Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Askalind4,Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is w w w .h el iu m .is Sláuvél með dri B&S 450E mótor Hækkun í einu handfangi 55 lítra graskassi Frábær heimilisvél Lúxus sláuvél með dri B&S 625E mótor, auðveld gangsetning Tvískiptur sláuhnífur, slær 2svar 70 lítra kassi, "notendavænn" Frábær vél í estan slá Sga Collector 46 SB Sga TwinClip 50 SB Sjálfskiptur lúxus sláutraktór Kawazaki FS600V mótor, þrýssmurður Notendavænt sæ og stýri 320 lítra graskassi Frábær traktór í stærri svæði Sga Estate 7102 H Léttu þér lífið með Stiga sláttuvél Í Hælinu segir frá leikskóla-kennaranum Jan Haugersem er 29 ára einhleypur ogsvolítið inn í sig karlmaður. Sagan byrjar á því að Hauger fær vinnu á leikskóla í bænum Valla í Svíþjóð. Leikskólinn nefnist Rjóðr- ið og stendur við hlið öryggishæl- isins Sankta Patrícíu en þar eru vistaðir geðsjúkl- ingar og hættu- legt fólk. Börnin í leikskólanum eiga það sameig- inlegt að eiga foreldri sem er vistað á hælinu og fá þau að heimsækja það í reglulegum heimsóknartímum. Hauger fær það hlutverk, eins og aðrir starfsmenn, að fylgja börnunum um undirgöng sem tengja leikskólann við hælið í heimsóknirnar til foreldrisins. Við fyrstu kynni virðist Hauger mjög venjulegur ungur maður en er líður á söguna kemur í ljós að hann er ekki allur þar sem hann er séður, ekki frekar en fleiri starfs- menn leikskólans. Hann er haldinn þráhyggju yfir tilteknum vistmanni á hælinu og reynir allt til að kom- ast inn á hælið til að hitta hann, sú áætlun fer ekki eins og hann ætlar. Sagan gerist í samtímanum en litið er til baka á tvö tímabil í ævi Hauger: þegar hann var unglingur og tókst á við hrottalegt einelti sem varð til þess að hann var vist- aður á stofnun og til fyrstu ára hans sem leikskólakennara þegar barn af leikskólanum hvarf. Tíma- bilin þrjú tengjast og öll tengjast þau innilokun manneskju. Þetta er hin ágætasta flétta en það vantar þrátt fyrir það alla framvindu í söguna, hún er hæg, spennulaus og langt frá því að geta talist sál- fræðitryllir eins og stendur á bók- arkápu. Höfundurinn tekur á klikkun og þráhyggju mannshug- ans og sýnir að allir hafa sinn djöf- ul að draga, hvort sem þeir eru fyrir innan eða utan múra geð- veikrahælisins. Endurlitið til ung- lingsára Hauger eru best heppn- uðu kaflar bókarinnar þar sem Theorin tekst að vekja forvitni og virkilegan áhuga á persónunum, í annað vantar að sagan sé keyrð svolítið áfram og haldið uppi hærra spennustigi í bók sem er seld sem spennusaga. Hæg „Þetta er hin ágætasta flétta en það vantar þrátt fyrir það alla framvindu í söguna, hún er hæg, spennulaus og langt frá því að geta talsti sálfræðitryllir eins og stendur á bókarkápu,“ segir m.a. í gagnrýni um bók Johans Theorin. Hver hefur sinn djöful að draga Skáldsaga Hælið: Sankta Psyko bbnnn Eftir Johan Theorin. Íslensk þýðing: Elín Guðmundsdóttir. Ugla útgáfa 2016. 384 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Gospelkór Jóns Vídalíns sýnir söngleikinn Godspell í Vídalíns- kirkju í kvöld kl. 20 og nk. sunnu- dag kl. 17. „Godspell er eftir einn af virtustu söngleikjahöfundum Bandaríkjanna, Stephen Schwarts, en hann hefur unnið til fjölda verðlauna þ.