Orð og tunga - 01.06.2013, Page 27
Jón Hilmar Jónsson: Að byggja undir íslensk-erlenda orðabók
17
og ringulreið ogfálm). Að þessu leyti eru orðin tengdari innbyrðis en
þau eru hvort um sig við önnur orð. Þegar tengslatíðnin er rakin áfram
á bilinu 35-90 sameiginlegir förunautar er niðurstaðan fyrir glundroði
þessi: upplausn 88, stjórnleysi 86, óstjórn 71, öngþveiti 62, ofbeldi 57,
spilling 39, agaleysi 37. Orðið ringulreið tengist að mestu leyti sömu
orðum á þessu bili: stjórnleysi 84, upplausn 84, öngþveiti 68, óstjórn
67, ofbeldi 65, vonleysi 43, agaleysi 38, hik 37, blóðsúthellingar 35.
Um leið og samanburðurinn staðfestir náinn merkingarskyldleika
orðanna glundroði og ringulreið sýnir hann hvaða orð standa þeim
næst hvoru um sig. Sé hins vegar litið til orðalistans í heild sem föru-
nautarnir mynda og slíkum listum jafnvel slegið saman þegar merk-
ingarskyld orð eiga í hlut myndast tengingar sem að meira eða minna
leyti spanna heil merkingarsvið. I því safni geta gægst fram orð sem
við nánari athugun reynist full þörf á sem jafnheitum þótt þau leiti
ekki á við fyrstu umhugsun.
7 Hugtaksleg nálgun og gagnkvæmni í lýsingu
í texta tvímála orðabókar koma tengsl málanna fram í orðbundnu
samhengi, þar sem viðfangsmálið myndar umgjörðina og ræður ferð-
inni en markmálið fylgír eftir með því að tefla fram samsvörunum við
orð og orðasambönd viðfangsmálsins. I þessari síendurteknu glímu
við einstök orð eru hugtaka- og merkingarvensl málanna sífellt til
skoðunar án þess að sú skoðun skilji eftir sig mikil ummerki í orða-
bókartextanum. Það skýrist að miklu leyti af því ójafnvægi sem er
með málunum og að sú hugtaka- og merkingarflokkun sem á sér stað
í orðabókarferlinu snertir aðeins annað málið hverju sinni og nær ekki
að mynda heildir sem taka til beggja málanna.
Hér er á ferðinni einn helsti veikleiki tvímála orðabóka sem tak-
markar notagildi þeirra í ýmsu samhengi (sbr. Anna Helga Hannes-
dóttir og Jón Hilmar Jónsson 2001 og Hanks 2012:60-61). Áherslan
á jafngildi málanna og bein jafnheiti því til staðfestingar veldur því
að fjölbreytni og breytileiki í mál- og orðanotkun skilar sér ekki sem
skyldi, og orð og aðrar orðasafnseiningar sem ekki falla með góðu
móti að jafnheitavenslum standa höllum fæti og verða hæglega út
undan. Þetta á eðlilega í ríkari mæli við markmálið en fjölbreytileika
viðfangsmálsins eru einnig takmörk sett.