Orð og tunga - 01.06.2013, Page 18
8
Orð og timga
Þörfín fyrir merkingarlega flokkun er þó næsta augljós enda er sam-
anburður viðfangsmáls og markmáls merkingarlegs eðlis. Vandinn er
hins vegar sá að ekki dugir að staðnæmast við flettimyndirnar ein-
ar heldur verður jafnframt að greina á milli merkingarbrigða tví- og
margræðra orða. Miðað við hefðbundið lýsingarferli eru því ekki for-
sendur fyrir merkingarlegri flokkun orðabókarefnisins fyrr en allri
margræðni hafa verið gerð skil.
Af þessu leiðir að merkingarleg flokkun verður ekki það viðfangs-
efni í orðabókarferlinu sem hún í raun þyrfti að vera, og reynslan úr
einu orðabókarverki nýtist að takmörkuðu leyti i öðru sambærilegu
verki. Gildi merkingarflokkunar snýr bæði að viðfangsmálinu sem
slíku og að samhengi þess við markmálið. Ef slík flokkun tekur til
tiltæks orða- og orðasambandasafns í heild sinni án tillits til síðari
takmörkunar og endanlegs efnisvals getur hún gegnt virku hlutverki
við sjálft flettuvalið, og sá orðaforði sem út af stendur er þá áfram í
greiningartengslum við flettulistann. Þegar kemur svo að lýsingu og
greiningu flettnanna skiptir miklu að hafa yfirsýn um merkingarskyld
orð og sambönd, svo að ná megi fram samfellu í greiningunni með
hliðsjón af skyldu orðafari. En gagnsemin er jafnvel enn áþreifanlegri
fyrir markmálið, því flokkunin dregur fram það orðafar í markmál-
inu sem til álita kemur að tilgreina sem jafnheiti og stuðlar þannig að
hnitmiðuðu jafnheitavali og markvissum skýringum.
3.3 Merkingarflokkun í Islensku orðaneti
Merkingarflokkun af þessu tagi hefur að nokkru leyti sannað gildi sitt
við greiningu orðabókarefnisins í islex (sjá Þórdís Ulfarsdóttir (2013
í þessu hefti)) en þar er byggt á víðtækari og margþættari flokkun á
mun stærra safni orða og orðasambanda í Islensku orðaneti (sjá Jón
Hilmar Jónsson 2012). Gildi orðanetsins í þessu sambandi er að miklu
leyti fólgið í því hvernig flettimyndum þess og flettuskipan er háttað.
Annars vegar eru fletturnar merkingarlega einræðar þannig að hvert
merkingarbrigði er sjálfstæð eining. Hins vegar rúmar flettulistinn
auk stakra orða (einyrtra flettna) mikinn fjölda fleiryrtra flettna þegar
um er að ræða merkingarbær orðasambönd. Þannig má greiðlega
tengja greiningu orðanetsins við flettiorð, einstök merkingarbrigði og
merkingarbær orðasambönd innan tiltekins orðabókartexta.
Auk merkingarflokka í mynd lýsandi hugtakaheita (nafnorða
eins Og ÁHUGI, ÁHUGALEYSI, ÁHUGAMÁL, ÁHYGGJUR, ÁHYGGJULEYSI,
áhætta) kemur merkingargreining orðanetsins fram í samheitum og