Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 22
12
Orð og tunga
og sögnum í persónuhætti en hin síðarnefndu birta eins konar notk-
unarmunstur þar sem notkunarsamhengið er tilgreint á knappan og
formfastan hátt, sagnir í nafnhætti og nafnliðir í mynd óákveðins for-
nafns. I íslenskum orðabókum eru slík munsturdæmi einkum bundin
skammstöfunum fornafnsins einhver, t.d. hitta e-n, mæta e-m/e-u, gefa
e-m e-ð. Munsturdæmi draga fram tiltekin megineinkenni eins og fall-
stjórn en þau eru ekki til þess fallin að sýna merkingareinkenni og
merkingarlega afmörkun nálægra orða eins og frumlags eða andlags
sagna og því getur þótt ástæða til að fylgja þeim eftir með frjálsari
dæmum. Þriðji kosturinn er að sameina þessi dæmahlutverk með
því að tilgreina dæmigerða fulltrúa fylgdarorða með skýrum mál-
fræðieinkennum í formföstum dæmum eins og m.a. er gert í Stóru
orðabókinni um íslenska málnotkun (2005) og síðan í Islensku orðaneti.
Notkun persónufornafnsins í stað fornafnsins einhver gegnir þá því
hlutverki að ljá dæmunum skýrari svip beinnar málnotkunar: hitta
<hann, hana>, mæta <honum, henni>, mæta <andstöðu, mótspyrnu; and-
streymi>, gefa <honum, henni> <gjöf; mat; leyfi>. Frá öðru sjónarhorni
getur dæmigerð orðanotkun birst í virkum og áberandi orðastæðum,
þar sem flettiorðið kemur fram með einkennandi fylgdarorði: rennandi
blautur (undir blautur), brimiðsvarrar (undir brim), detta kylliflatur (und-
ir detta).
5.2 Samhengið við merkingarbær orðasambönd
Hvaða framsetning sem valin er á notkunardæmum í íslensk-erlendri
orðabók hvílir lýsing íslensku flettiorðanna að verulegu leyti á því
dæmasafni sem þau eru látin styðjast við. En dæmaþörfin snertir ekki
aðeins flettiorðin sem slík og breytilega notkun þeirra heldur getur
hún einnig átt við um margs konar sjálfstæð og föst orðasambönd
sem skipað er undir flettiorðin. Þá getur vandinn verið sá hvernig
megi takmarka og einfalda lýsingu einstakra flettugreina og þar með
dæmasafnið svo að notendur missi ekki yfirsýn um efnisatriðin í of-
hlöðnum orðabókartexta.
Sú áskorum reynist að vonum erfið í prentuðum orðabókartexta,
eins og margar íslensk-erlendar orðabækur vitna um. Raunin er oft
sú að föstum merkingarbærum samböndum og almennari notkun-
ardæmum orðanna er skipað saman, utan við aðgreiningu merking-
arbrigða sem gerð er grein fyrir með ólíkum jafnheitum, og innbyrðis
röð gjarna látin ráðast af forsetningum eða atviksorðum sem fram
koma í samböndunum (sjá Jón Hilmar Jónsson 1995). Þar með rofn-