Orð og tunga - 01.06.2013, Page 36
26
Orð og tunga
an er sú að slíkt verklag sé árangursríkasta leiðin við þær aðstæður
sem nú eru.
2 Hefðbundið íslenskt orðabókarefni
Hefðbundið efni í íslenskri orðabókargerð er það samsafn sem orða-
bókarmenn taka í arf frá forverum sínum. Þar er aðallega byggt á
útgefnum orðabókum, seðlasöfnum OH og orðalistum af ýmsu tagi
úr ýmsum verkefnum. Orðabækur eru dýr langtímaverkefni og þess
vegna verða orðabókarmenn að nýta allt tiltækilegt efni á sem allra
ódýrastan máta. Þess er ekki kostur í litlu málsamfélagi að frumvinna
flettiorðalista í hverja orðabók og þess vegna gengur hver orðabók-
armaður í smiðju hjá öðrum. Fljótlegast er að vinna úr tölvutækum
orðalistum en þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Flettugildi í
orðabók er ekki bundið við uppflettiorðin ein (sbr. Jón Hilmar Jónsson
2013), en hér er umfjöllunarefnið þó aðeins flettiorðalistinn sjálfur og
hvar og hvernig best eða auðveldast er að nálgast efni í hann. Það
efni sem orðabókarmenn taka í arf frá fyrirrennurum sínum skiptist
í meginatriðum í tvennt: I útgefnar orðabækur og gagnasöfn, upp-
runalega seðlasöfn, sem ætluð eru til orðabókargerðar.
2.1 Útgefnar orðabækur
Eins og fyrr segir eru meginstoðir í íslenskri orðabókargerð íslensk-
dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-1924) og íslensk orðabók (ío 1963,
1983 o.áfr.) og byggir síðara verkið að miklu leyti á því fyrra. Heim-
ildir að Blöndalsorðabók eru m.a. fornmálsorðabækur, t.d. orðabók
Richards Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar (Guðbrandur Vigfús-
son 1874-1876), og orðabók Björns Halldórssonar (1814) en til henn-
ar var safnað í lok 18. aldar. Orðabókarmenn leita síðan fanga eins
víða og nokkur kostur er og hér skal nefna Islensk-enska orðabók eftir
Sverri Hólmarsson, Christopher Sanders og John Tucker sem dæmi,
en í formála þar eru nefndar fjölmargar tvímálaorðabækur sem leit-
að var í um orðaforða (Sverrir Hólmarsson o.fl. 1989). Fyrsta heimild
sem nefnd er um orðaforðann er samt sem áður Io: „Orðaforða höf-
um við meðal annars heyjað okkur úr Orðabók Menningarsjóðs, 2.
útg. 1983, . . ." (s.st.).3 Aðgangur að efninu úr ío gjörbreyttist eftir að
3 Að auki er nefnt í formálanum að orðaforðinn hafi verið borinn saman við tíðnilista