Orð og tunga - 01.06.2013, Page 37
Kristín Bjarnadóttir: Hvert á að sækja orðaforðann í orðabók? 27
gagnagrunnurinn Lexa varð til hjá Máli og menningu (hér eftir MM)
fyrir tölvuútgáfuna árið 2000 og hefur sá gagnagrunnur verið megin-
stoðin í orðaforðanum í þeim verkum sem síðan hafa verið unnin hjá
MM og síðar Forlaginu/JPV.
Orðalistinn úr Io er ekki að öllu leyti heppilegur í tvímálaorðabók,
bæði vegna þess að orðaforðinn þar er alltof mikill fyrir slíkt verk og
einnig vegna þess að kröfurnar í nýju verki eru ekki þær sömu og í
verki sem er að stofni til frá 1963 og var frá upphafi ætlað að þjóna sem
alhliða orðabók fyrir íslenska notendur. Þarna koma fram í hnotskurn
þeir gallar sem eru við að nota orðalista úr eldri orðabókarverkum:
• Skilgreining á markhópi og yfirgripi á ekki við í nýju verki.
Þetta á t.d. við í tvímálaorðabókum þar sem markmálið setur
viðfangsmálinu skorður, m.a. vegna þess að þýðing getur ver-
ið nauðsynleg markmálsins vegna, þó svo að ekki sé þörf á
merkingarlýsingu í viðfangsmálinu.
• Hluta orðaforðans vantaði til skamms tíma í orðabækur. Þetta
á sérstaklega við um orð úr daglegu máli sem sjaldnast komast
á bækur, t.d. heimilisorð ýmiss konar.
• Tilhneiging er til að safna sjaldgæfum orðum, á kostnað þess
sem algengt er. Eitt af einkennum Ritmálssafns OH er t.d. betri
yfirsýn um sjaldgæf orð og sérkennileg en algengt mál. Þar eru
t.d. fjögur dæmi um orðið eiginmaður en níu dæmi um orðið
ektamaður.
• Orðaforðinn úreldist og því þarf bæði að bæta við og grisja.
Ymis orð um tölvur eru þar nærtæk dæmi, t.d. gataspjald og
nálaprentari sem nú eru úrelt, og blogg og spjaldtölva sem eru á
hvers manns vörum.
• Villur og draugorð geta átt sér langa ævi. Orðið nösgæs 'e.k.
gæs eða ef til vill önd' (ío 1963, 1983) lifði t.d. lengi vel góðu
lífi í orðabókum sem heiti á önd (eða gæs), meira að segja með
latneska heitinu anser nasutum, enda þótt orðið sé úr gátu í
Heiðreks sögu og merki andardráttur (Aðalsteinn Eyþórsson
1998).
Öll þessi atriði verða til þess að gaumgæfa þarf flettulistann sérstak-
lega í hverju nýju orðabókarverki en jafnframt þurfa orðabókarmenn
að nýta þær heimildir sem til eru. Þá er vert að gera sér grein fyrir
kostum og göllum þessara heimilda.
á lokastigi, þ.e. 7000 algengustu orðin í lista frá Eiríki Rögnvaldssyni og Vilhjálmi
Siguijónssyni. Ekki kemur fram við hvaða texta var stuðst í þeim lista.