Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 14
4
Orð og tunga
má í ýmsum tilvikum veikari, sérstaklega að því er varðar íslensku
sem viðfangsmál. Gagnvart þýsku er augljós þörf á nýrri og vandaðri
orðabók þótt þær íslensk-þýsku orðabækur sem tiltækar eru geti
greitt götu margra notenda (Islensk-þýsk orðabók (1993) og Þýsk-íslensk/
íslensk þýsk orðabók (2004)). Gagnvart frönsku er staðan þó sýnu verri
þar sem eina íslensk-franska orðabókin, íslenzk-frönsk orðabók (1950),
er orðin meira en hálfrar aldar gömul. Hér háttar hins vegar betur til
þar sem íslenska er markmálið, því Frönsk-íslensk orðabók kom út árið
1995 og Þýsk-íslensk orðabók árið 2008. Gagnvart ensku er einnig þörf
á endurnýjun þótt þar sé staðan betri. Ensk-íslensk orðabók (1984) er
sannarlega efnismikil og var mikilsvert framtak á sínum tíma. For-
lagið fylgdi þeirri útgáfu eftir með Ensk-íslenskri skólaorðabók (1986)
sem síðan kom út aukin og endurbætt undir heitinu Ensk-íslenska
orðabókin (2006). Islenska er svo viðfangsmálið í Islensk-enskri orðabók
Sverris Hólmarssonar, Christophers Sanders og Johns Tucker, sem
fyrst kom út árið 1989 en að nýju aukin og endurbætt í ritstjórn Chris-
tophers Sanders árið 2009. ítölsku og spænsku hafa verið gerð skil
með samstæðum orðabókum í báðar áttir (Íslensk-ítölsk orðabók (1994)
og Ítölsk-íslensk orðabók (1999), Spænsk-íslensk orðabók (2007) og íslensk-
spænsk orðabók (2011)). Flestar þessara orðabóka eru jafnframt tiltækar
sem veforðabækur í vefbókasafninu Snöru. Meðal tvímála orðabóka
um íslensku ber svo sérstaklega að nefna hinar efnismiklu orðabækur
gagnvart rússnesku, lslenzk-rússneska orðabók (1962) og Rússnesk-ís-
lenska orðabók (Helgi Haraldsson 1996) sem um margt hafa líkt yfir-
bragð þótt sú síðarnefnda sé enn efnismeiri og margbrotnari að gerð.
I báðum þessum bókum er orðalýsingin að ýmsu leyti rækilegri en
notendur eiga að venjast í tvímála orðabókum.
2.2 Hlutverk í tvímála orðabók: viðfangsmál eða mark-
mál
Hér verða einstakar tvímála orðabækur um íslensku ekki tíundaðar
frekar þótt nefna megi ýmis markverð verk á því sviði. Þess í stað verð-
ur athyglinni beint að þeim aðstæðum og forsendum sem gerð slíkra
orðabóka býr við, sérstaklega að því er varðar grundvallargögn, val,
afmörkun og framsetningu orðabókarefnisins og aðgang notenda að
orðalýsingunni og einstökum þáttum hennar. Þar er skýr munur á eftir
því hvoru hlutverkinu íslenska gegnir, hvort hún er viðfangsmálið og
þar með í forgrunni orðabókartextans (íslensk-erlendar orðabækur),