Orð og tunga - 01.06.2013, Page 15
Jón Hilmar Jónsson: Að byggja undir íslensk-erlenda orðabók
5
eða markmál sem bregður upp samsvörunum við erlent viðfangsmál
orðabókarinnar hverju sinni (erlend-íslenskar orðabækur).
2.2.1 Viðfangsmálið í forgrunni
Viðfangsmálið og efnisþættir þess móta að jafnaði umgjörð tvímála
orðabókar og afmarka umfang hennar og orðafjölda. Þar myndar
flettulistinn uppistöðuna sem öðrum efnisþáttum er skipað undir.
Þegar íslenska er í þessu hlutverki kemur það í hennar hlut að tefla
fram þessum uppistöðueiningum, sem innan viðeigandi marka eiga
að birta samfellda mynd af íslenskum orðaforða og orðanotkun. Þar
með verður val flettiorða eðlilega í brennidepli á fyrstu stigum orða-
bókarverksins.
Samsetning flettulistans getur átt sér stað með ýmsum hætti og
margar einstakar ákvarðanir ráðast fyrst og fremst af mati þess, höf-
undar eða ritstjóra, sem um vélar og ábyrgðina ber hverju sinni. Hinn
áþreifanlegi vandi felst oftar en ekki í því hversu erfitt er að beita
samræmdum mælikvarða á flettugildi orða, meta hvort tiltekið orð
eigi að fá inni í listanum (og fái þá jafnframt jafnheiti eða annars kon-
ar skýringu á markmálinu) eða hafi einhver þau einkenni sem rétt-
læta að litið sé framhjá því. Þar koma til ólík greinimörk og tillit til
ólíkra notendahópa. Það snertir m.a. mat á hlut samsetninga og virkri
orðmyndun, viðhorf til málstöðlunar og málræktar og hvort orðabók-
arlýsingin á sem mest að einskorðast við samtímamál.
Annar og raunar stærri vandi, sem í vissum skilningi er óáþreif-
anlegur, lýtur að því hversu takmarkaðar og brotakenndar birtingar-
myndir standa til boða af íslenskum orðaforða, samsetningu hans og
notkunareinkennum. Við þær aðstæður getur þótt nærtækt að njóta
eftir föngum góðs af þeim ákvörðunum sem fyrir liggja í öðrum hlið-
stæðum orðabókum og spara að sama skapi fyrirhöfn við sjálfstæða
efnisöflun. Um þennan vanda og viðbrögð við honum verður nánar
fjallað hér á eftir, einkum í 3. og 4. kafla.
2.2.2 Markmálið: samsvaranir við annað mál
Þegar íslenska er í hlutverki markmáls eru aðstæður í grundvallar-
atriðum aðrar. Þar þarf að finna íslenskar samsvaranir við einingar
annars tungumáls sem mótar flettiorðavalið á sínum forsendum. Sá
íslenski orðaforði sem ratar inn í það umhverfi ber svip af því. Ymis
gild orð með skýru flettugildi koma jafnvel ekki við sögu á meðan