Orð og tunga - 01.06.2013, Qupperneq 24
14
Orð og tunga
málfræðileg og setningarleg einkenni eða draga fram slík einkenni
óháð því hvaða orð eiga í hlut.2
I fyrrgreindum textasöfnum má ganga að forgreiningu á ólíku
stigi og hafa hana til stuðnings og hliðsjónar við val og framsetningu
notkunardæma í orðabókartexta. Slík greining stuðlar að markvissara
dæmavali en hún hefur vitaskuld einnig verulegt gildi gagnvart öðrum
þáttum orðabókartextans, svo sem skilum og breytileika í merkingu,
áberandi orðastæðum og ekki síst einkennandi setningargerð.
5.4 Orðastæður og forgreining notkunarsambanda
Gagnvart orðabókarnotum er þörf á greiningu sem færir notkunar-
sambönd nær búningi eiginlegrar orðabókar, dregur saman sambönd
sömu formgerðar, sameinar merkingarskyldar orðastæður og gerir
merkingarbær orðasambönd sjálfstæð og leitarbær. I gagnagrunni Is-
lensks orðanets er slík greining fyrir hendi í verulegum mæli eins og að
nokkru leyti hefur verið gerð grein fyrir hér að framan. I flettuskipan
orðanetsins birtist hún m.a. í tvíliða lýsingarorðaflettum þar sem
nefnimynd lýsingarorðsins er aukin með dæmigerðum fulltrúa eða
fulltrúum nafnorðs sem lýsingarorðið á við: sterkur [band, þráður],
sterkur [ljós, birta], sterkur [vindur], sterkur [tilfinning]. Þannig eru
merkingarblæbrigði lýsingarorðsins aðgreind, og að baki einstökum
flettum er að finna sambönd (orðastæður, e. collocations) með breyti-
legum nafnorðum. Þar sameinar t.d. flettan sterkur [tilfinning]
sambönd eins og sterk tilfinning, sterk kennd, sterk samkennd, sterkar
ástríður, sterk innlifun ogsterk löngun. Nafnorðsþáttur flettunnar getur
svo haft sameinandi hlutverk gagnvart lýsingarorðum í sömu stöðu:
frískur [vindur], snarpur [vindur], stífur [vindur]. Asama hátt geta
fleiryrtar sagnaflettur sameinað orðastæður með merkingarskyldum
nafnorðum, eins og flettan borga <gjaldið, skuldina, launin> þar
sem m.a. er að finna sambönd eins og borga burðareyri, borga brúartoll,
borga inngangseyri, borga félagsgjald og borga meðlag. Það svið má svo
enn víkka út með því að líta til nafnorða sem fram koma undir flett-
unni greiða <gjaldið, skuldina>. Þau eru sem vænta má að nokkru
leyti hin sömu en þar koma einnig fram sambönd eins og greiða
burðargjald, greiða árstillag, greiða lóðargjald, greiða sekt, greiða tekju-
skatt. Þannig getur merkingarflokkun flettnanna fært saman merk-
2 Verkefnið er enn í vinnslu en leitaraðgangur er nú þegar að hluta efnisins á vef-
síðunni http://mim.hi.is/ (rúmlega 17 milljón lesmálsorðum af þeim 25 milljónum
sem fyrirhugað er að verði í málheildinni fullbúinni).