad og Janet sem leitar aðstoðar íbúa drungalegs kast- ala þegar spring- ur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reyn- ist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur. Aukasýning á myndinni verður fimmtudaginn 9. júní kl 20. Búningasýning á Rocky Horror Curry í hlutverki Frank ’N’ Furter Hjónin og ljóðskáldin Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Kristian Gutte- sen munu ásamt bandarísku hjón- unum og skáldunum Söruh McKinstry-Brown og Matt Mason lesa upp úr verkum sínum á Kaffi- slippi, Mýrargötu 12, í dag kl. 16.30. Skáldin fjögur munu lesa úr verkum sínum, ljóð um sambandið við annað skáld, barnauppeldi og lífið með ljóðlistinni. McKinstry-Brown og Mason starfa sem ljóðskáld og ritstjórar í Omaha í Nebraska. Bæði hafa unn- ið til bókmenntaverðlauna í fylkinu og víðar um Bandaríkin og hafa bækur þeirra verið gefnar út um öll Bandaríkin. Nýjasta bók McKinstry-Brown er Cradling Monsoons og er The Baby That Ate Cincinnati nýjasta bók Mason, sem hefur unnið Pushcart-verðlaunin ásamt því að vera tilnefndur til verðlauna Nebraska-fylkis. Þau hafa komið fram í Evrópu, Banda- ríkjunum, Asíu og Afríku. Bæði hafa þau tekið þátt í ljóðaslamm- byltingunni í Bandaríkjunum og komið víða fram við slík tækifæri, að því er segir í tilkynningu. Sig- urbjörg gaf út fyrstu ljóðabók árið 2015, Mjálm og Kristian hefur gefið út tíu ljóðabækur. Nýjasta verk hans er Eilífðir – Úrval ljóða 1995 – 2015. Árið 2007 var hann tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna. Viðburðurinn fer fram á ensku. Yrkingar og uppeldi í Kaffislippi Hjón Sarah McKinstry-Brown og Matt Ma- son lesa upp úr verkum sínum í Kaffislippi. Myndlistarsýningin Brjóstdropar verður opnuð í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi, í dag kl. 18. Þar sýna saman þær Anna Jóa, Bryndís Jóns- dóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ás- grímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Sýningunni er ætlað að hverfast um hið sérstæða hús Nesstofu, sögu þess og náttúrulegt umhverfi og vísar heiti hennar í heilnæmt sjávarloftið og andrúm lækninga- meðala og aðhlynningar sem um- lykur húsið. Þá er skírskotað til þeirrar andlegu næringar og holl- ustu sem sækja má til listarinnar og vonast sýningarhópurinn – hópur kvenna – til að blása öðrum í brjóst með sýningunni, eins og segir í til- kynningu. Rekstur sýningarinnar er samstarfsverkefni Þjóðminja- safns Íslands og Seltjarnarnes- bæjar. Nesstofa verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17 og lýkur sýningunni 31. ágúst. Sýningin Brjóstdropar opnuð í Nesstofu Sýnendur Listakonurnar sem sýna saman verk sín í Nesstofu. MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM MORA HNÍFUM Karl-Johan sveppahnífur Verð kr. 4.665 Tálguhnífur 120 Verð kr. 3.350 Skeiðarkrókur 162 Verð kr. 5.100 Spónhnífur Verð kr. 4.350 Skátahnífur Verð kr. 5.070 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vinnuhnífar Verð frá kr. 980 Flökunarhnífur Verð kr. 4.920 Svefnsófi teg. Cube Tungu - svefnsófi teg. Mona Opið virka daga 10 - 18 á laugardögum 11 - 15 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Borðstofuhúsgögn teg. Parma Giulia 3 – 1 – 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.