Orð og tunga - 01.06.2013, Page 20
10
Orð og tunga
vensl setningarliða. Markið so <no-dg> fs no-a (sögn með eftirfarandi
nafnorði í þágufalli með greini, að viðbættri forsetningu með nafnorði
í þolfalli) sameinar t.d. fletturnar koma <húsinu> í stand, stofna <sam-
komulaginu> í hættu, kasta <hlu tleysinu>fyrir borð og skjóta <ákvörðuninni>
á frest, þar sem oddklofarnir afmarka lexíkalskan breytileika. A sama
hátt tengir markið <no-ag> so saman fletturnar <gluggann> hrímar,
<bátinn> fyllir, <sjóinn> gárar og <vindinn> hægir. Formgerðarflokkunin
kallast svo eftir atvikum á við merkingarlega greiningu og flokkun á
fleiryrtum flettum og styður hana reyndar gjarna þar sem samfella í
formgerð á sér oft samsvörun í merkingarlegum skyldleika.
Mörkunin byggist á því að fleiryrtar flettur í orðanetinu eru settar
fram á staðlaðan hátt, m.a. með því að afmarka og auðkenna orð-
bundinn breytileika. Þessa meðferð fleiryrtra merkingarbærra eininga
má nýta utan orðanetsins til greiningar og flokkunar á orðabókarefni
svo að betri yfirsýn gefist um orðasambönd, fyrirferð þeirra og stöðu
innan orðabókartextans. Slíkt notagildi er í sjálfu sér óháð því hvernig
merkingarbærum orðasamböndum er fyrir komið í textanum og
hvaða snið er haft á þeim. Hliðsjón af orðanetinu og samanburður
við almennar orðabækur getur hins vegar sýnt hversu þröngt er um
orðasambönd sem undirskipaðar einingar innan orðabókartexta og
hversu erfitt er að gera þau sýnileg á sjálfstæðan hátt.
Atviksliðasambönd af ýmsu tagi eru skýrt dæmi um fleiryrtar
merkingarbærar einingar sem full þörf er á að séu í sjónmáli innan við-
fangsmálsins í tvímála orðabókartexta. Upphafseiningar slíkra sam-
banda eru gjarna forsetningar, atviksorð eða samtengingar, en þeim
orðflokkum er jafnan gefið takmarkað rúm þar sem hið málfræðilega
hlutverk viðkomandi orðs er í fyrirrúmi umfram einstök sambönd.
Slík sambönd skila sér hins vegar ekki sem skyldi ef þeim er ætlað
sæti undir gildari orðum, t.d. nafnorðum eða fornöfnum, og þar getur
reynst erfitt að rata að einstökum samböndum í efnismiklum flettu-
greinum.
A vinnslustigi getur einnig reynst torvelt að fá æskilega yfirsýn
um margs kyns sagnasambönd með smáorði og sama má segja um
orðtök í mynd sagnliða þar sem oft ber á breytileika í orðum og orð-
myndum. Þar getur mörkun fleiryrtra eininga í stærra gagnasafni
komið að góðum notum.