Orð og tunga - 01.06.2013, Page 39
Kristín Bjarnadóttir: Hvert á að sækja orðaforðann í orðabók?
29
þessi söfn hér enda er sjónum einkum beint að því hvar nálgast má
almennan orðaforða. í ío 1963 birtist fyrsta tilraun til að vinna úr efni
í seðlasöfnum OH en í Norræna verkefninu svokallaða var aftur gerð
tilraun til þess að sameina orðaforða úr gögnum OH til nota í orða-
bók.
2.3 Norræna verkefnið
A árunum 1994-1996 var unnið að gerð íslensks orðabókarstofns
sem ætlaður var sem grunnur að tvímála orðabókum milli islensku og
annarra Norðurlandamála. Verkefnið hlaut vinnuheitið Norræna verk-
efnið (Kristín Bjamadóttir 1998). Upprunalega var ætlunin að orða-
bókarstofninn tæki til almenns orðaforða og að flettiorð í honum yrðu
u.þ.b. 50 þúsund, úr lifandi almennu nútímamáli. Efni úr Orðastað
Jóns Hilmars Jónssonar var notað sem grunnur en frumheimild þar er
Ritmálssafnið (Jón Hilmar Jónsson 1994, formáli, bls. xxx). Síðan var
bætt við meira efni úr Ritmálssafni og öðrum söfnum OH eftir þörfum.
Allur orðaforði úr Islenskri orðtíðnibók (Jörgen Pind o.fl. 1991) var
hafður með og loks var stuðst við prentaðar orðabækur, s.s. lo (1983)
sem var höfð til hliðsjónar. Islensk orðtíðnibók er byggð á textasafni
með 500 þúsund lesmálsorðum og þaðan koma u.þ.b. 30 þúsund upp-
flettiorð, en annars er efnið í Norræna verkefninu fengið með hefð-
bundinni aðferð, þ.e. hér er efni úr eldri orðabókum og söfnum endur-
nýtt en þar liggur að baki hefðbundin orðtaka.
Til að bæta úr eyðum í orðaforðanum í Norræna verkefninu var
nokkuð af textum orðtekið sérstaklega. Þar á meðal voru bæklingar
um heilbrigðismál, félagsmál, tryggingar, bankakerfið, sálfræði, lög-
fræði fyrir almenning, sjávarútveg og tölvur, og námsbækur, t.d. í
örverufræði, matvælafræði, vélsmíði, húsgagnasmíði, íþróttum o.fl.
Einnig vom gerðar tilraunir með orðtöku úr rafrænum textum, aðal-
lega úr Morgunblaðinu.
Sigurborg Hilmarsdóttir stjórnaði orðtökunni og við hana unnu
t.d. fjórir starfsmenn sumarið 1995 og söfnuðu u.þ.b. 2.500 orðum.
Morgunblaðið reyndist drýgst í leit að orðum úr almennu máli. I töflu
1 eru nokkur dæmi þaðan.