Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 86

Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Askalind4,Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is w w w .h el iu m .is Sláuvél með dri B&S 450E mótor Hækkun í einu handfangi 55 lítra graskassi Frábær heimilisvél Lúxus sláuvél með dri B&S 625E mótor, auðveld gangsetning Tvískiptur sláuhnífur, slær 2svar 70 lítra kassi, "notendavænn" Frábær vél í estan slá Sga Collector 46 SB Sga TwinClip 50 SB Sjálfskiptur lúxus sláutraktór Kawazaki FS600V mótor, þrýssmurður Notendavænt sæ og stýri 320 lítra graskassi Frábær traktór í stærri svæði Sga Estate 7102 H Léttu þér lífið með Stiga sláttuvél Í Hælinu segir frá leikskóla-kennaranum Jan Haugersem er 29 ára einhleypur ogsvolítið inn í sig karlmaður. Sagan byrjar á því að Hauger fær vinnu á leikskóla í bænum Valla í Svíþjóð. Leikskólinn nefnist Rjóðr- ið og stendur við hlið öryggishæl- isins Sankta Patrícíu en þar eru vistaðir geðsjúkl- ingar og hættu- legt fólk. Börnin í leikskólanum eiga það sameig- inlegt að eiga foreldri sem er vistað á hælinu og fá þau að heimsækja það í reglulegum heimsóknartímum. Hauger fær það hlutverk, eins og aðrir starfsmenn, að fylgja börnunum um undirgöng sem tengja leikskólann við hælið í heimsóknirnar til foreldrisins. Við fyrstu kynni virðist Hauger mjög venjulegur ungur maður en er líður á söguna kemur í ljós að hann er ekki allur þar sem hann er séður, ekki frekar en fleiri starfs- menn leikskólans. Hann er haldinn þráhyggju yfir tilteknum vistmanni á hælinu og reynir allt til að kom- ast inn á hælið til að hitta hann, sú áætlun fer ekki eins og hann ætlar. Sagan gerist í samtímanum en litið er til baka á tvö tímabil í ævi Hauger: þegar hann var unglingur og tókst á við hrottalegt einelti sem varð til þess að hann var vist- aður á stofnun og til fyrstu ára hans sem leikskólakennara þegar barn af leikskólanum hvarf. Tíma- bilin þrjú tengjast og öll tengjast þau innilokun manneskju. Þetta er hin ágætasta flétta en það vantar þrátt fyrir það alla framvindu í söguna, hún er hæg, spennulaus og langt frá því að geta talist sál- fræðitryllir eins og stendur á bók- arkápu. Höfundurinn tekur á klikkun og þráhyggju mannshug- ans og sýnir að allir hafa sinn djöf- ul að draga, hvort sem þeir eru fyrir innan eða utan múra geð- veikrahælisins. Endurlitið til ung- lingsára Hauger eru best heppn- uðu kaflar bókarinnar þar sem Theorin tekst að vekja forvitni og virkilegan áhuga á persónunum, í annað vantar að sagan sé keyrð svolítið áfram og haldið uppi hærra spennustigi í bók sem er seld sem spennusaga. Hæg „Þetta er hin ágætasta flétta en það vantar þrátt fyrir það alla framvindu í söguna, hún er hæg, spennulaus og langt frá því að geta talsti sálfræðitryllir eins og stendur á bókarkápu,“ segir m.a. í gagnrýni um bók Johans Theorin. Hver hefur sinn djöful að draga Skáldsaga Hælið: Sankta Psyko bbnnn Eftir Johan Theorin. Íslensk þýðing: Elín Guðmundsdóttir. Ugla útgáfa 2016. 384 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Gospelkór Jóns Vídalíns sýnir söngleikinn Godspell í Vídalíns- kirkju í kvöld kl. 20 og nk. sunnu- dag kl. 17. „Godspell er eftir einn af virtustu söngleikjahöfundum Bandaríkjanna, Stephen Schwarts, en hann hefur unnið til fjölda verðlauna þ.