Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 90

Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 90
80 Orð og tunga að gæta lengi áður en stoðhljóð fór að skjóta upp kollinum og kippti grundvellinum undan henni. Niðurstaðan hefði sem sagt orðið tvímyndir: ‘fagrligr’ > *‘farligr’ > ‘falligr’ ‘fagrligr’ > ‘fagurligr’. I norsku var /g/ veikara fyrir, þ.e.a.s. önghljóðið, og elsti vitnisburður sem Seip (1955:157) nefnir um brottfall þess er einmitt í klasanum /grð/ sem birtist í því að no. ‘fegrð’ er skrifað ferð og fergð í Barlaams sögu handritinu Perg. fol. nr. 6 í Kon- ungsbókhlöðu í Stokkhólmi, sem er frá síðari hluta 13. aldar. ONP hefurí sínu safni þrjú dæmi alls um lo. ‘fagrligr’ og ao. ‘fagrliga’ úr þessu sama handriti, og í þessum dæmum öllum er g á sínum stað, en jafnframt er þeim — og fleiri dæmum um stofninn ‘fagrlig’ — það sammerkt að skrifað er að heita má undantekningalaust (- )fagrlleg( -), (Barlaams saga 1981:71.22,77.38, 81.28, 86.24,95.30 og 96.30 o.v.), en fagrleg- 167.2. I mállýsingu sinni á Perg. fol. nr. 6 nefndi Rindal (1987:23-24) fjölmörg dæmi um tvíritun samhljóða sem standa á eftir öðrum samhljóðum, og hann klykkti út með að segja: „Det synest ikkje á vere nokon grunn til á rekne med at desse dobbelskrivningane har fonologisk relevans.” Þetta gildir án efa um flest tilvikin, en e.t.v. ekki öll, og það vekur sérstaka athygli að samkv. Rindal eru 23 dæmi um varlla í textanum en ekkert um varla, og þegar textanum er flett kemur í ljós að það er dæmigert að orð með /rl/ séu rituð með rll\ rl heyrir til undantekninga.20 Sem dæmi má nefna: karlle 8.2, giorlla 6.3 og víðar, arlla 93.22 o.v., orllofl.5, ærllog (= ‘prlpg’) 163.28 o.v., saurllivi 42.17 o.v., kyrlleik 44.4, openberlleg(-) 4.18 og víðar, vndarlleg(-) 5.32 og víðar (en vndarlegan 65.19) og tigurllega 27.7.21 Með ritun // í þessum tilvikum kynni skrifari að vera að láta í ljós að tvíritað / væri frábrugðið að eðli venjulegu stuttu /1/ enda hefur svo verið og er enn í ýmsum norrænum mállýskum.22 I þó nokkrumíslenskummiðaldahandritum,a.m.k. fráþvíá 14. öld, másjáritháttinn rll fyrir /rl/. Þann rithátt mætti líta á sem vitnisburð um samfall /rl/ og /11/ en r væri þó haldið vegna ritvenju (Stefán Karlsson 1967:32), og áþann veg virðist Seip (1955:173) skýra sama rithátt í norskum handritum. Við hlið ótal rll-rithátta í fyrrnefndu Barlaams sögu handriti, Perg. fol. nr. 6, koma þar fyrir ritmyndirnar valla 10.31, kiælleik 34.7 (en oftar kiærlleik(-)),fellegra 53.28 (en oftarferlleg(-), t.d. 115.15), og einnig valla og horkall 128.31. Það má því telja víst að í máli skrifarans hafi klasamir /rl/ og /11/ verið fallnir saman, og hafi /g/ jafnframt verið fallið brott í klasanum /grl/ má líta svo á að framburðarritháttur fagrlleg- hefði verið falleg-. Slík framburðarmynd kynni að hafa borist til íslands með Norðmönnum eða Noregsförum. Nefna má að Elucidariushandritið AM 675 4to, sem hefur að geyma elsta vitnisburðinn um 'falligr’, kynni að hafa verið skrifað í Björgvin 20Undantekning er þó klasinn /trl/ sem virðist jöfnum höndum vera skrifaður trl og trll, t.d. eitrleg 48.7 og vitrlega 53.38 en vitrllego 90.28. 21Ég þakki Birgit Nyborg fyrir að auðvelda mér leit að /rl/-orðum í Barlaams sygu 1981. 22Um norskar mállýskur sjá Christiansen 1946-48:154-61 og 169-77. — Um tvenns konar / fram eftir öldum í íslensku sjá Jakob Benediktsson 1960.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.