Orð og tunga - 01.06.2013, Page 21
Jón Hilmar Jónsson: Að byggja undir íslensk-erlenda orðabók
11
5 Notkunareinkenni og notkunardæmi
Forgreining orðabókargagna af því tagi sem lýst hefur verið hér að
framan á fyrst og fremst að hafa almennt gildi og vera óháð því hvern-
ig efnisskipan er háttað í einstökum orðabókum sem notfæra sér
gögnin. Almennir flokkunarþættir, málfræðilegir sem merkingarlegir,
veita aðhald og yfirsýn, hvort sem efnisskipan í endanlegum texta er
með hefðbundnu sniði eða hún er látin mótast af greiningunni í rík-
ari mæli. En greiningin stuðlar að frjálsari efnisskipan þar sem merk-
ingarleg einkenni geta fengið aukið vægi og fleiryrt sambönd haft
meira sjálfstæði en hefð er fyrir eins og greinarhöfundur hefur áður
lýst (sjá Jón Hilmar Jónsson 2005).
Hvernig sem efnisskipaninni er háttað er lýsing viðfangsmálsins að
drjúgum hluta fólgin í því að draga fram einkennandi notkun orða og
orðasambanda, m.a. með beinum dæmum. Fyrirferð notkunardæma
getur verið afar breytileg og í raun er það á valdi ritstjóra hverju
sinni hve miklu hlutverki þau eru látin gegna og hvernig þau eru sett
fram. I texta tvímála orðabókar er staða notkunardæma að því leyti
önnur og sjálfstæðari en í einmála orðabók að dæmin styðjast ekki við
undanfarandi merkingarskýringu á sama máli og skerpa þá rnynd
sem þar kemur fram, heldur staðfesta þau merkingarlega samsvörun
í mynd erlends jafnheitis eða jafnheita. Notkunardæmin eiga því fyrst
og fremst erindi við þá notendur sem nálgast viðfangsmálið sem er-
lent mál og hafa um leið vald á markmálinu.
Þessar aðstæður fela í sér ákveðinn vanda að því leyti að annars
vegar þarf að velja og mynda notkunardæmin með skýrri yfirsýn um
viðfangsmálið, íslenska orðanotkun, breytileika hennar og blæbrigði.
Hins vegar kemur til þörf erlendra notenda fyrir að fá fram tiltekin
megineinkenni í orðanotkun, sérstaklega með tilliti til þess að geta
tileinkað sér málið og beitt því við raunverulegar aðstæður.
5.1 Form og framsetning notkunardæma
Form og framsetning notkunardæma getur verið með ólíkum hætti
eftir því hvaða hlutverki þeim er ætlað að gegna. Þegar áherslan er
á setningargerð er í norrænni orðabókarhefð gerður greinarmunur á
„lifandi" og „dauðum" dæmum („levande og döda sprákprov", sjá
Svensén 2004:193-195). Hin fyrrnefndu standa nær beinu notkun-
arsamhengi, með nafnliðum í mynd nafnorða eða persónufornafna