Orð og tunga - 01.06.2013, Page 17
Jón Hilmar Jónsson: Að byggja undir íslensk-erlenda orðabók
7
að efnisþáttum innan orðsgreina og innbyrðis tengingum. Hvort sem
hægt er að líta svo á að gagnvart íslensku sé aðeins rúm fyrir eina
tvímála orðabók í hvora átt um hvert málapar (t.d. eina íslensk-enska
og eina ensk-íslenska, sbr. Sanders 2005:53) styrkir þetta mjög netið
sem vænlegan miðil þegar hugsað er til nýrra tvímála íslenskra orða-
bóka.
3.1 Flettulistinn sem umgjörð um orðabókarefnið
Gagnvart íslensku í íslensk-erlendri orðabók er viðfangsefnið í upp-
hafi að afla efniviðar til að byggja upp íslenskan flettulista og greina
notkunarþætti flettiorðanna, aðgreina merkingarbrigði, tilgreina orða-
sambönd og lýsa einkennandi orðanotkun. I þessu ferli er afmörkun
flettulistans gjarna í fyrirrúmi, þar sem fyrst er úrskurðað um flettu-
gildi orða í því safni orða sem efnisöflunin leggur til, með tilliti til
áætlaðrar stærðar verksins og hlutverksins sem því er ætlað. Síðan er
lýsing hverrar flettu tiltölulega sjálfstætt og afmarkað verkefni, þar
sem gera þarf sérstaka atrennu að efnisöflun, velja úr tiltæku efni og
setja lýsingunni hæfilegar skorður. Önnur aðkoma er að gefa orða-
notkuninni, og þá sérstaklega merkingarbærum orðasamböndum,
meiri gaum þegar við fyrstu afmörkun samhliða flettuvalinu.
Hvernig sem afmörkuninni er háttað kallar hún á viðeigandi verk-
lag við lýsingu orðanna sem mynda flettulistann. Hætt er við að erfitt
reynist að fá æskilega yfirsýn um samsetningu flettulistans svo að
hægt sé að nálgast verkið í skipulegum áföngum. Þar togast m.a. á
hagræðið að því að láta stafrófsröðina vísa veginn og meta út frá því
hvernig verkinu miðar, fást við hvern og einn orðflokk sérstaklega og
treysta með því innbyrðis samræmi eða fylgja eftir lýsingu tiltekinna
merkingarflokka.
3.2 Þörf á merkingarflokkun
Almenn flokkun og greining flettulista og annarra orðalista takmark-
ast að mestu við orðflokkaskiptingu. Að auki dregur stafrófsröðin
fram orðmyndunarleg vensl og þau vensl geta komið frekar í ljós ef
leitað er tiltekinna bakliða samsettra orða, t.d. fyrirferðarmikilla nafn-
orðaliða eins og -maður eða lýsingarorða með liðum eins og -látur og
-laus. Merkingarlegir flokkunarþættir eru hins vegar yfirleitt ekki fyr-
ir hendi og þá ekki heldur gagnvart fleiryrtum merkingarbærum ein-
ingum sem gerð eru skil innan flettugreina.