Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 89

Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 » Jökullinn logar, heimildarmynd Sölva Tryggva-sonar og Sævars Guðmundssonar um landslið Íslands í knattspyrnu, var forsýnd í gærkvöldi í Háskólabíói. Sölvi og Sævar fengu óheftan aðgang að landsliðinu og í myndinni fylgja þeir því í gegn- um ævintýrið sem endaði með því að liðið komst á EM í knattspyrnu sem hefst innan fárra daga í Frakklandi. Jökullinn logaði á hátíðarsýningu sem haldin var í Háskólabíói í gærkvöldi Fín Ragnhildur Eiríksd, Kristófer Þorgrímss, Daníel Ólafs, Jóhanna Björnsd, Gísli Gíslason, Tóbías Yngvason, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Gísli Gíslason Landsliðsmenn Fríða Rún Einarsdóttir , Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir létu sig ekki vanta. Kvikmyndagerðafólk Sölvi Tryggvason, Kristín Ólafsdóttir og Sævar Guð- mundsson voru prúðbúin i tilefni dagsins og ánægð með afraksturinn. Morgunblaðið/Ófeigur Boðið verður upp á leikhússpjall að lokinni sýningu á Sími látins manns eftir Söruh Ruhl í leikstjórn Char- lotte Bøving í Tjarnarbíói í kvöld. Kristín Ey- steinsdóttir leiðir spjallið, þar sem farið verður yfir feril Ruhl og meginþemu verka hennar. Lokasýning uppfærslunnar, sem er hluti af Listahátíð í Reykja- vík, er annað kvöld. Leikarar eru María Dalberg, Kolbeinn Arnbjörns- son, Elva Ósk Ólafsdóttir og Hall- dóra Rut Baldursdóttir. Leikhússpjall í Tjarnarbíói Kristín Eysteinsdóttir Samtímaatburðir í Portúgal eru fléttaðir inn í formið sem sagna- þulurinn Scheherazade notaði á gullöld arabísks kveðskapar í nýrri bíómynd sem sýnd verður í Bíó Paradís. Úr verður epískur sagnabálkur í þremur hlutum, meira en sex tíma langur, uppgjör leikstjóra við þjóðina sem fóstraði hann. Lissabon-strákur Miguel Gomes sem er upprunalega kvikmyndaskríbent er portúgalsk- ur og lærði kvikmyndafræði í Lissabon, hinni fögru höfuðborg hins mikla heimsveldis sem lifði sínar glæstustu stundir fyrir jarð- skjálftana miklu árið 1755. Gomes hafði gert þrjár myndir í fullri lengd áður en hann réðst í gerð þríleiksins. Frumraun hans var Andlitið sem þú átt skilið (A Cara que Mereces) og hann fylgdi henni eftir með Elsku ágústmán- uður (Aquele Querido Mês de Agosto). Það var svo með Tabu sem hann sló í gegn á alþjóðavísu, ljóðrænni svarthvítri mynd um líf- ið við fjallsrætur fjallsins Tabu í Afríku. Tabu hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Bíó Paradís Arabískar nætur Smókur Arabískar nætur er óvenjuleg mynd og býr yfir kontröstum. WARCRAFT 5, 8, 10:30(P) TMNT 2 5 TMNT 2 3D 8 MONEY MONSTER 10:10 X-MEN APOCALYPSE 3D 10:20 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:50, 5:50 BAD NEIGHBORS 2 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 22:30 TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 3:50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.