á m. Grammy-, Tony-, og Óskarsverðlauna. Söngleikur- inn fjallar um síðustu daga Jesú en textinn er byggður upp úr Mattheusar- og Lúkasarguðspjalli. Margrét Eir Hönnudóttir, leik- stjóri sýningarinnar, kynnti þenn- an söngleik fyrst til leiks á Íslandi árið 2000 á Kirkjulistahátíð en þetta er í fyrsta skipti sem hann er fluttur í fullri lengd. Tónlistar- stjóri sýningarinnar er Davíð Sig- urgeirsson,“ segir í tilkynningu. Miðasala er á tix.is. Godspell sýndur í kvöld Söngelsk Gospelkór Jóns Vídalíns. Forynjur, ævintýri og fíflagangur nefnist myndasögusýning sem Þórey Mjallhvít opnar í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni í dag kl. 16. „Á sýningunni getur að líta ýmis verk eftir Þóreyju Mjallhvíti, en sérstaklega brot úr myndasögunni um bókabéusinn Ormhildi, sem kem- ur út á bók hjá Sölku Verðandi í sept- ember. „Ormhildur er myndasaga fyrir unglinga jafnt sem fullorðna byggð á íslenskum þjóðsöguheimi. Sagan gerist í heimsendaframtíð þegar jöklarnir hafa bráðnað og þjóðsagnakvikindi ráða ríkjum. Hjarðir skoffína vappa um eyjurnar og skuggalegir nykrar bíða næsta fórnarlambs við næsta poll. Íslend- ingar kúldrast á eyjum sem hafa myndast þegar Atlantshafið flæddi yfir meginlandið og eru í stöðugri lífshættu.“ Myndverk Þóreyjar má skoða á vefnum mjallhvit.is, og Ormhildi má kynna sér betur á slóðinni ormhildur.wordpress.com. Forynjur, ævintýri og fíflagangur Listakona Þórey Mjallhvít. Mótíf, sviðslistahátíð nemenda LHÍ, fer fram í annað sinn dagana 3.-5. júní. Að þessu sinni hefur nemendum úr samstarfsskólum á Norðurlöndunum verið boðið að sýna á hátíðinni, en alls verða sýnd sex verk og eru höfundar þeirra ýmist dansarar eða leik- konur. Verkin eiga það öll sameig- inlegt að rannsaka tengsl mann- eskjunnar við umhverfið og áhorfandann á einn eða annan hátt. Verkin eru sýnd á ýmsum stöðum, en allar nánari upplýsing- ar um sýningarstað og -tíma sem og aðstandendur eru á Face- book-síðunni: facebook.com/ motifhatid. Aðgangur er ókeypis. Sex sýningar á sviðslistahátíðinni Mótíf Ljósmynd/Jonne Renvall Losti Sara-Maria Heinonen og Katariina Havukainen, leiklistarnemar við Háskólann í Tampere, sýna A Streetcar Named Lust. Dómnefnd Hins íslenska glæpa- félags um Blóðdropann hefur lokið störfum og tilkynnt þær tíu bækur sem tilnefndar eru til Blóðdropans þetta árið. Bækurnar sem komu til greina að þessu sinni eru í stafrófs- röð: Dimma eftir Ragnar Jónasson; Flekklaus eftir Sólveigu Pálsdótt- ur; Gildran eftir Lilju Sigurðar- dóttur; Hilma eftir Óskar Guð- mundsson; Konur húsvarðarins eftir Róbert Marvin Gíslason; Morðin í Skálholti eftir Stellu Blómkvist; Myrkrið eftir Ágúst Borgþór Sverrisson; Nautið eftir Stefán Mána; Sogið eftir Yrsu Sig- urðardóttur og Þýska húsið eftir Arnald Indriðason. Í dómnefnd Blóðdropans eru Úlfar Snær Arnarson formaður, Kristján Jóhann Jónsson og Guð- rún Ögmundsdóttir. Úrslitin verða tilkynnt og Blóð- dropinn afhentur föstudaginn 10. júní á Borgarbókasafninu í Grófinni og hefst athöfnin klukkan 17. Blóðdropinn, hin íslensku glæpa- sagnaverðlaun, var afhentur í fyrsta sinn haustið 2007. Verð- launabókin er framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagna- verðlaunanna. Tíu bækur tilnefndar Blóðdropinn Meðal fyrri vinningshafa Blóðdropans eru Yrsa Sigurð- ardóttir, Arnaldur Indriðason og Stefán Máni. Þau eru öll tilnefnd í ár. Ljósmynd/Árni Sæberg Morgunblaðið/GolliMorgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.