Orð og tunga - 01.06.2002, Side 79
Margrét Jónsdóttir: Um sagnimar virka og verka
69
í framhaldi af því sem hér hefur komið fram er eðlilegt að spurt sé hvort einhver
munur sé nú á virka og verkal Sýna dæmin sem hér em notuð einhvern mun? Sé
merkingin ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ skoðuð kemur í ljós að báðar sagnirnar geta
merkt það sama. Það votta dæmin um virka í (5) og (6) annars vegar og hins vegar
dæmin í (14) - (17) um verka. Það sama á við um merkinguna ‘rækja hlutverk, starfa’,
sbr. dæmin um virka í (7) og (8) og verka í (19) - (21). Samt er það svo að ýmsir
greina nokkurn merkingarlegan mun á sögnunum.14 Sá munur sýnist vera fólginn í þvx
að virka er miklu frekar notuð í merkingunni ‘rækja hlutverk, starfa’ en verka einkum
í merkingunni ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’. Dæmi um þennan mun má sjá í (25):
(25) a. Lyfið virkar ekki.
b. ?Lyfið verkar ekki.
c. Lyfið verkar ekki/öfugt á mig.
d. ?Lyfið virkar ekki/öfugt á mig.
e. Bremsumar virkuðu en verkuðu ekki vegna hálku.
f. ?Bremsurnar verkuðu en virkuðu ekki vegna hálku.
Aldur dæmanna um virka og verka í umræddum merkingum styður að sú notkun sem
lýst er í (25) sé það sem algengast er nú. Dæmin eru flest ung; dæmin um virka eru t.d.
öll frá 20. öld eins og áður hefur komið fram. Óbeinan stuðning má líka finna í notkun
sagnarinnar svínvirka, sbr. (9). En sé sú túlkun rétt sem hér hefur verið sett fram þá em
sum þeirra dæma sem finna má í öðmm og þriðja kafla í besta falli vafasöm eða jafnvel
ótæk. Ekki er þó víst að allir séu á einu máli um þetta.
5 Að lokum
Sagnimar virka og verka eru um margt athyglisverðar. Enda þótt virka sé fremur ung
tökusögn hefur hún haft mikil merkingarleg áhrif á verka. Vegna þessa og þess að
sagnirnar em nánast eins, em lágmarkspar, hafa mörkin milli þeirra orðið óljós og hafa
þær því víxlast merkingarlega. Jafnframt em dæmi þess að verka hafi verið notuð í
málvöndunarskyni þar sem eðlilegra hefði verið í ljósi samtímans að nota virka.
Heimildir
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Björn Halldórsson. 1992. Orðabók. íslensk - latnesk - dönsk. Fyrst gefin út árið 1814
af Rasmusi Kristjáni Rask. Ný útgáfa. Jón Aðalsteinn Jónsson sá um útgáfuna.
Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðfrœðirit fyrri alda U.
Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Omarbeidet, forpget og
forbedret Udgave. Tredie Bind. Den norske Forlagsforening, Kristiania.
Fritzner, Johan. 1972. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Rettelser og tillegg ved
Finn Hpdnebp. Fjerde bind. Universitetsforlaget, Oslo, Bergen, Tromsp.
14Það kom a.m.k. fram á málstofu í málfræði 3. maí sl. þegar rætt var um efnið.