Orð og tunga - 01.06.2013, Page 9
Formáli ritstjóra
í þessu hefti Orðs og tnngu er sjónum einkum beint að íslensku sem
viðfangsmáli í tvímála orðabókum. Vorið 2011 var haldið málþing á
vegum tímaritsins undir yfirskriftinni Islenska sem viðfangsmál í íslensk-
erlendum orðabókum. Sjónarmið og aðferðir við öflun, val og framsetningu
efiisins. Fimm fyrirlesarar, sem boðið var að taka þátt í þinginu,
ræddu þemað frá ýmsum hliðum. Þrír þeirra fjölluðu um efnið út
frá reynslu af gerð nýlegra íslensk-erlendra orðabóka: Guðrún H.
Tulinius (íslensk-spænsk orðabók), Stanislaw J. Bartoszek (íslensk-pólsk,
pólsk-íslensk orðabók) og Þórdís Ulfarsdóttir (islex orðabókin) en þau
Kristín Bjarnadóttir og Jón Hilmar Jónsson ræddu efnið almennt
og nálguðust það hvort frá sínu sjónarhorni. Þema heftisins er það
sama og málþingsins og hér birtast þrjár greinar sem byggðar eru á
fyrirlestrum sem þar voru haldnir auk fjórðu greinarinnar sem fjallar
um sama efni. Grein Jóns Hilmars Jónssonar, Að byggja undir íslensk-
erlenda orðabók. Forgreining og orðabókarefni, fjallar um efnisöflun og
framsetningu efnisins í Ijósi tví- og margræðni uppflettiorðanna og
merkingarvensla á milli þeirra með skírskotun til Islensks orðanets,
verkefnis sem hann hefur unnið að um árabil. Kristín Bjarnadóttir
ræðir tiltækar aðferðir við söfnun og val uppflettiorða fyrr og nú í
grein sem nefnist Hvert á að sækja orðaforðann í orðabók? og segir frá
nýjum möguleikum sem hafa verið að opnast á síðustu árum með
tilkomu rafrænna textasafna og málheilda auk ýmiss konar mál-
tæknitóla, þ. á m. til sjálfvirkrar orðtöku úr rafrænum textum. Þór-
dís Ulfarsdóttir gerir ítarlega grein fyrir gerð og einkennum hinnar
norrænu iSLEX-veforðabókar í grein sem nefnist Islex - norræn marg-
mála orðabók og fjallar þar m.a. um íslensku sem viðfangsmál í því
verki. Loks er í þessum hluta grein eftir Rósu Elínu Davíðsdóttur,
sem vinnur að doktorsritgerð í orðabókafræði við Háskóla Islands
og Sorbonneháskóla, með titilinn Hlutverk tvímála orðabóka. Olíkar not-