á m. Grammy-, Tony-, og Óskarsverðlauna. Söngleikur- inn fjallar um síðustu daga Jesú en textinn er byggður upp úr Mattheusar- og Lúkasarguðspjalli. Margrét Eir Hönnudóttir, leik- stjóri sýningarinnar, kynnti þenn- an söngleik fyrst til leiks á Íslandi árið 2000 á Kirkjulistahátíð en þetta er í fyrsta skipti sem hann er fluttur í fullri lengd. Tónlistar- stjóri sýningarinnar er Davíð Sig- urgeirsson,“ segir í tilkynningu. Miðasala er á tix.is. Godspell sýndur í kvöld Söngelsk Gospelkór Jóns Vídalíns. Forynjur, ævintýri og fíflagangur nefnist myndasögusýning sem Þórey Mjallhvít opnar í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni í dag kl. 16. „Á sýningunni getur að líta ýmis verk eftir Þóreyju Mjallhvíti, en sérstaklega brot úr myndasögunni um bókabéusinn Ormhildi, sem kem- ur út á bók hjá Sölku Verðandi í sept- ember. „Ormhildur er myndasaga fyrir unglinga jafnt sem fullorðna byggð á íslenskum þjóðsöguheimi. Sagan gerist í heimsendaframtíð þegar jöklarnir hafa bráðnað og þjóðsagnakvikindi ráða ríkjum. Hjarðir skoffína vappa um eyjurnar og skuggalegir nykrar bíða næsta fórnarlambs við næsta poll. Íslend- ingar kúldrast á eyjum sem hafa myndast þegar Atlantshafið flæddi yfir meginlandið og eru í stöðugri lífshættu.“ Myndverk Þóreyjar má skoða á vefnum mjallhvit.is, og Ormhildi má kynna sér betur á slóðinni ormhildur.wordpress.com. Forynjur, ævintýri og fíflagangur Listakona Þórey Mjallhvít. Mótíf, sviðslistahátíð nemenda LHÍ, fer fram í annað sinn dagana 3.-5. júní. Að þessu sinni hefur nemendum úr samstarfsskólum á Norðurlöndunum verið boðið að sýna á hátíðinni, en alls verða sýnd sex verk og eru höfundar þeirra ýmist dansarar eða leik- konur. Verkin eiga það öll sameig- inlegt að rannsaka tengsl mann- eskjunnar við umhverfið og áhorfandann á einn eða annan hátt. Verkin eru sýnd á ýmsum stöðum, en allar nánari upplýsing- ar um sýningarstað og -tíma sem og aðstandendur eru á Face- book-síðunni: facebook.com/ motifhatid. Aðgangur er ókeypis. Sex sýningar á sviðslistahátíðinni Mótíf Ljósmynd/Jonne Renvall Losti Sara-Maria Heinonen og Katariina Havukainen, leiklistarnemar við Háskólann í Tampere, sýna A Streetcar Named Lust. Dómnefnd Hins íslenska glæpa- félags um Blóðdropann hefur lokið störfum og tilkynnt þær tíu bækur sem tilnefndar eru til Blóðdropans þetta árið. Bækurnar sem komu til greina að þessu sinni eru í stafrófs- röð: Dimma eftir Ragnar Jónasson; Flekklaus eftir Sólveigu Pálsdótt- ur; Gildran eftir Lilju Sigurðar- dóttur; Hilma eftir Óskar Guð- mundsson; Konur húsvarðarins eftir Róbert Marvin Gíslason; Morðin í Skálholti eftir Stellu Blómkvist; Myrkrið eftir Ágúst Borgþór Sverrisson; Nautið eftir Stefán Mána; Sogið eftir Yrsu Sig- urðardóttur og Þýska húsið eftir Arnald Indriðason. Í dómnefnd Blóðdropans eru Úlfar Snær Arnarson formaður, Kristján Jóhann Jónsson og Guð- rún Ögmundsdóttir. Úrslitin verða tilkynnt og Blóð- dropinn afhentur föstudaginn 10. júní á Borgarbókasafninu í Grófinni og hefst athöfnin klukkan 17. Blóðdropinn, hin íslensku glæpa- sagnaverðlaun, var afhentur í fyrsta sinn haustið 2007. Verð- launabókin er framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagna- verðlaunanna. Tíu bækur tilnefndar Blóðdropinn Meðal fyrri vinningshafa Blóðdropans eru Yrsa Sigurð- ardóttir, Arnaldur Indriðason og Stefán Máni. Þau eru öll tilnefnd í ár. Ljósmynd/Árni Sæberg Morgunblaðið/GolliMorgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.